Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 5

Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 5
RITSTJORNARGREIN ÍSLAND ER RANGNEFNI Utlendingur, sem komið hefur til Islands þrisvar á þessu ári í viðskiptaerindum, sagði í sjónvarpsviðtali á dögunum að nafnið ísland væri rangnefni. Það ætti frek- ar að heita „Strike-land“, eða Verkfallsland. í hvert skipti, sem maðurinn kom hingað, voru einhverjar stétt- ir í verkfalli. I fyrstu ferð hans í mars voru kennarar í verkfalli. I næstu ferð hans voru það flugfreyjur og í þriðju ferðinni voru það langferðabílstjórar. Það varð raunar til þess að hann og aðrir farþegar komust ekki leiðar sinnar með langferðabílum frá Keflavík til Reykjavíkur. Hann var ekki eini farþeginn til íslands sem var óhress með verkfall langferðabílstjóra. Aðrir, sem rætt var við, voru æfir af reiði vegna þeirra óþæginda sem verkfallið olli þeim. Það létu þeir óspart í ljós í viðtölum. Til hvers að koma hingað ef takmarkanir væru á því að komast leiðar sinnar? Ekki þarf að fara mörgum orðum um að fréttir af stöðugum verkföllum hér á landi skaða þá atvinnugrein, sem vænlegust er til að skapa sem flestum vinnu á næstu árum; ferðaþjónustuna. Flestir eru sammála um að hún sé helsti broddur vaxtar í annars fábrotnu ís- lensku atvinnulífi. Fleira kemur til. Islendingar hafa haft stór orð um nauðsyn þess að auka erlenda fjárfestingu hér á landi til að blása lífi í atvinnulífið, auka hagvöxt, skapa fleiri störf og draga úr erlendum lántökum. Erlendir fjárfestar forðast hins vegar að fjárfesta í Verkfallslandi. Þeir kjósa stöðugleikann. Utlendingurinn, sem gaf Islandi viðurnefnið Verk- fallsland, vissi ekki að fleiri stéttir, eins og sjómenn og starfsmenn álversins í Straumsvík, hefðu viðrað verk- föll. Honum fannst hins vegar nóg um þau þrjú verkföll sem hann hafði orðið vitni að. Komi til verkfalls í álverinu í Straumsvík væri það lýsandi dæmi um hvernig verkfall kæmi beint í veg fyrir erlenda fjárfestingu hér á landi. Þegar hefur verið látið að því liggja að ekki verði af fyrirhugaðri stækkun ál- versins leggi starfsmenn niður vinnu og loka þurfi verksmiðjunni. Verkföll í einkageiranum valda fyrirtækjunum oftast miklu fjárhagslegu tjóni. Þau gera fyrirtækin fjárhags- lega veikari og fyrir vikið eru þau verr í stakk búin til að hækka laun og ráða fleiri í vinnu. Þess vegna eru verk- föll afar tvíbent vopn fyrir stéttarfélög sem leggja höf- uðáherslu á að draga úr atvinnuleysi. Lengi hefur verið rætt um að nafnið Island væri rang- nefni. Það ætti fremur að heita Grænland og Grænland þá Island. En áður hefur ekki verið bent á að ísland sé rangnefni vegna þess að það eigi að heita Verkfallsland. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — L J ÓSMYND ARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Auglýsingasími 875380 — RITSTJÓRN: Bíldshöfði 18, sími 875380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. eða 579 kr. á blað. — 10% iægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.