Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.03.1995, Qupperneq 28
UMHVERFISMÁL MARKAÐSSTRÍÐ OLÍS OG SKEUUNGS. Nokkur fyrirtæki á íslandi hafa tekið inn umhverfisvernd í markaðs- setningu sína - sem og stefnumörkun - og kynnt hana í auglýsingum. Barátta olíufélaganna, Olís og Skeljungs, hefur verið hvað fyrirferðarmest í fjölmiðlum og hefur þeim báðum orðið nokkuð ágengt í að gera ímynd sína umhverfisvæna. Þannig lenti Olís nýlega í efsta sæti í viðhorfskönnun þar sem spurt var hvaða fyrirtæki á íslandi væri umhverfisvænast. Mjólkursamsalan, Kjötumboðið, ÚA á Akureyri, Faxamjöl, H.B. á Akranesi, Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum, Síldarvinnslan, Neskaupstað, Fiskimjölsverksmiðjan Krossanes á Akureyri. Að sögn Guðjóns Jónssonar, hjá Iðntæknistofnun, er verkefnið mis- jafnlega langt á veg komið í þessum fyrirtækjum en þó er ljóst að tölu- verðum árangri má ná á mörgum sviðum við að draga úr kostnaði hjá þeim um leið og umhverfisvernd er aukin. „Tekist hefur að ná fram bættri hráefnanýtingu, sem leiðir til minni myndunar á úrgangi, dregið hefur verið úr orkunotkun, meðferð á föst- um úrgangi hefur verið breytt, endur- notkun og endurvinnsla aukin. Síðast en ekki síst hefur verkefnið í flestum tilfellum orðið til þess að auka um- hverfisvitund innan fyrirtækja," segir Guðjón. VONIN UM HAGNAÐ ÝTIR MESTUNDIR UMHVERFISVERND En hvemig á að fá fyrirtæki til að láta umhverfismál til sín taka? Fyrir utan beinar reglur frá hinu opinbera verður áhuginn fyrst og fremst vak- inn í gegnum markaðsmálin og hagn- aðarvonina. Nóta bene; markaður- inn, fólkið í landinu, verður þá að vera stilltur inn á nauðsyn umhverfis- verndar. Fyrirtæki úti í heimi hafa ekki síst tekið umhverfisvernd inn í stefnu sfna til að auka viðskiptin. Hagnast. Hagnaðarvonin kveikir helst í stjómendum til að taka af festu á umhverfis- og gæðamálum. Flestir, sem fjalla um umhverfis- mál innan fyrirtækja, eru sammála um að umhverfisverndin verði að vera hluti af allri daglegri stjómun fyrir- tækjanna. Gæðamál, umhverfismál og almenn stjórnun verður í framtíð- inni einn pakki. Aðalstjórnendur fyrir- tækja munu hugsa um þessi mál í samhengi. Þeir munu ræða um gæði og umhverfisvernd á sama hátt og þeir ræða um fjármál, tekjur, kostn- að, arðsemi og svo framvegis. Ætla má að í fyrirtækjum verði skipaðir umhverfisstjórar líkt og gæðastjórar, framleiðslustjórar, fjármálastjórar, markaðsstjórar og þess háttar. Og nánast víst er að umhverfisstjórar, gæðastjórar og markaðsstjórar munu eiga náið samstarf. „VÖRUMERKIÐ ÍSLAND" Ein er sú atvinnugrein sem nýtur þess sérstaklega vel að ímynd íslands snúist um umhverfisvernd. Þessi at- vinnugrein er ferðaþjónustan sem dafnað hefur afar vel á síðustu árum og mun vaxa áfram hratt næsta ára- tuginn. Erlendir ferðamenn, sem sækja landið heim, eru sérlega góðir auglýsendur landsins ef þeir sann- reyna að umhverfisvemd sé í háveg- um höfð hjá fólki og fyrirtækjum - en sé ekki bara nafnið tómt. Þegar þeir snúa aftur til síns heima eru upplýsingar þeirra þungar á vog- arskálinni um hvað raunverulega standi á bak við „vörumerkið ísland“. Ef íslendingar standast prófið geta heimsóknir erlendra ferðamanna og vitnisburður þeirra leitt til aukinnar sölu á íslenskum vörum erlendis, Flokkaðu kostnaðinn niður Pappi (ekki vaxborinn), timbur og pappír flokkað frá öðrum úrgangi lækkar kostnað þinn. S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.