Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 25

Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 25
breytingar hafa verið gerðar hægt og sígandi - og án þess að mikið fari fyrir þeim. Þarf ekki annað en að skoða nokkurra ára gömul blöð til að sjá hvað munurinn er mikill. ÖRAR FRAMFARIR í PRENTTÆKNI Örar framfarir í prenttækni hafa gert kleift að setja efni Fijálsrar verslunar fram á markvissari og myndrænni hátt en áður, eins og með gröfum, ljósmyndum og línuritum. Litur hefur aukist stórlega í blaðinu og fyrir vikið er það líflegra í útliti. Þá má geta þess að flestar auglýsingar eru núna í lit en fyrir um tíu árum voru svart/hvítar auglýsingar áberandi. Þótt útlit skipti vissulega miklu máli er það engu að síður efni blaða og tímarita sem ræður úrslitum um vin- sældir þeirra. BÓKIN100 STÆRSTU Flaggskip Frjálsrar verslunar er bókin 100 stærstu, listinn yfir stærstu fyrirtæki landsins. í lauslegum könn- unum ritstjómar nefna langflestir 100 stærstu þegar þeir em spurðir út í hvað þeim detti fyrst í hug þegar þeir heyri Frjálsa verslun nefnda. Þótt listinn gangi undir heitinu 100 stærstu eru birtar upplýsingar um á sjötta hundrað fyrirtæki. Listinn hefur löngu sannað gildi sitt og er tvímæla- laust eitthvert mest lesna efni um viðskipti hérlendis. Listinn kom fýrst út árið 1977 og var þá unninn af Guðmundi Magnússyni, prófessor í hagfræði. Frjáls verslun leggur mikla vinnu í gerð listans. í upphafi sum- ars eru send út eyðublöð til um þúsund fyrirtækja og þau beðin um upplýsingar úr rekstri sínum. Tekist hefur sérlega góð sam- vinna við fyrirtæki landsins um gerð listans og em hér áréttaðar þakkir til þeirra fyrir gott samstarf. Listinn yfir stærstu fyrirtækin var fyrst gefin út í bókarformi árið 1993 og mæltist sú breyting mjög vel fyrir hjá lesendum. KANNANIR 0G MAÐUR ÁRSINS Af öðm föstu árlegu efni í Fijálsri tölublað °Frí?lára“ vel fvrir Dreyting mæist sérIega er eitt vinsælasta verslunar. igg verslun má nefna skoðanakönnun blaðsins um vinsælustu fyrirtækin, könnun á tekjum einstaklinga og ein- stakra tekjuhópa og útnefningu á manni ársins í viðskiptalífinu í sam- vinnu við Stöð 2. Um síðustu áramót var Össur Kristinsson, stoðtækja- fræðingur, uppfinningamaður og að- aleigandi Össurar hf., útnefndur mað- A SIÐASTA ARI r&m+w.-í-um Þab margborgar sig að gerast áskrifandi ab Frjálsri verslun: HAGNAÐUR AF ÁSKRIFT UM 2.700 KRÓNUR Á ÁRI Það margborgar sig að gerast áskrifandi að Fijálsri verslun í stað þess að kaupa blaðið í lausasölu. Hagnaðurinn af áskriftinni nemur um 2.700 krónum á ári, það er sá afsláttur sem áskrifendur, er greiða með greiðslukorti, fá á ári. Áskrift að Frjálsri verslun kostar aðeins rúmar 5.500 krónur á ári sé greitt með korti. Inn- ifalið í því verði eru 10 tölublöð á ári, þar af er bókin 100 stærstu sem kostar 1.999 Hagstæðast er að greiða með korti. krónur í lausasölu. Það er því eftir miklu að slægjast með áskrift. Ef greitt er með korti kostar Frjáls verslun aðeins 2.605 krónur í áskrift fyrri hluta ársins en 2.984 krónur seinni hlutann. Hærra áskrift- arverð seinni hlutann er vegna bókarinnar 100 stærstu. Talnakönnun, nýr út- gefandi Frjálsrar versl- unar, mun á næstu mán- uðum standa fyrir kröft- ugu markaðsátaki. 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.