Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 76

Frjáls verslun - 01.10.1988, Page 76
Pétur Björnsson. Pétur Sveinbjarnar- Ragnar Halldórsson. Ragnar Kjartansson. Stefán Gunnarsson. Þorsteinn Gíslason. son. 30. Páll Bragi Kristjónsson: Hann var forstjóri Skrifstofuvéla hf. til haustsins 1987 eða þar til fyrirtæk- ið var keypt af Gísla J. Johnsen sf. Áður hafði Páll m.a. starfað hjá Haf- skip og IBM á íslandi. Páll Bragi rek- ur nú fasteigna- og fyrirtækjasöluna Húsakaup í félagi við Ragnar Tómas- son lögfræðing. 31. Pétur Björnsson: Var for- stjóri Ávöxtunar sf. og í forsvari fyrir fleiri fyrirtæki í tengslum við Ávöxtun þar til það fyrirtæki varð gjaldþrota haustið 1988. (sbr. Ármann Reynis- son, nr. 4). Áður sá hann um rekstur Hljómbæjar sf. og var þar á undan einn af forsvarsmönnum Karnabæjar. Ekki er ennþá ljóst hvað Pétur mun taka sér fyrir hendur næst. 32. Pétur Sveinbjarnarson: Hann var eigandi og framkvæmda- stjóri Asks hf. og Veitingamannsins hf. þar til haustið 1986 að fyrirtækin urðu gjaldþrota. Eftir það hefur Pétur aðallega starfað að félagsmálum - hef- ur m.a. verið formaður knattspyrnu- félagsins Vals og styrktarfélags Sól- heima í Grímsnesi. 33. Ragnar S. Halldórsson: Forstjóri íslenska Álfélagsins hf, ÍS- ALS, þar til sumarið 1988 er hann lét af því starfi og gerðist stjórnarfor- maður ÍSALS. Hann starfar nú að ýmsum verkefnum á vegum Verzlun- arráðs Islands. Ragnar er varafor- maður í stjórn Útflutningsráðs ís- lands, fulltrúi iðnrekenda í Evrópu- samtökum málmframleiðenda, í stjórn Verzlunarráðsins, Hlutabréfa- sjóðsins hf. og Landsnefndar Alþjóða- verzlunarráðsins. (Sjá viðtal) 34. Ragnar Kjartansson: Hann var forstjóri og síðar stjórnarformað- ur Hafskips þar til félagið varð gjald- þrota í desember 1985. Síðan þá hefur hann mikið fengist við Hafskipsmálið. Áður en Ragnar tók til starfa hjá Haf- skip hafði hann m.a. unnið hjá Sjálf- stæðisflokknum og verið aðstoðar- framkvæmdastjóri Skeljungs. 35. Stefán Gunnarsson: Bankastjóri Alþýðubankans þar til 1. ágúst 1987. Hann starfar nú að ákveðnum verkefnum fyrir Seðla- banka íslands en er ekki fastráðinn. 36. Þorsteinn Gíslason: Var forstjóri Coldwater Seafood Corpor- ation, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna í Banda- ríkjunum, þar til síðla árs 1984 er hann hætti eftir talsverð átök. Hann rekur nú eigið físksölufyrirtæki í Bandaríkj- unum. 37. Þorvaldur Mawby: Hann var framkvæmdastjóri Byggung þar til 1986 er hann fluttist til Bandaríkj- anna og gerðist byggingarverktaki þar. Hann mun hafa látið af þeim störfum og hafið nám í flugumferða- stjórn. 38. Þórður Ásgeirsson: For- stjóri Olíuverzlunar íslands hf., Olís, þar til Óli Kr. Sigurðsson keypti meirihluta í því fyrirtæki í árslok 1986. Hann rekur nú matvælafyrir- tækið Baulu. 39. Önundur Ásgeirsson: Hann var forstjóri Olís þar til árið 1981 að hann lét af því starfi vegna ágrein- ings. Hann hefur síðan starfað í tengslum við álpönnuverksmiðjuna Alpan hf. á Eyrarbakka og er stjórn- arformaður þess fyrirtækis. ÍTe t\j^\ Offset fjölritun, Ljósritun, Laser setning OG BÓKAÚTGÁFA ..... --HAMRABORG 1. 200 kópavogi - ------- S. 46371 —--2-------- 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.