Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 40

Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 40
FJARMAL ARÐSEMI EIGIN FJÁR Warren Buffett leggur meiri áherslu á arðsemi eigin fjár en hagnað á hlutabréf. í stefnumörkun Coca-Cola fyrir níunda áratuginn, sem Goizueta var maðurinn á bak við, var fast að orði kveðið um þá starfsemi fyrirtækisins sem bæri sig ekki og sem skilaði ekki nægilegri arðsemi eigin fjár; hún yrði einfaldlega lögð niður. Paul Austin þótti með leiðinlega hegðun sem stjórnandi. Hann þótti óaðgengilegur og erfitt var fyrir starfsmenn að nálgast hann og segja honum skoðun sína. Fyrirtæki mega ekki vera stofnanir heldur verða þau að vera lifandi vinnustaðir eigi þau að ná árangri. Til viðbótar þótti eiginkona Pauls Austin, Jeane, hafa bæði of mikil og truflandi áhrif á starfsemina. Hún lét innrétta og hanna aðalskrifstofur fyrirtækisins upp á nýtt. Hún kvartaði yfir því að starfsmenn gengju illa um lystigarðinn við aðalskrifstofumar í hádeginu og takmarkaði aðgang þeirra að honum. Þetta hafði áhrif á starfsandann; hann hafði aldrei verið svo slæmur. Svo vár komið að hinn háaldraði Robert Woodruff, formaður stjómar- innar, hafði heyrt nóg. Þrátt fyrir að hann væri orðinn 91 árs lét hann til skarar skríða. Hann rak Paul Austin úr forstjórastólnum og réði Roberto Goizueta í staðinn. Þetta var árið 1980. Goizueta, sem alinn var upp á Kúbu, var fyrsti forstjóri fyrirtækis- ins sem var af erlendu bergi brotinn. Hann og Paul Austin voru með ólíkan stíl. Goizueta þótti opinn og aðgengi- legur. Hinn nýi leiðtogi hvatti stjómendur sína til að taka áhættu. Hartn vildi að fyrirtækið ræktaði forystuhlutverk sitt á markaðnum, væri virkt og léti til skarar skríða í samkeppninni en drægi ekki lappirnar eins og einhver stofnun. Hann byrjaði á að skera nið- ur í kostnaði og krafðist hámarks- hagnaðar af öllum fjárfestingum sem fyrirtækið færi út í. Árangurinn lét ekki á sér standa. Með breyttum stjórnunarstíl var kominn meiri keppnisandi inn í fyrirtækið og innvið- ir þess styrktust, hagnaður starfsem- innar fór upp. Niðurstaða: Hinn nýi leiðtogi, og stfll hans, urðu ekki aðeins til þess að Warren Buffett kom auga á Coca- Cola sem fjárfestingarkost - Goizueta féll afar vel inn í mynd hans um góða stjórnendur. FJÁRMÁLAREGLUR - ÁKVARÐANIR SEM FYRIRTÆKI ÞURFA AÐ VIÐHALDA 7. LEGGIÐ ÁHERSLU Á ARÐSEMI EIGIN FJÁR. EKKIHAGNAÐ Á HLUTABRÉF Warren Buffett leggur meiri áherslu á arðsemi eigin þár en hagnað á hlutabréf. í stefnumörkun Coca- Cola fyrir níunda áratuginn, sem Goizueta var maðurinn á bak við, var fast að orði kveðið um þá starfsemi fyrirtækisins sem bæri sig ekki sjálf og sem skilaði ekki nægilegri arðsemi eigin fjár; hún yrði einfaldlega lögð niður. Ennfremur sagði að öll ný starfsemi yrði að eiga möguleika á miklum vexti svo hún væri réttlætan- leg. Stefnumörkunin var ekki bara orð- in tóm. Það var hafist handa. Vín- framleiðslan var seld til Seagrams ár- ið 1983 sem liður í að fækka óarðbær- um einingum. Þrátt fyrir að arðsemi eigin ijár hjá Coca-Cola hafi verið um 20% á áttunda áratug undir stjóm Pauls Austin var Goizueta ekki ánægður. Hann vildi meira. Og viti menn, árið 1988, þegar Warren Buf- fett keypti sinn fyrsta hlut í fyrirtæk- inu, var arðsemi eigin fjár orðin 31,8%. Warren Buffett keypti vegna þess að hann trúði á að þessi mikla arðsemi héldi áfram undir stjóm Goizueta og sú hefur orðið raunin. 8. ÓRÁÐSTAFAÐUR HAGNAÐUR KOMIFRAM í HÆRRA MARKAÐSVIRÐI Þetta telur Warren Buffett skipta afar miklu máli. Ekki dugi að halda eftir hagnaði innan fyrirtækja nema hluthafar njóti þess ríkulega í hærra markaðsverði bréfanna. A þessu varð mikil breyting eftir að Goizueta tók við. Hin mikla arðsemi eigin íjár, undir hans stjóm, endurspeglaðist fljótt í markaðsverði Coca-Cola. Það var 4,1 milljarður dollara árið 1980 en var komið í 14,1 milljarð dollara í lok árs- ins 1987 þrátt fyrir hið fræga verð- hrun í Wall Street í október 1987. Markaðsvirði fyrirtækisins jókst um 19,3% á ári á þessum sjö árum. Og nóta bene; hver 1 dollar, sem skil- inn var eftir í fyrirtækinu í formi óráð- stafaðs hagnaðar, gaf af sér aukið 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.