Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 37

Frjáls verslun - 01.01.1996, Síða 37
„Meginatriðið ístjórnun minni erað hafa vakandi áhuga á öllu þvísem ráðherrarnir eru að gera. Ég lít svo á að þannig hvetji ég þá mest til dáða. “ Áfram formaður Sjálfstæðisflokks? „Já, ég hef gert ráð fyrir því.“ vegna gætt þess að hafa funda- sókn í hófi. Það er þó haldlítil afsökun þar sem aðrir ráðherrar eru líka mjög tímabundnir. Ég er raunar ekki fyrsti formaður flokksins sem hættir til að láta flokksstaríið sitja örlítið á hak- anum þegar flokkurinn er í stjórn. Hins vegar er það galli.“ Ég ætla ekki að spyrja þig hvort þú hyggir á forseta- framboð. En ég spyr hvort þú ætlir að bjóða þig fram til for- mennsku í Sjálfstæðis- flokknum á komandi lands- fundi hans? ,Já, ég hef gert ráð fyrir því.“ — í stjórnun er stundum talað um að æðstu stjórnendur fyrirtækja eigi ekki að vera lengur en 7 til 10 ár í sama starfi hjá fyrirtæki. Hvað hefur þú hugsað þér að vera lengi í stjórnmálum? „Ég hef ekki ákveðið það. Það er svo merkilegt að í viðtölum við suma kollega mína í hinum flokkunum þá lýsa þeir sjálfum sér sem pólitískum dýrum - sem pólitískum ástríðu- mönnum. Ég er ekki einn af þessum mönnum. Ég myndi gráta það þurrum tárum að ég væri ekki í stjómmálum, þau hafa aldrei verið spursmál um líf og dauða fyrir mig. Mér líkar hins vegar mjög vel að vera í stjórnmál- um.“ — Þú hefur þá engin markmið um það hversu lengi þú ætlir að helga þig stjórnmálum, eins og til 55 eða 60 ára? „Nei, svo er ekki, það verður bara að ráðast. Það er heldur ekki einungis mitt að ákveða slíkt, gengi flokks og flokksmenn ráða þar meiru um. Al- mennt talað held ég samt að stjórn- málamenn lifi skemur í orrahríð stjórnmálanna en áður. Ólafur Thors var formaður Sjálfstæðisflokksins í rúm 30 ár. Slíkt gerist ekki núna. Það er meiri hraði í öllu en áður, erillinn og álagið er meira. Stjórnmálamenn end- ast skemur í eldlínunni. í gamla daga gátu menn eins og Ólafur Thors og Hermann Jónasson verið í burtu í hálfan mánuð til þrjár vikur - og það gerðist ekkert. Þeir héldu kannski á veiðar á hestum og gistu í tjöldum í tíu daga, lausir við símann. Ekkert gerðist. Ég er kannski að setja niður tré fyrir aust- an, og búinn að vera moldugur upp fyrir haus í fjóra tíma útivið, þegar lögreglan kemur með skilaboð vegna þess að ég er ekki með símann á mér úti. Það hefur gerst oftar en einu sinni og þó vita menn að mér er meinilla að þessi aðferð sé notuð. Þetta er allt miklu hraðara en áður og tekur meiri toll af rnönnum." — Hvaða starfi gætir þú hugsað þér að gegna værir þú ekki í stjórnmál- um? „Ég hef ekki leitt hugann mikið að því. Ég hef mikla ánægju af ritstörfum en gæti einnig hugsað mér að starfa við rekstur fyrirtækis eða kennslu. Ég kenndi lögfræði einn vetur í Versl- unarskólanum á árum áður og hafði ánægju af því. Á námsárunum starfaði ég um tíma við blaðamennsku og þá stóð hugurinn svolítið í þá áttina en ég held að það sé liðin tíð fyrst maður fór ekki þá leið fyrr.“ — Víkjum aðeins að myndun þess- arar ríkisstjórnar. Voruð þið Hall- dór Ásgrímsson búnir að semja um stjómarmyndun einu ári fýrir kosningar, eins og ýmsa gmnar? „Nei. Við Halldór þekktumst afar lítið áður en við mynduðum þessa stjórn. Við höfðum mjög lítið rætt saman - aðallega á göngum Alþingis- hússins. Ég er ekkert viss um að það hafi verið neitt sérstakt traust á milli okkar þar á undan. Halldór var búinn að vera mjög lengi á þingi þegar ég kom nýr inn á þing haustið 1991. Ég held að ég hafi heldur angrað hann og fleiri með svolitlum gassagangi í yfir- lýsingum, eins og að þinghald væri gagnfræðaskólalegt. Raunar hefur þinghaldið stór- batnað. Það er kominn miklu meiri agi í þingið. Ég er viss um Halldór stefndi frekar að því í kosningunum síð- astliðið vor að Sjálfstæðisflokk- urinn yrði úti eftir kosningar og að hann myndaði stjóm. Það var í sjálfu sér ekkert óeðlilegt markmið af hans hálfu. Það er því fráleitt að um þetta stjórnarsamstarf hafi verið samið fyrir kosningar." — Hvers vegna kom þá þessi svaka- lega kúvending aðeins örfáum dögum eftir að þið ákváðuð að fara í viðræður við Álþýðuflokkinn? „Þegar ég fór í viðræður við Al- þýðuflokkinn skynjaði ég strax að hann sat uppi með vandræði úr kosn- ingabaráttunni. Ef þú skoðar málið var sú barátta hans ógætileg varðandi áframhaldandi stjórnarsamstarf. Al- þýðuflokkurinn fór í kosningabarátt- una og sigldi upp með þrjú eða fjögur mál; eins og Evrópusambandið og veiðileyfagjaldið og síðan túlkaði flokkurinn GATT með allt öðmm hætti en rætt hafði verið um á þingi. Þetta voru þrjú aðalmál Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins í kosningunum. Spumingin var því hvernig hann ætl- aði að komast út úr þeim eftir kosn- ingamar með samstarf við aðra flokka í huga.“ — Ertu að segja að það hafi verið Alþýðuflokkurinn sem batt enda á samstarfið en ekki Sjálfstæðis- flokkurinn? Og það hafi hann gert í kosningabaráttunni? „Alþýðuflokkurinn málaði sig út í hom, bæði gagnvart okkur og öðrum flokkum í kosningabaráttunni. En síð- an komu úrslitin og stjórnin hélt meirihlutanum með einum manni. Um leið og við byrjuðum stjórnar- 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.