Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 57

Frjáls verslun - 01.01.1996, Side 57
þessi fyrirtæki fleira fólk í vinnu sem skapar þjóð- arhagsæld og skatta. Ef þú stofnar þitt eigið fyrir- tæki og lætur aleiguna að veði þá þarftu að að vera ofurmenni í glímunni við stjómvöld. Þeir, sem kaupa aftur á móti hluta- bréf í stórum „viður- kenndum" fyrirtækjum, fá sérstök skattahlunn- indi. Þeir eru til sem fara samt út í eigin rekstur og sigrast á öllum hindrun- unum með bjartsýni og djörfung, hjólin fara að snúast og salan eykst. Þá förum við vonandi að græða. Vonandi nóg til að fjárfesta í nýjum tækj- um og stækka, fjölga starfsfólki og hækka launin. Ríkissjóður fær síðan skatta og fleiri verða til að standa undir samneyslunni. Hvernig væri að gera stórátak í að styðja við frumkvæði og dugnað manna við að stofna ný fyrirtæki með það að markmiði að auka hag- vöxtinn í 3,5% eða jafn- vel 5%? Einn af frambjóðendum í forkosn- ingu til forsetaembættis Bandaríkj- anna, Steven Forbes, hefur lagt til flatan 17% tekjuskatt. Hvenær fáum við að sjá tillögu frá íslenskum stjórn- málamönnum um lægri tekjuskatt á einstaklinga? Hvar er frumkvæðið? Fyrsta skrefið gæti orðið 39,9%. Öll þjóðin bíður. Ef við ætlum að standa okkur, burtséð frá inngöngu í samtök með öðrum þjóðum, eða eiga möguleika á að keppa á jöfnum grunni verður að Frelsi til markað- ssóknar, jöfn skilyrði til rekstrar og minnkandi afskipti ríkis af atvinnu- rekstri er það sem að er stefnt. Samkeppni á inn- anlandsmarkaði er nauð- synlegt fyrsta skilyrði. Ríkið á aðeins að setja grundvallarreglumar en eftirláta sem mest frjáls- um fyrirtækjum og ein- staklingum að móta stefnuna. Það á að fram- fylgja almennum siðar- eglum og lögum byggð- um á grundvallarsjónar- miðum frelsisins. Ótækt er að ríkisvaldið sé helsti óvinur hagvaxtar og nýs- köpunar í atvinnulífi í stað þess að opna dyr og hvetja menn til dáða. íslendingar eiga enga sérstaka kröfu á þjóð- hollustu af hendi sinna fyrirtækja frekar en aðr- ar þjóðir. Ef til vill væri réttara að segja að þjóð- hollustan víkur frekar en að láta fyrirtækið fara á hausinn vegna mismun- unar á samkeppnisstöðu. Flest af fyrirtækjum okk- ar hafa haldið kyrru fyrir og þau verða alþjóðlegri með hverjum degi. Hvemig litist mönnum á að Flugleiðir flyttu höfuðstöðvar sínar til annars lands? Hægt er að taka hvaða dæmi sem er. Hvernig verður hinni nýju, erlendu samkeppni háttað? Hvað fá þeir mörg mörk í forskot? Framtíðin er sú að viðskiptahags- munir verða í vaxandi mæli ákveðnir á alþjóðlegum leikvelli samkeppninnar. Þeim þjóðum, sem senda leikmenn sína með haft á fótum, verður ekki ágengt á þeim vettvangi. Áfram ísland! Sverrir Bernhöft, framkvæmdastjóri Barr hf., skrifar skila- boðin til stjórnvalda að þessu sinni. Sverrir notar skemmti- legt líkingarmál úr íþróttum til að lýsa kröfu sinni um að íslenskt viðskiptalíf fá sambærilegar leikreglur og tíðkast erlendis. taka okkar eigin hindranir af vellinum. Við tökum ekki þátt í leik sem byrjar þannig að við erum 5 mörkum undir vegna þess að keppinautar okkar búa betur að sínum leikmönnum en við. Það hlýtur hver maður að skilja. Það voraði í atvinnurekstri á íslandi með Viðreisnarstjórninni. Samtök at- vinnulífs hafa bæði fyrr og síðan barist fyrir bættri aðstöðu heimafyrir og minnkandi höftum, boðum og bönn- um. Herkostnaðurinn hefur verið hreint ægilegur og er enn hreint ótrú- legur. Milljarðar á milljarða ofan. TÍU SINNUM DÝRARA Á ÍSLANDI EN BRETLANDI „Það kostar til dæmis tíu sinnum meira að stofna fyrirtæki á íslandi en á Bretlandi. Tekjuskattur á lítil og meðalstór fyrirtæki er 25% á Bretlandi en 33% á íslandi. “ 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.