Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 40
REKSTUR tap er að ræða? Guðjón sagði að Samband- ið myndi mæta hallanum með tveimur leiðum, annars vegar aukinni eignasölu og hins vegar með aukinni hagræðingu. „Við höfum þegar gripið til eignarsölu, seldum húseignir fyrir um 600 milljónir króna nú á rúmu einu ári. En vitaskuld munum við leita eftir hagræðingu í rekstri sem skilar okkur hagnaði. Liður í því er uppstokkun tölvukerfis Sambandsins með bættri upp- lýsingaþjónustu fyrir stjómendur Sam- bandsins. Þessi uppstokkun kostar sitt en þegar nýja kerfið er komið í gagnið mun það spara allt að 25% miðað við eldra kerf- ið sem var orðið fullnýtt. Samhliða nýja kerfinu munum við kaupa tilbúin hugbúnað í stað þess að vera með eigin hugbúnaðar- framleiðslu og í því felst einnig töluverð rekstrarleg hagræðing." Einnig segir Guðjón að öll starfsemi Sambandsins verði tekin til mjög gagnrýn- innar endurskoðunar, hvað viðkemur rekstrarformi, eignum og mannafla. „Reyndar höfum við þegar minnkað mið- stýringu og aukið sjálfstæði ýmissa deilda Sambandsins og það er enn einn liðurinn í endurskipulagningunni. “ Guðjón segir að erfitt sé að spá um framtíðina „því illmögulegt er að átta sig á rekstrarumhverfi Sambandsins á næsta ári. Það er ljóst að þjóðin er að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika. Skulda- staða þjóðarinnar er slæm og að undan- fömu hefur verið mikið af óarðbærri of- fjárfestingu. í raun og veru em ytri skil- yrði þjóðarbúsins ekki slæm. Ef við lítum til síðustu 10-15 ára kemur í ljós að árið 1988 er líkast til þriðja besta árið á þessu tímabili. En óarðbærar fjárfestingar hafa bundið þungan klafa á þjóðfélagið sem erf- itt verður að brjóta af sér. Ég sé ekki annað en við verðum að reikna með 2-3 ámm til viðbótar fyrir þjóðarbúið til að vinna sig úr erfiðleikunum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf. SÖGULEGT ÁR! „Árið 1988 verður sögulegt í efnahags- lífi íslendinga, aðallega vegna þess mikla rekstrartaps, sem flest fyrirtæki landsins verða fyrir og vegna hinna miklu sviptinga og umróts í stjómmálalífi þjóðarinnar, “ sagði Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda hf. þegar hann var spurður um afkomu fyrir árið 1988. „Hvað viðvíkur sjávarútvegi, hefur árið 1988 verið afar slæmt. Á árinu sem er að líða upplifði sjávarútvegurinn miklar verð- lækkanir á erlendum mörkuðum eftir rúm- lega eins árs verðhækkunartímabil. Á þessum sama tíma varð mikil raungengis- hækkun, sem setti samkeppnishæfni sjáv- arútvegsfyrirtækja úr skorðum. Að auki var mikil misvísun milli gengis annars veg- ar og innlends verðlags hins vegar árið 1988, miðað við árið þar á undan. Þannig vom margir fjárhagsliðir lægri á árinu 1987 en í eðlilegu árferði, þar sem gengi hélst stöðugt og erlend lán hækkuðu lítið. Á sama tíma varð hækkun á byggingarvísi- tölu sem tekjufærsla verðbreytinga er reiknuð eftir. Árið 1988 varð spennufall hvað þetta varðar, því þá hækkaði erlend- ur gjaldeyrir mjög mikið en ljóst er að byggingarvísitala sem reiknar tekjufærslu hækkar mun minna. Þar af leiðir mikið gengistap en tekjufærsla verður lág í sam- anburði við árið á undan. Við þetta slæma ástand bætist mikill vaxtakostnaður ársins 1988 en raunvextir hérlendis em taldir í efri kantinum. Niðurstaðan er því sú að árið 1988 verður eitt erfiðasta ár í fyrir- tækjarekstri hérlendis. Það fer ekki á milli mála að rekstrar- og efnahagsreikningar fyrirtækja koma til með að sýna, vægast sagt, afar slæma stöðu um þessi áramót." Brynjólfur gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á næsta ári, því „í ljósi þeirra aðstæðna sem fyrirtækjarekstur varð að búa við árið 1988 eru ekki miklar líkur á verulegum breytingum árið 1989, nema til komi varanlegar aðgerðir í efnahagsmál- um sem geta skapað jafnvægi í þjóðfélag- inu. í aflasamdrætti, vannýtingu flárfest- inga, birgðasöfnun og lítt breyttu erlendu söluverði er ekki hægt að búast við því að hagnaður verði af starfsemi margra fyrir- tækja á nýju ári.“ Að mati Brynjólfs mun það taka íslend- inga um tvö ár til viðbótar að vinna sig út úr efnahagskreppunni. Hann segir: „Það Eldtraustir tölvugagnaskápar © Rosengrens Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulböhd og seguldiska. Geymið viðkvæmustu og verðmætustu upplýsingar fyrirtækisins í öruggum skáp. E. TH. MATHIESEN H.F, BÆJARHRAUN 10 HAFNARFIRÐI SÍMI 651000 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.