Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 80

Frjáls verslun - 01.10.1988, Síða 80
FÓLK myndinni lengur og Jón Sigurðsson er tekinn við starfi framkvæmda- stjóra Stöðvar 2. „Sú ákvörðun að hefja störf hjá íslenska sjónvarpsfélaginu var tekin með mjög skömmum fyrirvara. Þessi ferill tók í raun ekki nema tæpa viku. Stjóm félagsins hafði samband við mig og óskaði mjög eindregið eftir því að ég kæmi til samstarfs við Stöð 2. Ég hafði nokkra daga til að skoða málið og fara yfir reksturinn og að þeirri at- hugun lokinni ákvað ég að slá til. Fyrirtækið er mjög áhugavert og þetta er spennandi verkefni. Mitt verksvið er að sjá um öll fjármál, allt starfsmannahald og markaðsmál. Þótt það sé ekki í beinum tengsl- um við mitt starf nú þá hef ég ætíð haft mikinn áhuga á fjarskiptum; ég er „radioamatör“ og hef fjarskipta- kallmerkið TF3JS. Ég starfaði um tveggja ára skeið hjá UNCTAD, Verslunar- og þróunarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í Genf og var þá m.a. stöðvarstjóri 4U1ITU sem er alþjóðleg áhugamannastöð," sagði Jón. Fyrir rúmum þremur mánuðum stóð Jón Sigurðsson upp úr fram- kvæmdastjórastólnum hjá Mikla- garði og gekk út. Hann ákvað eftir nokkrar deilur við yfirstjórn fyrir- tækisins að halda ekki áfram störf- um eftir að ákveðið var að sameina Miklagarð og Kron-búðirnar. Jón hafði unnið að mótun og uppbygg- ingu Miklagarðs frá því verslunin var stofnsett. Hann var spurður að því hvort honum hefði ekki reynst erfitt að yfirgefa Miklagarð? „Ég sé eftir öllu góða starfsfólk- inu sem ég hafði á að skipa og auðvitað sakna ég ýmissa þátta í starfinu. Við byrjuðum mjög fljótt með ýmsar nýjungar og fyritækið varð snemma mjög öflugt. Það var mikil regla á öllu bókhaldi og upp- lýsingastreymið var mjög gott. En ég hætti að eigin ósk og er sáttur við þá ákvörðun. Það var ákvörð- un stjórnarinnar að skipa málum á þennan veg — nú hefur hún valdið og líka ábyrgðina. Þegar ákveðið var að steypa saman rekstri Mikla- garðs og KRON-búðanna var mér boðið að taka við allri stjórnun en með ákveðnum skilyrðum varð- andi fjármál og starfsmannahald sem ég gat ekki sætt mig við eins og ég hef áður sagt. Mín k'fsskoð- un er sú að ekki sé hægt að hafa nema einn skipstjóra á hverri skútu og að útgerðarstjórnin rúm- ist ekki í „bestikkinu". Þess vegna eftirlét ég útgerðarstjórninni alla skútuna. Daginn sem ég hætti hjá fyrir- tækinu höfðu 3 aðilar samband við mig og buðu mér vinnu en ég ákvað að taka mér gott frí, hugsa málið og safna kröftum eftir harða og erfiða vertíð í verslunarrekstr- inum. Síðan hafa mér borist mörg tilboð sum nokkuð spennandi en önnur ekki, eins og gengur.“ Á tímabili velti Jón fyrir sér að kaupa sig inn í einhvert lítið fyrirtæki en ákvað að hverfa frá slíkum hugleið- ingum vegna þess „að íslenskur fyrirtækjarekstur stendur á brauðfótum og er ekki eftirsóknar- verður eins og sakir standa,“ sagði Jón. Frá því að Jón hætti í Miklagarði hefur hann stundað sund af kappi, dvalið í sumarbústað sínum í Skorradal en ekki farið í laxveiði sér til hvíldar og ánægju eins og svo margir gera. Foreldrar hans áttu hluta af Hvítárvöllum í Borgarfirði „laxveiðar hafa aldrei verið áhuga- mál mitt heldur einfaldlega þáttur af uppeldi mínu. Það sama má segja um „skytterí" og annan veiðiskap. Jón Sigurðsson er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og hefur starfað heilmikið fyrir flokkinn. Hann er t.d. fyrrverandi varaþingmaður Vestur- landskjördæmis. Það vakti því nokkra furðu er hann yfirgaf framkvæmdastjórastarfið hjá ís- lenskum markaði, sem hann hafði gegnt í 12 ár, til þess taka við stjóm og uppbyggingu Sambandsfyrirtæk- isins Miklagarðs. „Eitt sinn hringdi til mín maður og bar upp undarlegt erindi að mér fannst. Maðurinn hét Þröstur Ólafs- son og sagðist hann endilega vilja bjóða mér í mat. Við hittumst og hann bað mig um að koma, stofna, skipuleggja og reka nýja stórverslun sem Sambandið og Kron hefðu í hyggju að koma á laggimar. Ég varð alveg undrandi. Mér hafði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að vinna fyrir S.I.S. En verkefnið var spenn- andi og eftir 2 mánaða umhugsunar- frest ákvað ég að láta slag standa og skella mér í verkið. Nú er ég hættur og maðurinn sem bauð mér vinnu fyrir 6 árum hefur nú tekið við fyrirtækinu sem ég skipulagði og byggði upp. En við hittumst oft í Sundhöllinni á morgn- ana og keppum í lauginni,“ sagði Jón Sigurðsson að lokum. FARSÍMALEIGAN LAGGAVEGI 178 — SÍMI 68 93 12 — 105 REYKJAVÍK KVÖLD- OG HELGARSÍMI 667545 BÍLASÍMAR — SÍMSVARAR — FARSÍMAR 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.