Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 34
FORSIÐUGREIN „Ef líkja á þessu við vald forstjóra í fyrirtæki má segja að forstjórinn hafi bæði vald forsætis- ráðherra og fagráðherra.“ muldra „sunnudagur" fer hann og leggst aftur. Á veturna vakna ég um áttaleytið á morgnana - það tekur raunar svolítinn tíma að stilla hundinn inn á vetrartí- mann.“ — Hvenær lýkur vinnudegi forsætisráðherra? „Það má segja að vinnudegin- um ljúki ekki fyrr en um mið- nætti. Ég nota símann mikið fram eftir kvöldi. Iðulega er það svo að ég nýti kvöldin til að fara yfir gögn, skrifa og punkta ým- islegt niður hjá mér. Liggi mikið við, ef ég þarf til dæmis að skrifa þýðingarmikla ræðu, fer ég gjarnan út úr bænum eftir há- degi og læt mig hverfa í fjórar til fimm klukkustundir til að fá al- gert næði. Þá læt ég engan ná í mig nema ráðherrana, þeir komast alltaf að.“ — Þú vinnur til miðnættis á kvöldin. Ertu í raun kvöld- maður fremur en morgun- maður að upplagi? Vinnst þér bet- ur á kvöldin? ,Já, ég er meiri kvöldmaður þótt þetta sé eflaust spurning um hvað maður venur sig á. En mér verður oft mikið úr verki á kvöldin þótt ég eigi þá að vera orðinn þreyttur eftir eril dagsins samkvæmt öllum kokkabók- um.“ — Stjórnendur sitja marga fundi en margir þeirra líta engu að síður á fundi sem tímaþjóf. Tefja fundir þig mikið sem stjórnanda? „Fundir eru tímafrekir og þeir eru mjög misnauðsynlegir. Oft er ekki hægt að stjóma öðmvísi en með fundi. Þó hef ég gætt þess að sitja ekki of marga fundi. Yfirleitt finnst mér mönnum vinnast seint á fundum og að of mikill tími fari til spillis. Á vinnufundi er það oftast þannig að tveir til þrír menn skipta meginmáli upp á niðurstöðuna. En síðan teygjist á honum vegna þess að aðrir, sem í raun hafa lítið með málið að gera, tjá sig. Á þá verða stjómendur að hlusta. Enda má spyrja sig hvers vegna þeir sitji fundinn megi þeir ekki koma sín- um sjónarmiðum að. Ég held að al- menna reglan sé sú að því fleiri sem sitji fund því lengur stendur hann og því gagnslausari er hann. — Fylgir þú mjög strangri og mark- vissri dagskrá á fundum þínum? „Ég býst við að aðrir viðmælendur segi að fundir mínir séu ekki mjög markvissir í upphafi. Það er ekkert endilega vaðið beint í málin. Það em oft teknar fimm til tíu mínútur í upp- hafi í eitthvað allt annað, gjaman ein- hverjar sögur úr tilvemnni. Ég er mikill sagnakarl. En eftir það er mark- vissri dagskrá haldið - og ég á mjög auðvelt með að ljúka fundum fmni ég að þeir séu að teygjast og raska ann- arri dagskrá dagsins. Raunar er það viljandi sem ég byija fundi mína með þessum hætti. Ég tel það mikinn kost að hefja fund á að tala um eitthvað allt annað og óskylt mál í nokkrar mínútur, einkum ef um erfið- an fund er að ræða og spenna er í lofti. Sjái ég að menn mæti stífir og ætli fram hver á móti öðrum er þetta bráð- nauðsynlegt. Sömuleiðis getur verið gott að nota þessa aðferð á miðjum fundi ef menn taka að æsast; brjóta upp umræðumar og gantast svolítið, svona til að þeir fari aðeins út af spor- inu. Við það slaknar á spennunni. Eft- ir það ýti ég umræðum aftur af stað og þær verða þá yfirvegaðri og málefna- legri. Þessi aðferð hefur reynst mér vel.“ — Hver er helstu verkefni for- sætisráðherra sem stjórn- andi? „Ætli þau séu ekki samræm- ing og leiðsögn. Samræming á verkum annarra þannig að þau falli í einn farveg og síðan leið- sögn sem felst í því að menn missi ekki sjónar á meginmark- miðunum. Þetta em hin stóru verksvið forsætisráðherra." — Hver ráðherra hefur fullt vald yfir sínum málaflokki, samkvæmt forminu. En þýðir þetta í reynd að forsætisráð- herra geti ekki skipað ráð- herrum sínum fyrir verkum, líkt og venjulegur forstjóri? ,Já, forsætisráðherra getur ekki skipað ráðherrum sínum fyrir verkum. En hann getur stöðvað vissa hluti. Hann getur sagt að hann sé einhverju ósam- mála og vilji ekki að það sé gert. Og þá er lfldegt að tillit sé tekið til þess. Enda er um ríkisstjórn for- sætisráðherrans að ræða. En slflui valdi verður að beita bæði varlega og sparlega. Vald forsætisráðherra er ekki ein- göngu forsætisráðherravald heldur pólitískt vald þótt það nái ekki til sam- starfsflokksins og ráðherra hans. Það er ljóst að forsætisráðherra getur stöðvað framgang máls með pólitísku valdi í sínum eigin flokki. Ef líkja á þessu við vald forstjóra í fyrirtæki þá má segja að forstjórinn hafi bæði vald forsætisráðherra og fagráðherra." —Hvernig snýr þetta að ráðningum embættismanna? „Vald fagráðherrans er algjört í mannaráðningum. Þó er það þannig að allar helstu embættismannaráðn- ingar kynna fagráðherrar yfirleitt fyrir forsætisráðherranum áður en þeir taka ákvörðun. Ef forsætisráð- herra segði að einhver maður væri vonlaus í embætti er hugsanlegt að tekið yrði tillit til þess. Fagráðherra er það þó ekki skylt og forsætisráð- herra gæti ekkert fundið að því. Reynist embættismaðurinn síðan vonlaus og geri vitleysur minnir for- sætisráðherra fagráðherrann vænt- anlega ítrekað á að hann hafi andmælt ráðningunni upphaflega." 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.