Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN ADAM SMITH OG EIRÍKUR Þótt samningur Eiríks Sigurðssonar, kaupmanns í 10- 11, við Aðföng, innkaupafélag Baugs, sem rekur Hagkaup, Bónus, Nýkaup og Hraðkaup, auld enn á ægivald Baugs á matvörumarkaðnum, væri afar rangt að gagnrýna Eirík fyr- ir samninginn - hvað þá að samkeppnisyf- irvöld gerðu athugasemdir við hann. Kaup- maðimnn er að reyna að ná fram enn meiri hagkvæmni í rekstri og fáránlegt væri að banna honum það. Illa væri þá komið fyrir kaupmennsku og athafnafrelsi hér á landi! Eirikur hefur hvort sem er sinn dómara eins og aðrir kaupmenn. Sá dómari er neyt- andinn - og hann hefur síðasta orðið. Neyt- endur lita fyrst og fremst á verðmiðann, vöruvalið og þjónustuna. Þeir hugsa lítið - jafhvel ekkert - um það hverjir eigi verslun- ina, hótelið, bílaleiguna eða yfir höfuð þann sem skipt er við. Hagfræðingurinn Adam Smith orðaði það svo að „hin ósýnilega hönd” neytandans teygði sig ósjálfrátt að hagkvæmustu vör- unni og þjónustunni. A matvörumarkaðnum hefur geisað harðvítugt strið allt frá því að Bónus opnaði fyrstu verslun sína í Skútuvoginum í apríl 1989. Þótt 10-11 verslanakeðjan hafi teldð til starfa árið 1991 - eða eftir að Bónus kom til sögunnar - hefur henni tekist að stórauka sölu sína. Þegar eigendur Hag- kaups keyptu helminginn í Bónus í ágúst 1992 var það trú flestra að Bónus létí undan í verðstefnu sinni og hækkaði verðið. Sú varð ekld raunin. Þróunin hefúr orðið þveröfúg: matvara hefur almennt lækkað í verði á síðustu árum. Bæði Bónus og Hagkaup hafa aukið viðskiptí sín á undanförnum árum vegna þess að neytendur hafa ekki hirt um eigna- tengslin heldur horft á verðmiðann og vöruvalið. Það er eft- irtektarvert að Hagkaup og Bónus stofiiuðu með sér inn- kaupafélagið Baug, sem núna heitír Aðföng, og hafa rekið það saman þrátt fyrir að vera í hatrammri samkeppni á sama tíma. Því má spyrja sig hvers vegna samkeppnin getí ekki áfram verið hatrömm þrátt fyrir að 10-11 keðjan kaupi núna alla pakkavöru, um fimmtímg af sölu sinni, af Aðföng- um?! Samningur Eiríks kaupmanns í 10-11 við Aðföng sýnir að stríðið á heildsölumark- aðnum er að harðna. Hörð er baráttan á milli Aðfanga og Búrs, sameiginlegs inn- kaupafélags kaupfélaganna, Nóatúns, 11- 11 og Olíufélagsins. Stefiia þessara félaga er að kaupa inn sem mest beint að utan - milli- liðalaust Líklegt er að þekktar heildsölur íhugi samstarf til að geta keppt við þessi vöruhús. Þeir sem hræðast samning 10-11 keðjunnar við Aðföng líta á hina ógnvænlegu markaðshlutdeild eigenda Aðfanga á mat- vörumarkaðnum en hún er nokkuð yfir 50% á höfúðborgarsvæðinu. Fullyrða má að Að- föng hafi allt að því tangarhald á iðnrekendum og öðrum heildsölum og getí jafnvel pínt verð hjá þeim niður úr öllu valdi í krafiti markaðsstöðu sinnar. Undan þessu hafa iðn- rekendur raunar kvartað á síðustu árum og talið Baug óbil- gjarnan í samningum. En ætli verslanir eins og Nýkaup, Hagkaup, Hraðkaup og 10-11 að bjóða áfram mildð vöru- val geta þær ekki án iðnrekenda og heildsala verið. Það er með þeim þrýstíngi sem jafnvægispunkturinn í viðskiptun- um finnst Samningur Eiríks kaupmanns í 10-11 við Aðföng er virð- ingarverð hagræðing hjá kaupmanni. Eins og aðrir kaup- menn hefúr hann aðeins einn dómara yfir sér: neytendur, sem leiddir eru af „hinni ósýnilegu hönd”. Ekkert fyrirtæld verður stórt af sjálfú sér. Það verður stórt vegna þess að fólk vill skipta við það. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 59. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfii Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttír - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttír. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkortí. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFTNG: Talnakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttíndi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.