Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 60

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 60
•:-íí:¥:-ííí:‘ííí:ví:-í:-:W: BRETAR EYÐA UM EFNI FRAM Oxford Street, aðal verslunargatan í London. Hagfræðingar álíta að einkaeyðsla Breta sé að minnsta kosti 5% yfir markinu og er 12 millj- arða punda viðskiptahalli merki um það. Sennilega verður gripið til hærri vaxta til að hægja á efna- hagsvexti og minnka á þann hátt viðskiptahall- ann við útlönd. Hagfræðingurinn, Wynne Godley, við Cambridge Háskóla vísar til breskrar hagsögu. Öll góðæristímabil hafi end- að vegna umframeyðslu. Afleiðingarnar hafa verið afturkippur í efnahagslífi og verðbólga. (OBSERVER) IATA flugfélögin: ÁRIÐ1988 ÞAÐ BESTA Á ÞESSUM ÁRATUG í upphafi fréttabréfs til hluthafa Flugleiða í lok nóvember sagði Sigurður Helgason stjórnarfor- maður félagsins: „Á aðalfundi alþjóðasam- taka flugfélaga (IATA) í lok október var upplýst að árið 1988 yrði besta ár þessa áratugar að því er varðar afkomu flugfélag- anna. Ástæður góðrar af- komu eru raktar til já- kvæðs hagvaxtar, minnk- andi verðbólgu samfara litlum hækkunum á kostnaði. Hér á landi er sagan hins vegar allt önn- ur“. Dæmi um góða afkomu hjá stóru flugfélagi í Evrópu er hálfsársárang- ur KLM í Hollandi. Hagn- aður 6 mánaða tímabils sem lauk 30. september 1988 nam 286 milljónum hollenskra gyllina eða k&Ö Ub Á * Æ r KLM nær 6,6 milljörðum ís- lenskra króna og hafði aukist um 8% frá sama tímabili árið 1987. ■i-j01 4100 000.' ... >03/86 CV J euRocAno 0RÐAB0K Á STÆRÐ VIÐ KRÍTAR- K0RT Orðabók á stærð við krítarkort passar í seðla- veskið við hliðina á krít- arkortinu. Þessi nýja orðabók er lítil tölva frá Seiko og rúmar 11.000 ensk og japönsk orð og 5300 japönsk rittákn, katakana rittáknin. Orðatölvan er ensk/jap- önsk, japönsk/ensk og kostar um 50 dollara. Nánari upplýsingar fást hjá; Seiko Instruments and Electronics, Limited, Public Affairs Office, 6- 31-1 Kameido, Kotu-ku, Tokio 136, Japan; Tel: 0081-3-682-1111; Tele- fax: 0081-3-638-1102. (THE NIKKEE HIGH TECH REPORT; VOL- UME III, Issue 20) UPPGANGURIBRASIUU Áætlað er að útflutn- ingur frá Brasilíu nemi 30 milljörðum dollara 1988 og hefur aldrei verið meiri. Heildarþjóðar- framleiðsla eykst um eitt til tvö prósent þrátt fyrir marga erfiðleika í efna- hagslífi landsins. Það hefur verið metút- flutningur á bílum, olíu- afurðum, stáli og vefnaði. Stöðugt heimsmarkaðs- verð hefur verið á mikil- vægum útflutningsvörum eins og pappír, áli og soja- baunum. Innflutningur er talinn muni nema 15 milljörðum dollara og dugar hag- stæður viðskiptajöfnuður landsins í ár vel fyrir 10 milljarða dollara vöxtum á utanlandsskuldum Brasilíu. (BUSINESS WEEK, U.S. EDITION) 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.