Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 78

Frjáls verslun - 01.03.1995, Side 78
STJORNUN fram eftir götunum. Afar vandræðalegt er að þurfa að rifja upp heiti þessara hug- taka á ensku á sjálfum fundin- um. Þá er það umræðuefnið utan viðskiptafundanna. Hvað ætlar gestgjafmn að tala um við gesti sína í svo- nefndu daglegu tali, til dæm- is yfir kvöldverði? Um þetta þarf að hugsa og auðvelt er að undirbúa sig. Síðan er hægt að leiða umræðuna inn á það efni sem þú hefur kynnt þér. Reynslan sýnir að yfir kvöldverði er algengt að ræða um ísland; náttúruna, orkuna, fiskinn, veðurfarið, forsetann, menninguna og þess háttar. Lestu þér til ef þú ert ekki vel að þér í þess- um málum. Sú heimavinna skilar sér margfalt. Mikil- vægt er að ræða alls ekki um viðkvæm mál sem upp hafa komið í löndum gestanna. Það er meiri hætta en minni að þau falli ekki í kramið og að gestirn- ir móðgist. að stundum væru íslending- ar sjálfum sér verstir í kvöld- verðarboðum. Þeim hætti til að sýna vanmáttakennd og ræða um hvað allt væri dýrt og ómögulegt á íslandi: „ís- land og fslendingar séu svona og svona.“ Þeir töluðu líkt og þeir tilheyrðu ekki þjóðinni. EKKIFYLLAST ÞJÓÐREMBU YFIR KVÖLDVERÐINUM En það er líka hægt að fara öfganna á milli og fyllast þjóð- rembu. Þjóðremban birtist þá í því að á íslandi sé allt best og fullkomnast. „Við eigum besta fiskinn, falleg- ustu konur í heimi, tærasta vatnið, hreinasta loftið, besta lambakjötið og lang- bestu hestana. Nefndu það bara!“ Enginn skyldi detta ofan í þessa gryfju. Menn verða hlægilegir af svona tali. Annað hollt ráð er að þykj- ast ekki vita allt á milli himins og jarðar í samræðum yfir kvöldverð- arboði. Auðvitað er nauðsynlegt að Ekki vera með þjóðrembu. Segðu frekar að á íslandi sé vatnið tært, loftið hreint, fiskurinn góður og kon- ur fallegar í stað þess að segja að við eigum tærasta vatnið, fallegustu konurnar, hreinasta loftið og besta fisk í heimi. Einn viðmælenda Frjálsrar versl- unar innan ferðaþjónustunnar sagði EYJAFERÐIR Þægileg hótel og gistiheimili meö 24 herbergjum. Bátsferöir um eyjarnar óteljandi í Breiöafirði þar sem skelfiskur er veiddur og snæddur um borö. Fjölbreytt fuglalíf, sérstæðar bergmyndanir og sjávarfallsstraumar, lifandi leiðsögn. - Ógleymanlegt ævintýri - Eyjaferöir Stykkishólmi Sími 93-81450 Fax 93-81050 78

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.