Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 94

Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 94
HEIMILISTÆKI HEIMILSTÆKI Orkusparnaður og umhverfisvernd eru nú höfð að leiðarljósi Qólk, sem komið er yfir miðjan aldur, hefur flest upplifað stór- stígar breytingar á tækjakosti eldhússins enda hefur þróun í fram- leiðslu heimilistækja verið ör frá stríðslokum. En hversu lengi er hægt að betrumbæta og þróa heimilistæk- in? Við spurðum seljendur heimilis- tækja hvað væri að gerast í fram- leiðslu og sölu tækja til notkunar í eldhúsinu. Orkuspamaður er helsta einkennið á þróun tækja undanfarin ár þar sem áhersla er lögð á minni rafmagns- eyðslu þeirra. íslendingar eru sér ekki eins meðvitaðir um nauðsyn þess að spara rafmagn og flestar þjóð- ir heims og því sjáum við kannski ekki tilgang í að kaupa dýrari tæki sem helst hafa þá kosti að þau eyða minna rafmagni. Umhverfisvernd er einnig mikil- vægt hugtak við þróun og framleiðslu á tækjum til heimilisins og þar stönd- um við iðnríkjunum einnig að baki hvað varðar almenna meðvitund. Sums staðar er framleiðendum gert skylt að hafa umbúðir þannig að auð- velt sé að farga þeim og jafnvel að taka þær til baka og spara neytendum þannig sorphirðugjald sem víða þarf að greiða. Mikilvægur þáttur í um- hverfisvemd er einnig að hætt er að hafa freon í ísskápum en 1992 sam- þykkti Evrópusambandið að bannað yrði að framleiða ísskápa með freoni frá og með áramótum 1994 og 1995. Þjóðverjar hafa verið mjög sterkir í framleiðslu á heimilistækjum en þegar talað var við íslenska innflytj- endur kom í ljós að vegna verri kjara almennings hér á landi undanfarin ár hefur sala á þýskum gæðatækjum verið tregari. Gengishækkun þýska marksins hefur einnig haft áhrif á verð þessara tækja til hækkunar en inn- flytjendur hafa tekið þá hækkun á sig að einhverju leyti. Þegar góðum hagvexti er spáð hér á landi er fólk yfirleitt fljótt að taka við sér. Um leið og bjartsýni eykst fer fólk að kaupa dýrari tæki og sögðust seljendur nú verða varir við örlítinn kipp í byggingariðnaði. Þeir eiga því von á aukinni sölu þegar farið verður að innrétta þær íbúðir sem nú eru í byggingu. ELDAVÉLAR - OFNAR - HELLUBORÐ Þó að ódýr eldavél geri sama gagn og dýrari má finna muninn á ýmsan hátt. Gæðmunurinn felst í samsetn- ingunni og ýmsum ytri hlutum - lamir eru t.d. betri þannig að of- nhurð verður þéttari í dýrari tækjum og takkarnir eru traustari því þeir eru gerðir úr þykkara plasti en í ódýrari tækjum. A dýrari tækjum eru einnig mun fleiri notkunar- möguleikar og ýmsar tækni- legar útfærslur sem ekki eru á þeim ódýrari. Að hita potta á hellum, steikja og baka í ofni er hlut- verk eldavélanna. En ekki er sama eldavél og eldavél. Ýmsar útfærslur eru til af þessu tæki sem ýmist er í einu lagi eða aðskilið sem ofn og helluborð. Einn viðmæl- andi okkar taldi að salan hjá sér væri um 60% í heilum eldavélum og 40% tvískipt- um. Eldavélahellur eru enn framleiddar á venjulegan hátt Helluborð með spansuðuhellum er nýjung á markaðnum. Hellan hitnar ekki nema að pottur með segulsviði sé settur á hana. Eins og sést á þessari mynd sýður vatnið en blaðið hitnar ekki. TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.