Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 20

Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 20
FORSIÐUGREIN því loknu stundaði hann nám í rekstr- artæknifræði við Fachhochschule fiir Wirtschaft í Pforzheim og lauk því 1970. Þá hóf hann störf sem rekstrar- tæknifræðingur hjá KSB AG dælu- framleiðanda í Frankenthal í Þýska- landi og starfaði þar í tvö ár en jók jafnframt við menntun sína með því að sækja Seminar fur Industrial Engin- eering seinna árið. Ólafur settist ekki að með þýskum en sneri heim 1973 og hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Miðnesi í Sand- gerði sem framkvæmdastjóri sama ár. KUNNIVEL VIÐ SIG Á MEÐAL PÝSKRA Ólafur kunni mjög vel við sig meðal þýskra og hefði trúlega sest þar að en fjölskyldan, sérstaklega Gunnar bróðir hans, lagði nokkuð að honum að koma heim og leggja fjölskyldufyr- irtækinu lið enda voru frumherjamir teknir að eldast og Sveinn Jónsson, meðeigandi Ólafs föður þeirra, orðinn heilsulítill. 1976 til 1990 var Ólafur B. einnig framkvæmdastjóri Keflavíkur hf. sem var fiskvinnslu og útgerðar- fyrirtæki í Keflavík í eigu Miðness. Keflavík hætti fiskvinnslu 1983 eftir bruna og hefur nú verið lagt niður og eignir þess seldar Keflavíkurbæ. Fyrirtækin voru sameinuð 1990 og síðan hefur aðeins Miðnes hf. verið rekið á snærum fjölskyldunnar. Mið- nes hf. velti rúmum milljarði árið 1993 en þá var 18 milljón króna tap á rekstrinum. Um 160 ársverk eru hjá Miðnesi sem gerir út togarana Ólaf Jónsson GK og Svein Jónsson KE, bátana Geir goða GK og Jón Gunn- laugs GK og nótaskipið Keflvíking. Samanlagður kvóti skipanna í þorsk- ígildistonnum er 5.991 tonn. Þó staða Miðness teljist ágæt og fyrirtækið með þeim öflugri í þessari atvinnugrein á Suðumesjum hafa undanfarin ár verið tímar samdráttar og niðurskurðar. „Þetta hafa verið erfíðir tímar og við töpuðum miklu fé,“ segir Gunnar Þór bróðir Ólafs sem tekur fram að einhugur hafi ríkt um stjórn Ólafs á fyrirtækinu á þessum erfiðleikatím- um. „Við höfum alltaf verið sammála og þótt við höfum ekki verið það í upphafi höfum við aldrei hætt fyrr en því er náð.“ Bræður Ólafs, þeir Jón Ægir og Gunnar Þór, starfa báðir hjá Miðnesi. Jón Ægir er útgerðarstjóri en Gunnar er stjórnarformaður. Fjórði bróðir- inn, Ásgeir, er óvinnufær eftir bílslys í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. HEFUR TEKIÐ VIRKAN ÞÁTT í STJÓRNUN ÝMISSA FÉLAGA Ólafur hefur tekið virkan þátt í við- skiptalífmu með þátttöku og setu í stjórn ýmissa samtaka, félaga og fyrirtækja. Hann var í stjóm Hafskips hf. 1974-1985, lengst af varaformað- ur. Hann hefur setið í stjóm Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna frá 1975 og verið varaformaður þeirra sam- taka frá 1985. Hann hefur verið for- maður Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi frá 1976. Hann átti sæti í stjóm Utvegsmannafélags Suð- urnesja frá 1976 til 1985 og í stjóm Skipaafgreiðslu Suðumesja frá 1976. Hann hefur setið í stjóm Samlags skreiðarframleiðenda frá 1976 og verið formaður þess frá 1991. Ólafur- hefur setið í stjóm Coldwater Sea- food frá 1978, Verslunarráði frá 1978 og í stjóm Stjómunarfélags íslands sat hann 1978 til 1982. Hann settist í stjórn Vinnuveitendafélags Suður- nesja 1984 og varð formaður þar 1991. Hann hefur setið í stjóm Vinnuveit- endasambands íslands frá 1985 og í stjórn Verðjöfnunarsjóðs frá 1990. Hann er varaformaður í stjóm Olíufé- lagsins, ESSO. Þessi mikla þátttaka Ólafs í stjórn- um fyrirtækja og samtaka hefur orðið til þess að hann er stundum í gamni kallaður „varaformaður íslands". HANN ERAFAR METNAÐARFULLUR „Hann er mikill félagsmálamaður og hefur mikinn metnað á þessu sviði eins og öðrum. Þama sést vel hvemig hann vinnur. Hann kemur sér velfyrir, hávaðalaust, og vinnur jafnt og þétt að einhverju marki sem ekki er víst að neinn viti um nema hann og hættir ekki fyrr en hann nær því,“ segir maður sem þekkir Ólaf vel og hefur unnið með honum. Ólafur er mjög vinnusamur maður og agaður í vinnubrögðum og nefna sumir þýskan aga og nákvæmni í þessu sambandi. Hann byijar hvem vinnudag klukkan sjö á því að fara í sund og taka röskan sundsprett en Ólafur var mjög liðtækur sundmaður á sínum yngri árum og keppti í sundi fyrir ÍR. Hann hefur jafnan lifað reglu- sömu lífi og hefur mikinn áhuga á íþróttum og þegar vinnan leyfir vill hann helst bregða sér á skíði eða í gönguferð. VINNUR LANGAN VINNUDAG Hann vinnur langan vinnudag eins og gefur skilja um mann sem gegnir svo mörgum og fjölþættum trúnaðar- störfum. Mörgum finnst kvóti hans í þeim efnum vera fullur og tæplega á hann bætandi enda mun hann, sam- kvæmt heimildum Fijálsrar verslun- ar, losa sig við stjómarsetu í SH, fari sem horfir að hann taki við for- mennsku í VSÍ. „Hann er heiðarlegur, vinnusamur og tryggur,“ segir Gunnar Már Ólafs- son, bróðir hans, þegar hann er beð- inn að lýsa bróður sínum. EKKIHARÐSTJÓRIEN MEÐ ÍHALDSSAMAN STJÓRNUNARSTÍL „Hann er enginn harðstjóri en telst sennilega hafa íhaldssaman stjórnun- arstíl. Þetta eru þau gildi sem okkur voru innrætt í uppeldinu; íhaldssemi, vinnusemi og dugnaður." Þegar frístundir gefast frá vinnu og fundasetum sinnir Ólafur fjölskyldu sinni en hann er jafnframt félagi í Rot- aryklúbb Keflavíkur. Þar hefur hann getið sér gott orð en ólíkt öðrum víg- stöðvum ekki tekið að sér nein sér- stök embætti og er t.d. ekki varafor- maður klúbbsins. Þeir bræður, Jón Ægir, Ólafur IHann kemur sér vel áfram, hávaðalaust, og vinnur jafnt og þétt að einhverju marki, sem ekki er víst að neinn viti um nema hann, og hættir ekki fyrr en hann nær því. 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.