Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 5
RITSTJORNARGREIN
ÍSLAND ER RANGNEFNI
Utlendingur, sem komið hefur til Islands þrisvar á
þessu ári í viðskiptaerindum, sagði í sjónvarpsviðtali á
dögunum að nafnið ísland væri rangnefni. Það ætti frek-
ar að heita „Strike-land“, eða Verkfallsland. í hvert
skipti, sem maðurinn kom hingað, voru einhverjar stétt-
ir í verkfalli.
I fyrstu ferð hans í mars voru kennarar í verkfalli. I
næstu ferð hans voru það flugfreyjur og í þriðju ferðinni
voru það langferðabílstjórar. Það varð raunar til þess að
hann og aðrir farþegar komust ekki leiðar sinnar með
langferðabílum frá Keflavík til Reykjavíkur.
Hann var ekki eini farþeginn til íslands sem var
óhress með verkfall langferðabílstjóra. Aðrir, sem rætt
var við, voru æfir af reiði vegna þeirra óþæginda sem
verkfallið olli þeim. Það létu þeir óspart í ljós í viðtölum.
Til hvers að koma hingað ef takmarkanir væru á því að
komast leiðar sinnar?
Ekki þarf að fara mörgum orðum um að fréttir af
stöðugum verkföllum hér á landi skaða þá atvinnugrein,
sem vænlegust er til að skapa sem flestum vinnu á
næstu árum; ferðaþjónustuna. Flestir eru sammála um
að hún sé helsti broddur vaxtar í annars fábrotnu ís-
lensku atvinnulífi.
Fleira kemur til. Islendingar hafa haft stór orð um
nauðsyn þess að auka erlenda fjárfestingu hér á landi til
að blása lífi í atvinnulífið, auka hagvöxt, skapa fleiri
störf og draga úr erlendum lántökum. Erlendir fjárfestar
forðast hins vegar að fjárfesta í Verkfallslandi. Þeir
kjósa stöðugleikann.
Utlendingurinn, sem gaf Islandi viðurnefnið Verk-
fallsland, vissi ekki að fleiri stéttir, eins og sjómenn og
starfsmenn álversins í Straumsvík, hefðu viðrað verk-
föll. Honum fannst hins vegar nóg um þau þrjú verkföll
sem hann hafði orðið vitni að.
Komi til verkfalls í álverinu í Straumsvík væri það
lýsandi dæmi um hvernig verkfall kæmi beint í veg fyrir
erlenda fjárfestingu hér á landi. Þegar hefur verið látið
að því liggja að ekki verði af fyrirhugaðri stækkun ál-
versins leggi starfsmenn niður vinnu og loka þurfi
verksmiðjunni.
Verkföll í einkageiranum valda fyrirtækjunum oftast
miklu fjárhagslegu tjóni. Þau gera fyrirtækin fjárhags-
lega veikari og fyrir vikið eru þau verr í stakk búin til að
hækka laun og ráða fleiri í vinnu. Þess vegna eru verk-
föll afar tvíbent vopn fyrir stéttarfélög sem leggja höf-
uðáherslu á að draga úr atvinnuleysi.
Lengi hefur verið rætt um að nafnið Island væri rang-
nefni. Það ætti fremur að heita Grænland og Grænland
þá Island. En áður hefur ekki verið bent á að ísland sé
rangnefni vegna þess að það eigi að heita Verkfallsland.
ISSN 1017-3544
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir —
L J ÓSMYND ARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í
samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 875380 —
RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 875380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson —
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. eða 579 kr. á blað. — 10% iægra
áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. —
SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
5