Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 10
Alþjóða líftryggingarfélagið fagnar þrjátíu árum um þessar mundir. Hér má sjá
forstjórann, Ólaf Njál Sigurðsson, skera afmælistertuna með starfsmönnum á af-
mælisdaginn. Faðir Ólafs, Sigurður Njálsson, aðaleigandi og stjórnarformaður fé-
Iagsins, situr til vinstri við Ólaf á myndinni.
Alþjóða líftryggingar-
félagið fagnar þrjátíu ár-
um á þessu ári. Það var
stofnað 22. janúar árið
1966 af nokkrum Islend-
ingum og breska líftrygg-
ingarfélaginu The Int-
ernational Life Insurance
Company Ltd. Félagið er
nú að fullu í eigu íslend-
inga.
Daði Friðriksson, sölu-
og markaðsstjóri Alþjóða
líftryggingarfélagsins,
segir að félagið sé með
elstu starfandi líftrygg-
ingarfélögum á íslandi og
með um 22% markaðs-
hlutdeild. Það er hlutafé-
lag. Ólíkt samkeppnis-
aðilum er það ekki í eigu
annarra vátryggingafé-
laga. Eitt íslenskra líf-
tryggingarfélaga býður
það þeim, sem ekki
reykja, hagstæðari ið-
gjöld.
Að sögn Daða hóf félag-
ið seint á árinu 1995,
fyrst íslenskra líftrygg-
ingarfélaga, sölu á Sjúk-
dómatryggingu sem er ný
persónutrygging hér-
lendis. Sjúkdómatrygg-
ingin hefur hlotið góðar
viðtökur. Hún greiðir
bætur vegna stórra að-
gerða eða við greiningu á
alvarlegum sjúkdómum,
eins og krabbameini,
hjartaáfalli, heilaáfalli
o.fl. Hægt er að hafa hana
með eða án líftryggingar.
í byrjun ársins 1996
voru á tíunda þúsund ein-
staklingar tryggðir hjá fé-
laginu.
ALÞJÓÐfl LÍFTRYGGINGAR-
FÉLAGIÐ FAGNAR 30 ÁRUM
EDDA TIL
ÍSAGA
Edda Magnúsdóttir
hefur verið ráðin sem
markaðsstjóri hjá ísaga
hf. Starfssvið hennar er
umsjón með sölu á ýms-
um gastegundum til mat-
vælaiðnaðar og fiskeldis.
Jafnframt mun hún veita
tæknilega þjónustu í
sambandi við nýja mögu-
leika á notkun gass við
framleiðslu og pökkun
matvæla.
Edda lauk masters-
námi í matvælafræði frá
Oregon State University í
Bandaríkjunum á síðasta
ári en hún tók BS próf í
matvælafræði frá Há-
skóla Islands árið 1984.
Áður en hún hélt í fram-
haldsnám til Bandaríkj-
anna 1992 starfaði hún
hjá Nóa-Síríusi og síðan
hjá Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins.
Edda Magnúsdóttir, nýráð-
inn markaðsstjóri hjá ísaga.