Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Page 76

Frjáls verslun - 01.04.1995, Page 76
UTVEGGJAKLÆÐNING sprautað í netið, gjaman í tveimur lögum, þannig að múrlagið verður 15- 25 mm þykkt. Hægt er að fá mismun- andi áferð á múrkerfið, m.a. slétthúð- un, steiningu og hraunhúðun. Mynd 4. sýnir Hofsstaðaskóla í Garða- bæ sem er klæddur að utan með íslensku múrkerfi sem er slétt- húðað og málað. Teiknistofan Uti og Inni teiknaði húsið, en kerfið er framleitt af íslenskum múrvörum. Nokkuð er um erlendar akrylmúr- klæðningar hérlendis, aðallega frá STO og ISPO í Þýskalandi. Treg- tendranleg polystyren plasteinangr- un er límd á útveggina og boltuð með múrtöppum eftir þörfum. Síðan er sementsbundið akryllím dregið upp á plastið, glertrefjanet lagt í límið og að lokum er litaður akrylmúr, sem myndar endanlega áferð útveggj- anna, dreginn yfir límið og netið. LOFTRÆSTAR KLÆÐNINGAR Loftræstar útveggjaklæðningar. Mismunurinn á loftræstri og óloft- SAGA ÚTVEGGJAKUEÐNINGA Saga útveggjaklæðninga hófst með torfhúsum aga útveggjaklæðninga hefst með torfhúsum, sem al- mennt voru byggð af miklum vanefnum en byggingarefnið var að- allega grjót, torf og timbur. Timbur var notað í burðarvirki og til að þilja af herbergi, hleðslugrjót var notað sem burðarefni í útveggjunum, en torf sem veðurvöm og einangrun á útveggjum. í landshlutum þar sem rigningar vora tíðar voru útveggir gjarnan hafðir með meiri fláa og þaktir grasi. Hér var einnig kominn fyrsti vís- irinn að því að leysa lekavandamál landsmanna, sérstaklega í torfhús- um sem fengu lítið viðhald. Ending torfhúsanna var háð því hversu mik- ill raki safnaðist fyrir í hleðslunni og frostálagi. Húsin þurftu stöðugt við- hald til að hægt væri að nota þau sem hýbýli og oft þurfti að endur- nýja útveggina að einhverju eða öllu leyti. Þök nokkurra nútímahúsa hafa verið klædd með torfi, en útveggir að takmörkuðu leyti. A mynd nr. 1 eru gömul fjár- hús á Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Útveggimir eru hlaðnir úr grágr- ýti, torfi og að hluta með klömbru- hleðslu, en burðarvirki þaksins og klæðning er úr timbri. Hlaðan á Ingveldarstöðum var byggð á sama hátt og fjárhúsin og er að hruni komin en á myndinni hér að neðan sést suðurveggur á hlöðunni sem er nánast ónýtur. Húsakostur landsmanna var næsta frumstæður þar til bygging timbur- og steinhúsa hófst, en fyrsti vísirinn að útveggjaklæðningum timburhúsa kemur með loftuðum vatns- eða skarklæðningum úr timbri, þar sem grind útveggjanna var almennt klædd með pappa og borða- klæðningu þar yfir. Reynsla okkar af timburhúsum er ágæt, en helsti „Akkilesarhæll" þeirra var hversu Fjárhús á Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Mynd 1 óþétt þau voru, sem var þó kostur út af fyrir sig þar sem næg útloftun var á timbrinu og því lítil hætta á fúa- skemmdum í grind og klæðningu. Þegar svo „áræðnir menn“ hófu að betrumbæta húsin með því að fylla í holrúm grindanna með einangrun, án þess að gera frekari ráðstafanir, m.a. með því að koma fyrir rakasperru inn- an á útveggjum, dró úr loftflæði um timbrið í útveggjunum og utanaðkom- andi raki frá slagregni og raki, sem þéttist í einangrun útveggja, safnaðist fyrir í tréverkinu sem skemmdist af völdum fúa á tiltölulega skömmum tíma. í lok nítjándu aldar hófst innflutn- ingur á bárujárni til íslands. í fyrstu var það eingöngu notað sem klæðn- ingarefni á þök en seinna var farið að klæða útveggi með bárujámi. Báru- jámið, sjá mynd nr. 3, hafði mikil áhrif á byggingarhætti landsmanna og náði útbreiðslu í byrjun tuttug- ustu aldarinnar þar sem það hentaði vel íslenskri veðráttu. Reynsla okk- ar af klæðningu útveggja með báru- jámi er mjög góð og bárujámið hefur þegar sannað gildi sitt sem loftræst klæðning og veðurvöm. Eftir 1930 og fram til dagsins í dag hefur steypa lengst af verið aðal- byggingarefnið hér á landi. Steypu- skemmdir voru lítið þekktar meðal almenn- ings þar til Rannsóknar- stofnun byggingariðnað- arins gaf út rit um steypu- skemmdir eftir dr. Ríkharð Kristjánsson árið 1979. Eftir útgáfu ritsins fór að breiðast út þekking á því hvernig viðhaldi og viðgerðum skyldi háttað á alkalí- og frostskemmdri steypu og ennfremur var farið að huga að því hvemig hægt væri að takmarka eða koma í veg fyrir steypuskemmdir. SORGARSAGAÍSLENSKS BYGGINGARIÐNAÐAR Saga íslensks byggingariðnaðar er því miður ein sorgarsaga síðustu áratugina og steypuviðgerðir hafa oft ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Húseigendur hafa marg- ir gefist upp á viðgerðum, einkum vegna lekavandamála og frost- skemmda í steypu og nú stefnir í að útveggir eldri húsbygginga á stórum svæðum í Reykjavík verði einangr- aðir og klæddir að utan. Byggingar- gallar og steypuskemmdir eru út- breiddar í byggingum sem eru byggðar á árunum 1965-1985. 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.