Frjáls verslun - 01.04.1995, Page 14
FRETTIR
Enn breytingar á hlutafjáreign íHeklu hf:
MARGRÉT SELUR SINN HLUT
Margrét Sigfúsdóttir, eitt hinna svonefndu Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamið-
Heklu-systkina, hefur selt Tryggingamið- stöðvarinnar tekur sæti Margrétar í stjórn
stöðinni hlut sinn í fyrirtækinu. Heklu.
Margrét Sigfusdóttir,
eitt hinna svonefndu
Heklu-systkina, hefur
selt Tryggingamiðstöð-
inni hlut sinn í fyrirtæk-
inu. Hún átti þriðjung
hlutafjárins í fyrirtækinu
á móti bræðrum sínum,
Sigfúsi og Sverri. Gunnar
Felixsson, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinn-
ar tekur sæti Margrétar í
stjórn félagsins.
Fyrir rúmu ári seldi
Ingimundur Sigfússon,
fyrrum forstjóri Heklu,
systkinum sínum þremur
hlut sinn. Það voru afar
óvænt tíðindi í viðskipta-
lífinu. Ingimundur er nú
sendiherra íslands í
Bonn.
Fram hefur komið í
fjölmiðlum að til standi
að opna Heklu frekar í
framtíðinni og gera fyrir-
tækið að almennings-
hlutafélagi. Hyggjast nú-
verandi eigendur minnka
eignarhluta sinn þegar
þar að kemur.
Þess má geta að Gunn-
ar Felixsson, forstjóri
T ryggingamiðstöð var-
innar, hefur setið í svo-
nefndri framkvæmdan-
efnd vegna endurskipu-
lagningar Heklu. Hann er
því öllum hnútum kunn-
ugur innan fyrirtækisins.
tölvupappír
BREFASIMAR 554 6681 - 564 1498
SMIÐJUVEGUR 3 • 200 KOPAVOGUR
SIMAR 554 5000 - 564 1499