Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 22
FYRIRTÆKI
MERK TÍMAMÓT í SÖGU FRJÁLSRAR VERSLUNAR:
Eigendaskipti að Frjálsri verslun. Benedikt Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf., og Magnús Hreggv-
iðsson, stjómarformaður Fróða, handsala hér kaup Talna-
könnunar á Frjálsri verslun. Skrifað var undir kaupsamn-
inginn hinn 7. september sl. en Talnakönnun tók yfir rekst-
ur og útgáfu Frjálsrar verslunar um áramótin. Magnús gaf út
Frjálsa verslun frá árinu 1982 er hann keypti Frjálst fram-
tak hf.
lengstan starfsaldur allra í sögu blaðs-
ins.
SJÖTTIAÐILINN SEM
GEFUR ÚT FRJÁLSA VERSLUN
Talnakönnun er sjötti aðilinn í 57
ára sögu Frjálsrar verslunar sem gef-
ur blaðið út. Ritstjórn blaðsins óskar
Talnakönnun innilega til hamingju
með kaupin um leið og hún þakkar
gott samstarf við fyrrverandi útgef-
anda, Fróða hf. Aðaleigandi Talna-
könnunar er Benedikt Jóhannesson
BREYTINGAR GERÐAR
HÆGT OG SÍGANDI
Með nýjum eiganda
verða breytingar á blað-
inu á næstu mánuðum,
bæði útlitslega og efnis-
lega. Þær verða hins
vegar gerðar hægt og
sígandi, ekki með nein-
um hvelli. Útgáfutíðnin
verður hins vegar sú
sama og áður, eða 10
tölublöð á ári, og munu
blöðin koma út á svipuð-
um tíma og verið hefur.
Fimm blöð koma út fyrri
hluta ársins og fimm
þann seinni.
Þau Jón G. Hauksson
ritstjóri og Sjöfn Sigur-
geirsdóttir auglýsinga-
stjóri fylgja Frjálsri
verslun yfir til nýs eig-
anda. Jón hefur verið rit-
stjóri blaðsins í tæplega
fögur ár en Sjöfn hefur
verið auglýsingastjóri í
um fimmtán ár og er með
stærðfræðingur. Hann er 40 ára að
aldri.
Þess má geta að þetta er ekki í
fyrsta skiptið sem leiðir þeirra Bene-
dikts Jóhannessonar og Jóns G.
Haukssonar liggja saman. Þeir voru
bekkjarbræður í Menntaskólanum í
Reykjavík á sínum tíma.
Frjáls verslun er eitt af elstu tíma-
ritum landsins. Blaðið var stofnað af
Verslunarmannafélagi Reykjavíkur
og var blaðinu ætlað ákveðið pólitískt
hlutverk í byrjun. Á þessum árum var
VR ekki eingöngu stétt-
arfélag launþega, eins og
núna, heldur hagsmuna-
samtök allra verslunar-
manna, jafnt kaupmanna
sem afgreiðslufólks.
FYRSTA TÖLUBLAÐIÐ
KOM ÚT í JANÚAR1939
Fyrsta tölublað
Frjálsrar verslunar kom
út í janúar 1939 undir
stjórn Einars Ásmun-
dssonar, fyrsta ritstjóra
blaðsins. í fyrstu ritn-
efnd sátu Bjöm Ólafs-
son, Pétur Ólafsson og
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
í leiðara fyrsta tölubl-
aðsins kom fram að meg-
instefna blaðsins væri
barátta fyrir auknu frelsi í
viðskiptum. Þar sagði
meðal annars: „Frjáls
verslun er það sem þjóð-
in þarfnast nú mest, en
ekki klafabundin verslun,
mýld og tjóðruð með
ramótin voru merk tímamót í
sögu Frjálsrar verslunar.
Talnakönnun hf. yfirtók þá
rekstur Fijálsrar verslunar en fyrir-
tækið keypti útgáfu blaðsins af Fróða
hinn 7. september á síðasta ári. Þetta
tölublað Fijálsrar verslunar er því
sögulegt að því leyti að það er hið
fyrsta sem kemur út á vegum nýs
eiganda. Fyrir gefur Talnakönnun út
ritin Vísbendingu, sem er vikurit um
viðskipti og efnahagsmál, og Islenskt
atvinnulíf.