Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 61

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 61
122 AÐ FINNA SÉR FYRIRMYND Ef þú líkir eftir yfir- manni þínum vegnar þér betur í vinnunni. Þetta er niðurstaða bandarískra sálfræðinga. Oftast er það ómeðvitað að starfs- maður líki eftir yfirmanni sínum, en það á ríkan þátt í að skapa gott samband. Robert Decker, forstjóri Palo Alto Center for Stress Related Disor- ders, gefur stjórnendum og þeim sem stefna að því að verða stjórnendur eft- irfarandi ráð til að átta sig betur á valdaskipt- ingu innan fyrirtækis. Valdamesti starfsmaður- inn er ekki alltaf sá sem hefur æðsta titilinn, held- ur sá sem helst er tekinn til fyrirmyndar og mest er líkt eftir. (NEWSWEEK INT- ERNATIONAL, ATLAN- TIC EDITION) British Airways fer ótroðnar slóðir í sölumál- urn og hefur tekið upp nýjung sem félagið vænt- ir mikils af á næstu árum. Nýjungin felst í því, að flugfélagið hefur gert samning við ákveðin fyrirtæki og þegar fólk verslar hjá þessum fyrir- tækjum fær það söfnun- armiða fyrir flugmílum í kaupbæti. Söfnunarmið- arnir geta gilt fyrir fleiri tugum flugmíla, allt eftir því fyrir hve mikið er verslað. Meðal þeirra fyrir- tækja sem British Airways hefur gert samn- ing við eru bensínstöðv- ar, keðjuverslanir, stór- markaðir og gistihús. Sérstök deild innan Brit- ish Airways, Air Miles Travel Promotions, sér um framkvæmd á þessari nýstárlegu söluaðferð. Talsmaður félagsins seg- ir, að meðal-fjölskylda í Bretlandi geti safnað fyrir Parísarferð á 3 mán- uðum. Almenningur hef- ur tekið flugmílusöfnun- inni vel og fleiri fýrirtæki verða með í leiknum frá og með janúar ’89. (WALL STREET JOURNAL, EUROPEAN EDITION) Flugvéla frá British Airways. FLUGMÍL UR í KAUPBÆT 1 Imede í Sviss. ÞEKKJA RÉTTA MANNINN Samkeppnisaðstaða fyrirtækja innan Efna- hagsbandalagsins eftir 1992 ræðst af því að stjórnendur fyrirtækja hafi góð persónuleg sam- bönd innan landa banda- lagsins. Fyrirtækjast- jórnendur sem lokið hafa prófi frá alþjóðlegum skólum standa vel að vígi að þessu leyti. Til að komast í réttu samböndin er ráðlegt að fara í skóla á borð við London Business School; London, Europ- ean Institute of Business Administration (IN- SEAD) í Fontainbleau, International Managem- ent Development Institu- te (IMEDE) í Lousanne eða Bocconi á Italíu. (INTERNATIONAL MANAGEMENT) FERÐAGLAÐIR ÞJOÐVERJAR Bandaríkjamenn hafa lengi verið sú þjóð sem ferðast mest utan síns heimalands, en á næstu árum munu Þjóðverjar og Bretar slá þeim við á þessu sviði. Rannsókn, sem gerð er á vegum Economist Intelligence Unit í Lon- don, sýnir að um næstu aldamót verða Bandarík- in í þriðja sæti hvað ferðalög snertir. Á þeim tíma verða Þjóðverjar ferðaglaðasta þjóð ver- aldar. Bandaríkjamenn (260 milljónir um næstu alda- mót) munu draga úr eyðslu erlendis og Japan- ir fara fram úr þeim á því sviði. (INTERNATIONAL HERALD TRIBUNE) 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.