Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 80
UTVEGGJAKLÆÐNING
Mynd 6. Sundlaugin í Árbæ.
Mynd 7. Sunnuhlíð, hús aldraðra í Kópavogi.
til sín verktaka, jafnvel réttindalausa,
og sleppa ráðgjöf og teikningum
hönnuða, þannig að fallegt steinhús
breytist stundum í illa klædda hús-
byggingu.
VIÐHALDIER EKKILOKIÐ
Margur húseigandinn heldur að
viðhaldi sé lokið með því að klæða
útveggi, en svo er ekki. Flestar
klæðningar þurfa ákveðið viðhald,
t.d. málun, viðgerðir í kringum
glugga og yfirferð á festingum. Við-
haldsleysi þeirra hefur hins vegar í för
með sér hærri kostnað þegar upp er
staðið og dæmi eru um að húseigend-
ur hafi endurnýjað illa skemmdar
klæðningar með miklum tilkostnaði,
án þess að finna rót vandans. Þessi
mál breytast vonandi í náinni framtíð,
þar sem þyggingarfulltrúinn í Reykja-
vík hefur gert kröfu um að húseigend-
ur og hönnuðir geri úttekt á ástandi
hússins og nákvæma grein fyrir því
hvers vegna verið sé að klæða húsin.
í þessari grein minni hef ég stiklað
á stóru um útveggjaklæðningar frá
því að byggð hófst, en aðalmarkmiðið
er að benda lesandanum á að betri ár-
angur næst með góðri hönnun og
undirbúningsvinnu. Betra er að spara
krónuna og henda aurunum í undir-
búningi og hönnun.
Heimildir:
Heimildir Saga Reykjavíkur, Reykjavíkurborg
og Guðjón Friðriksson 1991.
Loftræstar útveggjaklæðningar, Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins, frumdrög eftir
Jón Sigurjónsson og Björn Marteinsson.
Ig S.HELGASONHF STEiNSMIÐJA
I SKEMMUVEGI 48 SÍMI 76677
80