Frjáls verslun - 01.04.1995, Page 30
STJORNUN
Frjáls verslun ræðir við Alex Sozonoff, aðstoðarforstjóra Hewlett-Packard:
VIÐNQ ITUM SV0NEFNDA r
npNAI R nYR“ QTinRNIIN
ii l/TH ylJvnliUli
Erum ekki með gamaldags kerfiþar sem starfsmenn hugsa um
það eitt að þóknast yfirmönnum sínum. Hver sem ergetur sagt skoðun sína.
Á efasemdir er hlustað
□ lex Sozonoff, einn af aðstoðar-
forstjórum Hewlett-Packard
stórfyrirtækisins, var staddur
hér á landi á dögunum vegna 10 ára
afmælis HP á Islandi. Sazonoff er
æðsti yfirmaður þess sviðs fyrirtæk-
isins sem sér um sölu og dreifingu á
PC-tölvum og prenturum í heiminum
og hann er í hópi tíu æðstu yfirmanna
þessa risavaxna fyrirtækis sem hefur
tæplega 100 þúsund manns í vinnu og
veltir rúmlega 30 milljörðum
bandaríkjadala árlega, eða
tæpum 2000 milljörðum ís-
lenskra króna. Það eru um át-
jánföld íslensku fjárlögin! 53%
af öllum pöntunum sem koma
til Hewlett-Packard heyra
undir svið Sozonoffs.
Sozonoff er 57 ára gamall.
Hann fæddist í Hollandi en er
af rússnesku bergi brotinn,
faðir hans var Rússi og móðir
hans Hollendingur af rúss-
neskum uppruna. Hann talar
reiprennandi rússnesku.
Þegar hann var nokkurra mán-
uða gamall fluttist fjölskyldan
til Belgíu þar sem þau dvöldust
þangað til Alex var 16 ára en þá
fluttist fjölskyldan aftur til Hol-
lands. Hann stundaði nám
bæði í Hollandi og Bandaríkj-
unum og hefur próf í hagfræði
og tölvunarfræðum.
Eftir nám hóf Sozonoff störf
hjá fyrirtæki sem hét F&M
Scientific en það fyrirtæki
framleiddi efnagreiningatæki.
MYNDIR: BRAGIJÓSEFSS0N
öðrum á sínum tíma. Hún þykir enn í
dag með merkilegustu uppfinningum í
sögu Hewlett-Packard. Hann var í
sex ár í Bandaríkjunum en fór síðan
aftur til Genf og gerðist yfirmaður
sölu og deifingar tölvuframleiðslu HP
í Evrópu. Fyrir tveimur árum síðan
var hann svo gerður að framkvæmda-
stjóra sama sviðs fyrir HP á heims-
vísu.
ÆVINTÝRALEG UPPBYGGING
HEWLETT-PACKARD
Uppbygging Hewlett-Pack-
ard fyrirtækisins hefur verið
ævintýraleg síðustu áratugi og
ekkert lát virðist á velgengn-
inni. Sozonoff segir að pantan-
ir aukist stöðugt og sé fyrri
helmingur þessa árs borin
saman við fyrri helming þess
síðasta sé aukningin 27% og
útlitið gott. Veltuaukning
fyrirtækisins á ári hafi verið 5
til 6 milljarðar bandaríkjadala
síðustu árin, sem sé stórkost-
legur árangur fyrir svo gamal-
gróið fyrirtæki.
„Við njótum enn góðs af
þeirri framtíðarsýn sem frum-
kvöðlar fyrirtækisins höfðu.
Það ríkir mjög góður andi í
fyrirtækinu og starfsmennirnir
hafa mikið frelsi til að skapa og
koma með góðar hugmyndir.
Við leggjum mikla áherslu á að
viðhalda því. Stjórnendur
fyrirtækisins hafa í gegnum
tíðina haft góða sýn og tekið
Hewlett-Packard keypti síðar F&M
og þannig hóf Sozonoff störf hjá HP
árið 1967. Hann hefur verið meira og
minna hjá fyrirtækinu í 28 ár. Sozon-
off hefur verið hjá HP síðustu tíu árin
samfleytt.
í upphafi hafði Sozonoff aðsetur í
Genf en var fljótlega kallaður til
Bandaríkjanna til að hafa yfirumsjón
með markaðssetningu á HP 35 vasa-
reiknivélinni en sú þótti skara fram úr
Sozonoff er 57 ára og af rússnesku bergi brotinn.
Velta Hewlett Packard er átjánföld íslensku fjár-
lögin. Rúmlega helmingur allra pantana heyra
undir svið Sozonoffs.
30