Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 111

Frjáls verslun - 01.04.1995, Síða 111
dæmi og sér lögreglan á hverjum stað um að fylgja flutningabflnum. Þannig tæki Selfosslögreglan við af Reykja- víkurlögreglunni á sýslumörkunum á Hellisheiðinni og lögreglan á Hvols- velli biði samkvæmt því eftir Selfoss- lögreglunni við Þjórsárbrúna. Ef farið er með sumarhús frá Reykjavík norð- ur í Skagafjörð þá getur Reykjavíkur- lögreglan fylgt flutningabflnum í Hval- fjarðarbotn en þar tæki Akra- neslögreglan við. Borgames- lögreglan tæki væntanlega við stjóminni í framhaldi af því og lögreglubfll frá Blönduósi biði eftir flutningabflnum á sýslum- örkum Borgarfjarðarsýslu og V-Húnavatnssýslu á Holta- vörðuheiðinni. Loks kæmi til kasta lögreglunnar á Sauðár- króki og myndi hún fylgja flutningnum síðasta spölinn frá Vatnsskarðinu og niður í Skagafjörðinn. Eins og sjá má á þessari upptalningu þá fylgir töluverð- ur kostnaður því að flytja hús um langan veg og eins gæti kostnaðurinn hækkað veru- lega ef undirbúningur væri ón- ógur. Til þess að tryggja að ekkert óvænt komi upp á er brýnt að öll lögregluembættin, sem þurfa að koma að málinu, fái upplýsingar um flutninginn og aöit af byggingarleyfinu. Ökumaður flutningabflsins þarf einnig að hafa slíkt afrit meðferðis. RAFMAGNSLÍNUR OG HLIÐ Oftar en ekki er nauðsyn- legt fyrir eiganda sumarhúss- ins að vera búinn að kortleggja flutn- ingsleiðina og ekki er verra ef það er gert í samráði við flutningafyrirtækið. Mæla þarf hæð á brúarstólpum, hlið- staumm og hæð upp í rafmagnslínur. Það getur verið kostnaðarsamt ef nauðsynlegt reynist að kalla starfs- menn rafmagnsveitnanna út með skömmum fyrirvara. Hjá svæðis- skrifstofu RARIK á Hvolsvelli feng- um við þær upplýsingar að ef lyfta þyrfti línum vegna flutninga á sumar- húsum þá þyrfti a.m.k. tvo starfs- menn til þess verks. Ef flutningurinn ætti sér stað utan venjulegs vinnu- tíma mætti gera ráð fyrir því að greiða a.m.k. þriggja tíma útkall en gjald vegna þessarar vinnu væri rúmar 2000 krónur á tímann fyrir hvom mann og væri bfllinn innifalinn í því gjaldi. Kostnaður vegna þriggja tíma útkalls tveggja manna gæti því hæg- lega numið rúmum 12 þúsund krón- um. Ef starfsmenn RARIK eru kaflaðir til vegna flutninga frá Reykjavík og austur í Rangárvallasýslu þá bíða þeir eftir flutningabflnum á Hellisheiðinni, líkt og lögreglan, og fylgja bflnum þar til komið er framhjá hugsanlegum hindrunum. Oftast gengur það eins og í sögu að lyfta raflínunum en þess eru dæmi að starfsmenn RARIK hafi þurft að sitja aðgerðarlausir inni í bíl í fleiri klukkutíma á meðan verið var að ná í menn og tæki íil þess að taka niður pípuhlið sem reyndist vera „óvænt“ hindrun á leiðinni. Dæmi eru einnig um að arkitektar sumarhúsa og smiðir hafi gleymt að huga að því að húsið félli innan þeirra marka sem við- ráðanleg eru í flutningum. Komið hef- ur fyrir að saga hafi þurft í sundur fullbúið sumarhús og flytja það á ákvörðunarstað í tveimur hlutum á tveimur bflum. FLUTNINGABÍLL 0G KRANI Kostnaður við flutning á sumarhúsi ræðst auðvitað af vegalengdinni, sem flytja þarf húsið, og því hve langan tíma flutningurinn tek- ur. Hjá Einari & Tryggva hf. fengust þær upplýsingar að kostnaður vegna dráttarbfls og dráttarvagns gæti numið um 35 þúsund krónum fyrir flutn- ing u. þ. b. 50 km út fyrir höfuð- borgarsvæðið. Fyrir 100 km út fyrir borgina má reikna með 50 þúsund króna kostnaði og um 80-85 þúsund krónum fyrir flutning allt að 200 km leið. Svo til undantekningarlaust þarf að panta bflkrana sérstak- lega til þess að lyfta húsinu á og af bflnum. Kostnaður vegna kranabflsins er oftast heldur meiri en kostnaðurinn við sjálf- an flutninginn. Ef flytja á sum- arhúsið um langan veg þá borgar sig örugglega að nota tvo krana, sinn á hvorum staðnum, en ef vegalengdin er tiltölulega stutt þá borgar sig í flestum tilvikum að nota sama kranann. í einstaka tilvikum eru flutningabflarnir svo sjálfir með nægilega öfluga krana. Sem fyrr segir þá geta ýms- ir og óvæntir erfiðleikar tor- veldað flutninga á sumarhús- um og í sumum tilvikum getur jafnvel verið nauðsynlegt að freista þess að flytja húsin um hávetur. Til staða, sem erfitt getur reynst að komast á sumrin, er oft ágætt að komast til á vetrum ef frost er í jörðu eða harðfenni. Ef flutningabfllinn kemst ekki alla leið þá er í sumum tilvikum hægt að útbúa skíði undir húsið og draga það með jarðýtu eða öflugum snjóbfl beint á grunninn. Ef fólk gefur sér tíma og vandar undir- búninginn er allt hægt. Eins er alltaf hægt að komast hjá því að flytja sum- arhúsið en það er gert með því að byggja það á staðnum. Víða geta hlið og rafmagns- og símalínur torveld- að flutninga á sumarhúsum. Sumarhúsið híft á grunninn í „fyrirheitna land- inu“ eftir tiltölulega auðveldan flutning. Aðeins einu sinni á leiðinni þurfti að saga ofan af járn- staur í hliði til þess að flutningabíllinn kæmist leiðar sinnar með húsið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.