Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 84

Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 84
ELDHUSINNRETTINGAR Kirsuberjaviður hefur verið vinsæll undanfarið og má segja að þessi innrétting sé dæmigerð fyrir innréttingu sem nýtur þess að sjást víða að úr íbúðinni. Innréttingin var hönnuð 1989 og var geymd í sýningarsal í kjallara Brúnás innréttinga þangað til hún komst í tísku um 1992. liti í eldhúsinnréttinguna. Hjá þeim er boðið upp á nokkra liti. „Við leiðbein- um fólki í litavali og seljum t.d. ekki skæra liti. Við köllum litina okkar „sí- græna“, þ.e. þeir eru svolítið demp- aðir og eru valdir í samræmi við viðar- tegundirnar. Það er hætta á því að fólk verði fljótt leitt á skærum litum þó að því finnist þeir frískir og skemmtilegir til að byrja með,“ sagði Dóra. Að mati viðmælenda okkar þorir fólk meira að vera það sjálft þegar það er að hanna eldhúsin sín. Persónuleiki íbúanna kemur auðvitað fram í því hvernig það vill hafa eldhúsið. Tíðar- andinn leyfir að fólk sé heimilislegt og hjá sumum er svolítil hippastemning í tísku, þ.e. opnar hillur þar sem settar eru alls kyns krúsir og krukkur. Ragnheiður Sverrisdóttir, innan- hússarkitekt hjá Ikea, sagði að þau seldu talsvert af innréttingum úr gamaldags furu og með þeim glugga- hurðir í sveitastíl. Bæsaður viður er einnig vinsæll hjá ákveðnum hópi fólks. í sama streng tók Sigrún Reynis- dóttir, arkitekt hjá Fit, sem flytur inn innréttingar frá Kvikk í Danmörku. Henni finnst eins og áhugi fyrir furu- innréttingum sé að aukast en í Dan- mörku hefur selst mikið af furu und- anfarið. „Fólk leitar aftur í gamla stíl- inn og er opnari fyrir því að velja sér það sem því líkar best sjálfu. Nýlega fengum við t.d. bæsað birki og margir hafa sýnt því áhuga. Hægt er að fá skápana hjá okkur samsetta og flest- um þykir það þægilegra en að fá í hendur spýtnabunka sem það verður að setja saman sjálft,“ sagði Sigrún. Límtré í borðplötum er til í öllum viðartegundum og það efni er t.d. mun mýkra og hlýrra heldur en gran- ít, sem einnig er vinsælt en er mun dýrara. Harðplast er þó lang algeng- asta efnið og í vandaðri innréttingum er settur massívur viðarkantur á borðplötuna í sömu viðartegund og er í innréttingunni. Viðarborðplötur þarfnast talsverðs viðhalds ef þær eiga að vera fallegar og hafa vinsældir þeirra minnkað þess vegna. Á milli borðplötu og efri skápa var algengt að hafa flísar en nýlega var farið að setja við á þetta svæði, þann sama og í innréttingunum eða sama efni og í borðplötu. Nú eru flísar hins vegar að verða vinsælar aftur en þær eru minni en áður, 10x10 sm eða jafn- vel 5x5 sm. Mósaík hefur einnig verið að skjóta upp kollinum en það var mjög vinsælt fyrir um 30 árum. Fyrir nokkrum árum fóru íslenskir hönnuðir að setja halógenljós undir efri skápa í stað flúorljósa sem áður voru algengust. f nýjum eldhúsum eru helluborð og bakarofn oftast aðskilin og er ofninn oftast uppi á vegg í góðri vinnustell- ingu. Þar sem nægilegt pláss er hefur verið vinsælt að hafa eldunartækin í sérstöku frístandandi borði eða „eyju“. Litur á eldunartækjum er val- 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.