Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 36

Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 36
FORSÍÐUGREIN búa næsta mál og næla sér kannski í meira kaffi, kemur örstutt spjall eins og gengur. Sömuleiðis er auðvitað létt spjall í upphafi áður en fundur er formlega settur og eftir að honum er slitið.“ — Er búið að útkljá allar deilur og ósætti á milli ráðherra áður en til málsmeðferðar kemur á ríkis- stjórnarfundum? „Oftast nær. Auðvitað hvessir stundum og menn takast á. En þá er þess vandlega gætt að það haldist inn- an fundarins. Það er mjög þýðingar- mikið, eins og á öllum góðum heimil- um; fólk vill ekki hafa nágrannana á hleri. Ef umræður eru að leiðast út í veruleg illindi þá stöðvar forsætisráð- herra þær. Komi hins vegar upp alvarleg deila á milli ráðherra þá úrskurðar forsæt- isráðherra í þeirri deilu. Hann tekur af skarið. Uni menn ekki þeirri niður- stöðu er komin upp mjög erfið staða. í versta falli víkur sá ráðherra úr ríkis- stjórn sem unir ekki niðurstöðu for- sætisráðherra." — Hverjir eru þínir helstu ráðgjaf- ar, annars vegar úr röðum em- bættismanna og hins vegar persónulegir? „Embættismennimir liggja fyrir. Þeir eru starfsmenn forsætisráðu- neytisins og mæðir þar mest á ráðu- neytisstjóranum og aðstoðarmanni ráðherra. Ég hef hins vegar aldrei gefið upp hverjir séu mínir persónu- legu ráðgjafar. Ég vil ekki koma þeim í þá erfiðu stöðu að vera tilnefndir sem slíkir.“ — Oft er kunningi þinn og bridge- félagi til margra ára, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður, nefndur til sögunnar sem einn þinn helsti ráðgjafi? „Af þeim ástæðum sem ég var að nefna gef ég ekki upp hverjir séu helstu ráðgjafar mínir. Jón er hins vegar einn af mínum góðu vinum þótt við spilum reyndar ekki bridge lengur saman - hann taldi mig ekki taka nægilegum framförum í spilinu. Enda verð ég að viðurkenna að núorðið nota ég bridge meira sem skemmtun og afslöppun. Ég tala við margt fólk víðs vegar um land. Ég tek gjarnan törn við sím- ann og hringi, heyri í mönnum. Ekki beint til að leita ráðgjafar og gera þá á einhvem hátt ábyrga fyrir því sem ég síðan geri heldur eingöngu til að heyra í þeim hljóðið, finna hvemig landið liggur. Ég á auðvelt með að tala við fólk og þykir gott að tala við fólk. Hvaðan ráðgjöfin kemur á endanum, eftir samtöl við ótal marga, er kannski ekki svo gott að segja þegar allt kem- ur til alls. Hvað flokksmenn áhrærir þá liggur það í hlutarins eðli að ég hef mikið samband við framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Gunn- arsson. Við höfum þekkst náið í ára- tugi og erum nágrannar. Húsin okkar snúa bökum saman - rétt eins og við gerum sjálfir. “ — Hafa fullar sættir tekist með þér og Þorsteini Pálssyni, fyrrum for- manni Sjálfstæðisflokksins? „Við höfum starfað vel saman. En ég býst nú við að við höfum mismun- andi skoðanir á því hvort þeir atburð- ir, sem áttu sér stað vorið 1991, hafi verið nauðsynlegir eða ekki. Ég tel að sagan sýni að þeir hafi verið það. Frá upphafi formannskjörsins sagði ég að þetta væri ekki persónulegt á milli okkar, enda hef ég frá upphafi lagt til að Þorsteinn yrði með mér í ríkis- stjórn.“ — Stjórnendur í fyrirtækjum velja gjaman sitt eigið lið til starfa. Viltu að forsætisráðherra velji sjálfur alla ráðherrana sína, hvar í flokki sem þeir standa? „Formlega er það forsætisráð- herra sem velur ráðherrana. Þannig kynnir hann það fyrir forseta íslands. Þeir eru ráðherramir hans. Á hinn bóginn er hefð hér á landi að forsætis- ráðherra skipti sér ekki af vali ráð- herra úr hinum flokknum. Það væri aldrei liðið. Hins vegar ræða formenn stjómarflokka saman um þessi mál og heyra þá hvað hvor um sig hyggst gera.“ — En er ekki á þeim tímapunkti hægt að hafa áhrif á ráðherraval samstarfsflokksins? „Fyrst og fremst óbein áhrif, ekki meira. Tilvonandi forsætisráðherra segði kannski sem svo: „Ertu viss um að þetta sé snjöll ráðstöfun?" Lengra myndi hann aldrei ganga. Val ráð- herra verður að vera á ábyrgð við- komandi flokks. Auðvitað bitnar það á forsætisráðherranum, og ríkisstjórn hans, ef ráðherra stendur sig ekki. En það bitnar ekki síst á flokki við- komandi ráðhema. Fólk veit að það var flokkur hans sem réð hann. Meira að segja er það ekki endilega víst að forsætisráðherra ráði vali ráð- herra úr eigin flokki. Hann getur það ekki nema hafa góða stöðu gagnvart þingflokki sínum, eins og ég tel mig hafa núna. Þingflokkur getur ráðið meiru um það en forsætisráðherra hverjir veljast sem ráðherrar flokks- ins. Þetta er allt saman mikið spil, vandasamt spil.“ — Þú ert formaður fjölmennasta stjórnmálaflokks landsins, Sjálf- stæðisflokksins. Á hinn almenni flokksmaður greiðan aðgang að þér, stjórnanda flokksins? „Vonandi sæmilegan. Margir flokksmenn hringja í mig heim á kvöldin. En ég játa að það reynist erfiðara að finna stund í annríki dags- ins. En taka verður tillit til þess að flokksmenn eru gríðarlega margir, nokkrir tugir þúsunda manna. Það eru fleiri menn flokksbundnir í Sjálf- stæðisflokknum en öllum öðrum flokkum til samans. Það gengur að jafnaði einn maður í flokkinn á dag. Þannig að þótt talað sé um að flokk- arnir eigi ekki lengur við þá virðist almenningur svara því öðruvísi.“ — Það er talað um að þú sækir flokksfundi minna en aðrir ráð- herrar og mættir vera duglegri í þeim efnum. Hverju svarar þú því? „Það er rétt. Ég held að allir hinir ráðherrar flokksins séu duglegri að sækja fundi innan flokksins en ég - og er það lofsvert framtak. Ég hef gam- an af að sækja fundi en hef tímans RÁÐRÍKUR STJÓRNANDI? „Ég held að það sé ekki alveg rétt, ég treysti mönnum og dreifi valdi. En ég er þokkalega fastur fyrir þannig að menn vaða ekki yfir mig. En það er enginn gassagangur í stjórnunarstfl mínum.“ 36

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.