Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 46
IÐNAÐUR vörur er ekki okkar fag.“ Þar höfum við það! MÖGULEIKAR í ULLINNI Það er greinilegt á viðtölum við menn í almennum fataiðnaði að horfur á verulegum útflutningi eru nær eng- ar í dag og að innanlandsmarkaður, þar sem menn keppa fyrst og fremst í gæðum, sé grundvöllur frekari starf- semi. Hvað ullarvöruiðnaðinn varðar eru að flestra mati ýmsir möguleikar til að skapa öflugan útflutningsatvinnuveg ef fjárhagslegir baggar ríða fyrirtækj- unum ekki á slig. Til að endurreisa þann hluta fataiðnaðarins er hins veg- ar nauðsynlegt að vanda betur vöru- þróun og afla nýrra útflutningsmark- aða. Lausnarorðin hér sem annars staðar í útflutningi eru sumsé tvö: hönnun og markaðssetning. Auðvitað eru skiptar skoðanir um útlit íslensku prjónavaranna. Sumum fmnst þær of einhæfar og beinlínis gamaldags en aðrir telja nauðsynlegt að hið íslenska yfirbragð fái áfram að vera til staðar. Meginvandinn hvað þennan þátt varðar liggur hins vegar í því að vöruþróun er ómarkviss, henni er of lítið fylgt eftir með markaðs- færslu og það sem alvarlegra er — samdrætti á hefðbundnu mörkuðun- um hefur ekki verið svarað með því að leita eftir sölu annars staðar í út- landinu. Til að svo megi verða hafa fyrirtækin einfaldlega verið of upp- tekin við að halda sér gangandi frá degi til dags. Fjölmargir aðilar hafa bent á í hverju möguleikar íslensks ullariðn- aðar erlendis séu fólgnir. í könnun sem The Boston Consulting Group gerði fyrir Álafoss hf og Iðnaðardeild SÍS áður en þau fyrirtæki voru sam- einuð kom m.a. í ljós að áhugi smá- söluaðila erlendis á því að selja ís- lenskar peysur er verulegur, að það er mikil eftirspurn eftir minjagripum og gjafavöru frá Islandi og sömuleiðis eftir hlýjum íslenskum fatnaði. Kaup- endum á köldum landsvæðum finnst einfaldlega notalegt að klæðast ís- lensku peysunum! A hinn bóginn telja sömu aðilar nauðsynlegt að vanda betur hönnun íslensku vörunnar og samsetningu vöruúrvalsins. MARKAÐSSÓKN í ÞÝSKALANDI Útflutningsráð íslands fól fyrirtæk- inu Basic Research að gera markaðs- athugun fyrir íslenskar ullarvörur í Þýskalandi og þar kom ýmislegt fróð- legt í ljós. Til dæmis sögðust ríflega 30% aðspurðra eiga íslenskan ullar- fatnað og hafa áhuga á að kaupa meira. Álit manna þar í landi var að íslenskur fatnaður væri í háum gæða- flokki, úr náttúrulegum efnum og endingargóður. Tvennt fannst Þjóð- verjunum slæmt: Fatnaðurinn væri dýr og ekki nýtískulegur. Innkaupa- fólki, einkum í sportvöruverslunum, fannst sölumöguleikar fatnaðarins vera góðir svo framarlega sem tækist að ná til réttra markhópa. Skýrsluhöfundar komust að nið- urstöðu sem er í samræmi við það sem fyrr hefur verið nefnt — útflutn- ingsmarkaðir fyrir ullarvöru eru of einhæfir og þess vegna væri þörf á markaðsátaki á Þýskalandsmarkaði. f því skyni leggja þeir til að sérstakur starfsmaður verði ráðinn til að sinna sölu í því landi og vinni hann fyrir sameinað útflutningsfyrirtæki allra þeirra innlendu framleiðenda sem vilja selja uUarvörur til útlanda. Jafn- framt verði ráðinn þýskur hönnuður til að aðlaga vöruna kröfum og óskum þýska markaðarins. Vonandi verður unnið í þessum anda á næstu mánuðum og árum. Verulegur samdráttur hefur orðið í útflutningi frá árinu 1984 og það sem meira er — íslensku fyrirtækin þola illa sveiflur erlendis þar sem tUtölu- lega fá lönd taka við megninu af okkar útflutningi. Happdrætti Háskólans býður nú langhæstu vinninga á Islandi: 5 milljónir sem gefa 25 milljónir á tromp og 45 milljónir á númerið allt. Sannkölluð auðæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri því að milljón króna vinningar eru alls 108. Heildarupphæð til vinningshafa er rúmur milljarður og áttahundruð milljónir. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.