Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1997, Side 36

Frjáls verslun - 01.03.1997, Side 36
Danól er með umboð fyrir Kims. Þórey Bjarnadóttir sölustjóri og Októ Einarsson markaðsstjóri: „Við vitum að Kims selst mun meira en það mælist í könn- unum.” hald og snakkið en engu að síður er fituinnihaldið í þeirri afurð ekki jafn mikið í umræðunni og í snakkinu,” segir Jón Axel. Þórey Bjarnadóttir, sölustjóri hjá Danól tekur í sama streng. „Gerð var könnun á því hve mikil hörð fita væri í snakki og niðurstaðan var mörgum tegundum ekki í vil. Það virtist hins vegar ekki hafa nein áhrif á söluna. Erlendis sækja neytendur i ríkara mæli í fitusnautt snakk,” segir Þórey. EFSTA STIG LYSINGARORÐA Það vakti athygli á sínum tíma þegar slagorðið „Maarud, þær bestu í bænum!” var kært til Samkeppnis- stofiiunar. „Þessi kæra byggðist á misskilningi. Það er bannað að nota efsta stig lýsingarorða í auglýsingum. En það virðist samt vera liðið af sumum, til dæmis slagorð SS, „Fremstir fyrir bragðið”. Við breytt- um einfaldlega upphrópunarmerkinu í spurningamerki og það hefur ekki verið fundið að því,” segir Jón Axel. Kims kom með andsvar við slagorði Maaruds og notar nú slagorðið „Þær langbestu á land- inu?” um Kims- snakk. „Við erum með þessu einfald- lega að skjóta á Maarud og slag- orðið þeirra,” segir Þórey Bjarnadóttir, sölustjóri hjá Danól. I neyslukönnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Islands er meðal annars kannað við- horf á meðal neyt- enda til fjögurra tegunda snakks, Maarud, Kims, Þykkvabæjar- og Stjörnusnakki. Könnunin var gerð innan aldurshópsins 15-80 ára. Niður- stöðurnar eru um margt nokkuð sér- stakar. Þeir, sem borðuðu þessar tegundir snakks, voru einnig spurðar að því hvort þeir borðuðu oft skyndi- bitafæði, tækju íslenskar afurðir fram yfir aðrar, væru í megrun, borð- uðu heilsu- saman mat, leigðu sér oft myndbandsspól- ur, færu oft á bíó, væru aðhaldsamir í fjármálum og svo framvegis. í ljós kom að þeir áttu svolítið meira sameigin- legt en að kaupa sömu tegund af snakki. Fylgni reyndist á milli þeirra sem kaupa Þykkvabæjar-snakk og segjast oft kaupa íslenskar afurðir og borða hollan mat. Þeir sem borða Kims flögur sögðust yfirleitt mikið fyrir Eytt í snakkauglýsingar tolur i milljonum krona 18,7 1994 1995 1996 Tæplega 19 milljónum var eytt auglýsingar á snakki á síðasta ári. skyndibitafæði og sækja kvikmynda- hús eða fara á íþróttakappleiki. Neytendur Stjörnusnakks sögðust tíðum leigja sér myndbandsspólur og fara á kaffihús. Ekki varð áberandi vart mynsturs hjá þeim sem sækja í Maarud-snakkið. Þeir sköruðust við hina hópana þijá, voru eins konar þverskurður af öllum. KOMNIR TIL AÐ VERA Ölgerðin Egill Skallagrímsson er með snakktegundina Doritos á mark- aðnum, en hún er frá fyrirtækinu Pepsico Food International. Doritos flögurnar, sem Egill Skallagrímsson hefur verið með til sölu hérlendis, eru keyptar frá Smiths í Hollandi sem er í eigu Pepsico og General Mills. Doritos hafa ekki verið lengi á markaðnum hérlendis. Jón Erling Ragnarsson er sölustjóri hjá Agli Skallagrímssyni. „Það hefiir verið mikill stígandi í sölunni hjá okkur á Doritos snakki og við erum smám saman að vinna okkur inn á markaðinn. Síðan í desember hefur verið mikill stígandi í sölunni. Við tökum bara eitt skref í einu. Við hugs- um fyrst og fremst um að koma okkur fyrir á markaðnum áður en við eyðum umtalsverðum fiármunum í auglýsing- ar. Núna fæst Doritos víða í söluturn- um, í 35 gramma pokum, og í stór- mörkuðum sömuleiðis,” segir Jón Erling. - Margir sölu- aðilar á snakk- markaðnum telja að hægt sé að stækka mark- aðinn töluvert umfram það sem nú er? „Ég hef litla trú á að hægt sé að stækka snakkmarkaðinn að einhverju ráði frá því sem nú er. Það fer mikið rými undir snakk í verslunum og það setur framboði tegunda nokkrar skorður. Ég held að markaðurinn sé í nokkru jafnvægi núna og að hann geti vart stækkað nema í takt við aukinn fólksfiölda og breyttar neysluvenjur.” 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.