Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.10.1988, Blaðsíða 68
FÓLK verða gjaldþrota, enn aðrir missa vinnu sína er fyrirtæki eru seld og svo mætti lengi telja. Það sem einkennir marga sem gegna stjórnunar- og ábyrgðarstörfum er að þeir eru ákveðnir og skapmiklir og vilja fá sitt fram og oft á tíðum láta þeir af störf- um ef þeir fá ekki vilja sínum fram- gengt. En hvað finnst mönnum um slík umskipti? Er eðlilegt og sjálfsagt að menn skipti oft um störf sem krefjast mikillar ábyrgðar og eru krefjandi eða er betra að sú þekking og reynsla sem viðkomandi maður hefur aflað sér haldist innan fyrirtækisins? Hvers vegna verður mönnum á í starfi og þurfa að láta af því? Er það vegna þess að þeir fylgjast ekki með nýjungum og tækni eða hafa þeir einfaldlega ekki hæfileika til starfans? Eða er það kæruleysi í starfi sem er orsökin? I samræðum við ýmsa menn á list- anum komu fram fróðleiksmolar sem vert er að velta upp í þessu sambandi. Mörgum finnst eðlilegt og sjálfsagt að vissrar endurnýjunar gæti innan fyrir- tækja og að menn víki fyrir sér yngri mönnum. Menn eigi ekki að verða mosavaxnir í stólunum vegna þess að það hefði í för með sér stöðnun innan fyrirtækjanna. Á tímum þróunar og framfara væri það mikilvægt að hleypa nýju blóði inn í fyrirtækin ella yrðu þau undir í samkeppninni. Ekki voru þó allir sammála þessu. Það kom fram sú skoðun að hröð um- skipti gætu verið hættuleg og mikil- vægt væri að þekking og reynsla héldist innan fyrirtækis. Aðalmálið væri ekki að skipta um einstaklinga í toppstöðunum heldur skipti megin- máli að þeir einstaklingar sem fyrir væru hefðu áhuga á starfinu og kynntu sér nýjustu tækni og framfar- ir. Sumir bentu á að það gæti verið beinlínis hættulegt að hleypa nýjum mönnum inn og færa þeim allt of mikil völd. Þessir sprengmenntuðu og ungu markaðsstjórar og fjármála- stjórar ynnu oft af meira kappi en for- sjá. Þeim væri falið að sjá um öll fjár- mál en til þess að láta líta svo út sem allt væri í lagi þá hylmdu þeir yfir fjár- hagsvandræðin og opinberuðu þau ekki fyrr en allt væri um seinan. Fyrirtækin enduðu á hausnum. Ungu fjármálastjórarnir hefðu völd en bæru enga ábyrgð. „Þessir gömlu fyrirtækjastjórn- endur skilja sumir ekki þróunina. Þeir voru upp á sitt besta í verðbólguþjóð- félaginu og átta sig því ekki á raun- vaxtastefnunni sem nú ríkir. Margir hinna gömlu „gróssera" fara bara á hausinn,“ sagði einn sem þurfti að selja sitt fyrirtæki til þess að forðast gjaldþrot. „Iss, þessir fræðingar kunna ekkert á íslenskt þjóðfélag og kunna ekki þá lexíu sem skóli lífsins kennir. Skóli atvinnulífisins er það sem blífur,“ sagði annar. „Framkvæmdastjórar og forstjór- ar mega ekki sitja of lengi á sama stað því þá sljóvgast athafnasemin og sjóndeildarhringurinn þrengist. Þýð- ingarmesta atriðið fyrir fyrirtækin er að velja hæfa stjómendur en láta ekki önnur sjónarmið ráða, hvorki fjöl- skyldutengsl né pólitík. Öll fyrirtæki eru í mikilli hættu ef sú regla er ekki í heiðri höfð. Ef þróunin stöðvast hefur það í för með sér afturhvarf og hrun,“ sagði maður sem gegnt hefur ýmsum toppstöðum í þjóðfélaginu. „Ég sé vandkvæði á því að hæfir stjórnendur skipti oft um starf, ein- faldlega vegna þess að það er ekki svo mikið af góðum störfum fyrir góða menn. Hvað á til dæmis sendiherra íslands í fjarlægu landi að taka sér fyrir hendur vilji hann koma heim?“ spurði einn sem starfaði í toppstöðu hjá hinu opinbera um áratugaskeið. „Menn, sem hafa starfað á vett- vangi stjómmálanna um langt skeið, eiga ekki auðvelt uppdráttar vilji þeir hætta í pólitík. Það getur verið erfitt — Stimpilklukka í takt við tímann — • Leysir gömlu stímpilklukkuna af hólmi • Heilsar starfsmanni og birtir nafn hans • Tengist öllum einmenningstölvum • Sjálbirkur útreikningur á vinnutímum HUGUR HAMRABORG 12. 200 KÓPAVOGUR SÍMI 641230 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.