Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 6

Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN ADAM SMITH OG EIRÍKUR Þótt samningur Eiríks Sigurðssonar, kaupmanns í 10- 11, við Aðföng, innkaupafélag Baugs, sem rekur Hagkaup, Bónus, Nýkaup og Hraðkaup, auld enn á ægivald Baugs á matvörumarkaðnum, væri afar rangt að gagnrýna Eirík fyr- ir samninginn - hvað þá að samkeppnisyf- irvöld gerðu athugasemdir við hann. Kaup- maðimnn er að reyna að ná fram enn meiri hagkvæmni í rekstri og fáránlegt væri að banna honum það. Illa væri þá komið fyrir kaupmennsku og athafnafrelsi hér á landi! Eirikur hefur hvort sem er sinn dómara eins og aðrir kaupmenn. Sá dómari er neyt- andinn - og hann hefur síðasta orðið. Neyt- endur lita fyrst og fremst á verðmiðann, vöruvalið og þjónustuna. Þeir hugsa lítið - jafhvel ekkert - um það hverjir eigi verslun- ina, hótelið, bílaleiguna eða yfir höfuð þann sem skipt er við. Hagfræðingurinn Adam Smith orðaði það svo að „hin ósýnilega hönd” neytandans teygði sig ósjálfrátt að hagkvæmustu vör- unni og þjónustunni. A matvörumarkaðnum hefur geisað harðvítugt strið allt frá því að Bónus opnaði fyrstu verslun sína í Skútuvoginum í apríl 1989. Þótt 10-11 verslanakeðjan hafi teldð til starfa árið 1991 - eða eftir að Bónus kom til sögunnar - hefur henni tekist að stórauka sölu sína. Þegar eigendur Hag- kaups keyptu helminginn í Bónus í ágúst 1992 var það trú flestra að Bónus létí undan í verðstefnu sinni og hækkaði verðið. Sú varð ekld raunin. Þróunin hefúr orðið þveröfúg: matvara hefur almennt lækkað í verði á síðustu árum. Bæði Bónus og Hagkaup hafa aukið viðskiptí sín á undanförnum árum vegna þess að neytendur hafa ekki hirt um eigna- tengslin heldur horft á verðmiðann og vöruvalið. Það er eft- irtektarvert að Hagkaup og Bónus stofiiuðu með sér inn- kaupafélagið Baug, sem núna heitír Aðföng, og hafa rekið það saman þrátt fyrir að vera í hatrammri samkeppni á sama tíma. Því má spyrja sig hvers vegna samkeppnin getí ekki áfram verið hatrömm þrátt fyrir að 10-11 keðjan kaupi núna alla pakkavöru, um fimmtímg af sölu sinni, af Aðföng- um?! Samningur Eiríks kaupmanns í 10-11 við Aðföng sýnir að stríðið á heildsölumark- aðnum er að harðna. Hörð er baráttan á milli Aðfanga og Búrs, sameiginlegs inn- kaupafélags kaupfélaganna, Nóatúns, 11- 11 og Olíufélagsins. Stefiia þessara félaga er að kaupa inn sem mest beint að utan - milli- liðalaust Líklegt er að þekktar heildsölur íhugi samstarf til að geta keppt við þessi vöruhús. Þeir sem hræðast samning 10-11 keðjunnar við Aðföng líta á hina ógnvænlegu markaðshlutdeild eigenda Aðfanga á mat- vörumarkaðnum en hún er nokkuð yfir 50% á höfúðborgarsvæðinu. Fullyrða má að Að- föng hafi allt að því tangarhald á iðnrekendum og öðrum heildsölum og getí jafnvel pínt verð hjá þeim niður úr öllu valdi í krafiti markaðsstöðu sinnar. Undan þessu hafa iðn- rekendur raunar kvartað á síðustu árum og talið Baug óbil- gjarnan í samningum. En ætli verslanir eins og Nýkaup, Hagkaup, Hraðkaup og 10-11 að bjóða áfram mildð vöru- val geta þær ekki án iðnrekenda og heildsala verið. Það er með þeim þrýstíngi sem jafnvægispunkturinn í viðskiptun- um finnst Samningur Eiríks kaupmanns í 10-11 við Aðföng er virð- ingarverð hagræðing hjá kaupmanni. Eins og aðrir kaup- menn hefúr hann aðeins einn dómara yfir sér: neytendur, sem leiddir eru af „hinni ósýnilegu hönd”. Ekkert fyrirtæld verður stórt af sjálfú sér. Það verður stórt vegna þess að fólk vill skipta við það. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 59. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttír - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttír. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkortí. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFTNG: Talnakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttíndi áskilin varðandi efni og myndir. 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.