Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 14

Frjáls verslun - 01.03.1995, Page 14
FRÉTTIR Aukin samkepþni í öryggisgæslu: ÖRYGGISÞJÓNUSTAN OPNAR STJÓRNSTÖÐ Samkeppni í öryggis- gæslu fer harðnandi. Ný- lega opnaði fyrirtækið Öryggisþjónustan hf., sem tók til starfa seint á síðasta ári, stjórnstöð að Malarhöfða 2 í Reykja- vík. Vakt er á stöðinni all- an sólarhringinn. Stöðin er beintengd við öryggis- kerfi í fyrirtækjum og heimahúsum. Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ör- Margt manna var við opnunina. Frá vinstri: Einar Jóhanns- son, Pálmi Gíslason, útibússtjóri Landsbankans, Kjartan Úlf- arsson, hjá VÍS, Halldór Guðmundsson, hjá VÍS, Páll Braga- son, framkvæmdastjóri Fálkans og Lárus Einarsson raf- magnsverkfræðingur. Frá opnun stjórnstöðvar Öryggisþjónustunnar. Talið frá vinstri: Gissur Ingólfsson stjórnarformaður, Guido J.M. Boga- ert, sölustjóri C & K System, Sigurður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Öryggisþjónustunnar, og Pétur Jóhannsson, rafmagnsverkfræðingur og yfirmaður tæknideildar fyrirtæk- isins. yggisþjónustunnar, segir að samhliða öryggis- gæslu selji þeir fyrirtækj- um og heimilum allan nauðsynlegan öryggis- búnað til að tengja við stöðina. „Við bjóðum al- hliða öryggisþjónustu," segir Sigurður. Öryggisþjónustan hf. og Greiðabílar hf. með sér sérstakt samstarf. „Ef boð kemur frá fyrir- tæki fer næsti bíll Greiða- bíla hf. á staðinn auk þess sem bíll fer frá stjórnstöð Öryggisþjónustunnar. Þetta fyrirkomulag trygg- ir stuttan viðbragðstíma í útköllum,“ segir Sigurð- ur Þorsteinsson. Fróði hf: STÓRSAMNINGUR VIÐ GKS-HÚSGÖGN Útgáfufyrirtæki Frjálsrar verslunar, Fróði, hefur samið við GKS-húsgögn um kaup á 50 vinnustöðvum í tengslum við flutning Fróða í Héðinshúsið að Seljavegi 2 í sumar en fyrirtækið keypti fjórðu hæð þess húss nýlega. Um milljónasamning er að ræða við GKS-hús- gögn. Fróði og forveri þess í útgáfu, Frjálst framtak, hafa starfað í 25 ár og smábætt við sig nýjum og og notuðum húsgögnum samfara mikilli stækkun útgáfunnar. Þessi hús- gögn eru nú að nokkru úr sér gengin og því var ákveðið að endurnýja sem mest af húsgögnum í tengslum við flutninginn. Leitað var tilboða og urðu GKS-húsgögn fyrir val- inu. GKS-húsgögn eru rót- gróið íslenskt fyrirtæki sem byggir á gömlum merg í framleiðslu á hús- gögnum fyrir skrifstofur. Fer vel á því að íslensk tímarit Fróða, sem eiga í harðri baráttu við erlend tímarit, verði unnin við íslensk skrifstofuhús- gögn frá GKS. Fróði flytur starfsemi sína í Héðinshúsið um mánaðamótin júní-júlí en fyrirtækið festi kaup á efstu hæðinni í húsinu í síðasta mánuði. Fróði hefur til þessa verið á tveimur stöðum, ritstjórn við Bíldshöfðann og skrif- stofur við Armúlann. Hæðin sem Fróði keypti í Héðinshúsinu er um 1 þúsund fermetrar. En auk þess keypti fyrir- tækið 120 fermetra lager í húsinu. Afhending á húsnæðinu fer fram í byrjun maí og á breyting- um á því að verða lokið í endaðan júní er flutning- arnir fara fram. Bókaútgáfan Iðunn hefur verið með skrifstof- *ur sínar á fjórðu hæðinni í Héðinshúsinu en þær flytjast að Bræðraborgar- stíg 16. 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.