Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 19

Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 19
FORSÍÐUGREIN Nýrformaður Vinnuveitendasambandsins í nærmynd: SUNDKAPPIÚR SJÁVARÚTVEGI □ Ólafur Baldur Ólafsson, oft kenndur við Miðnes í Sandgerði, hefur verið valdamikill í íslensku atvinnulífi. Samt hefur hann ekki verið sérlega áberandi lafur Baldur Ólafsson er nýr Uformaður Vinnuveitendasam- bands íslands. Ólafur er oft kenndur við Miðnes í Sandgerði enda er það fjölskyldufyrirtæki, stofnað af föður Ólafs í félagi m.a. við Harald Böðvarsson sem síðar gerði garðinn frægan á Akranesi. Það kom síðan í hlut Ólafs að setjast við stjórnvölinn, þegar hann hafði lokið námi í Þýska- landi, og stýra Miðnesi hf. gegnum skerjagarð kvótakerfisins inn í nútím- ann. Flestir munu sammála um að Ólafur hafi sýnt aðgæslu og fag- mennsku í því starfi og náð að verja fleytuna áföllum í ólgusjó. Ólafur Baldur Ólafsson er fæddur 10. júlí 1945. Hann er næs- tyngstur í sínum systkina- hópi sem telur alls sex. Elstur var Jón Gunnlaugur sem lést 1934, aðeins þriggja ára, þá Jón Ægir framkvæmdastjóri, f. 1936, Gunnar Þór framkvæmda- stjóri, f. 1938, ÁsgeirBragi, f. 1943, Ólafur Baldur, f. 1945 og yngst er Guðlaug Nanna, f. 1948. Foreldrar þessa mannvænlega hóps voru hjónin Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri á Akra- nesi, og Lára Guðmunds- dóttir sem var einnig frá Akranesi. Ólafur Baldur er kvæntur Hildi Guðmundsdóttur hús- móður en hún er dóttir Guðmundar Björnssonar augnlæknis og Kristínar Benjamínsdóttur konu hans. Ólafur og Hildur eiga eina dóttur, Kristínu NÆRMYND Láru, sem er við nám. Þau voru fyrst um sinn búsett í Sandgerði og fluttu rétt um 1980 í glæsilegt einbýlishús við Heiðarbrún þar í bæ. ÓLST UPP í REYKJAVÍK Ólafur Baldur ólst upp í Reykjavík og var búsettur þar öll sín uppvaxtar- NUVERANDI0G FYRRVERANDI Núverandi og fyrrverandi formaður VSÍ, Ólafur B. Ólafsson og Magnús Gunnarsson. Þeir eru miklir vinir og hafa þekkst lengi. ár. Hann, eins og öll systkinin, dvaldi mörg sumur í sveit á Ytri-Leirárgörð- um í Leirársveit skammt ofan við Akranes. Miðnes var upphaflega stofnað sem sameignarfélag af Ólafi Jónssyni, Haraldi Böðvarssyni og Sveini Jónssyni en Ólafur og Sveinn keyptu Harald út úr fyrirtækinu og stofnuðu Miðnes hf. í nóvember 1941. Undir handleiðslu Ólafs og félaga hans óx fyrirtækið og dafnaði og þegar bátaflotinn var stærstur taldi hann 10 vertíðarbáta. Ólafur og bræð- ur hans unnu allir í fjölskyldufyrirtæk- inu eins fljótt og þeir höfðu aldur til, eða um 10-11 ára aldur og öll sumur með skólanámi. Fjölskyldan eignaðist hús í Sandgerði og bjó þar oft öll á sumrum en hafði vetursetu í Reykjavík utan hvað heimilisfaðirinn var einatt langdvölum suður í Sandgerði. Synirnir ólust því upp við almenn störf til sjós og lands og einn þeirra, Ásgeir, varð skipstjóri. TÆKNIFRÆÐINGUR FRÁ ÞÝSKALAND! Ólafur varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1965 og hleypti heimdraganum til Þýskalands strax að loknu stúdentsprófi og nam tækni- fræði við Fachhochschule fur Teknik í Mannheim og lauk prófi þaðan 1969. Að TEXTI: PflLL ASGEIRSSON MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.