Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 17

Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 17
NÆRMYND þá m.a. á fermingarservíettur fyrir föður sinn og nafhspjöld fyrir bekkjarfélaga sína gegn vægu gjaldi! Prentvélin gamla er á stærð við litla ferðatösku og stendur á stalli niðri i GSP. MROG ÞJÓÐVIUINN Gunnar Steinn útskrifaðist úr Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1975 eftir litrík- an feril í skólanum sem einkenndist af virkri þátttöku í félagsmálum, einbeittum stuðningi við málstað vinstri manna og um- deildri útgáfu á söngbók sem Gunnar gaf út öll árin sem hann var í menntaskóla. Gunnar fór að vinna hjá dagblaðinu Þjóð- viljanum, fyrst sem ljósmyndari á sumrin með menntaskóla, síðan sem blaðamaður að loknu stúdentsprófi. Ljósmyndun var og er mikið áhugamál Gunnars og hann hefur grúskað í henni frá unga aldri og á ung- lingsárum hélt hann ljósmyndanámskeið fyrir enn yngri áhugamenn í Kópavogi. Eft- ir tveggja ára starf sem blaðamaður á Þjóð- viljanum gerðist hann auglýsingastjóri blaðsins og gegndi því starfi til 1979. Hann færði sig smátt og smátt yfir í auglýsingar, sem fljótlega sýndi sig að átti mjög vel við hann, og varð einn af fáum blaðamönnum sem hafa fært sig milli starfsgreina á einu blaði með þessum hætti. GBB OG HVÍTA HÚSIÐ Eftir að hafa selt auglýsingar í Þjóðvilj- ann með góðum árangri í tvö ár ákvað hann að söðla um og reyna fyrir sér í sjálf- stæðum atvinnurekstri. Hann keypti sig inn í Auglýsingaþjónustuna, sem þá var lít- Gunnar Steinn Pálsson hefur lagt línurnar í sumum best heppnuðu markaðsherferðum seinni ára. Hvort sem pað er mjólk, fiskur, forsetaframboð eða ímynd steerstu fyrirtœkja landsins þá leita allir til Gunnars. NN Á BAK V» ÍMYNDINA! einn helsti ímyndarfræðingur landsins. Hann er núna með herferð fyrir útgerðarmenn. vinna hans fyrir ÓlafRagnar Grímsson í forsetakosningunum og R-listann sl. vor. il auglýsingastofa í eigu Gunnars Gunnars- sonar. Umsvifin jukust hratt en eftir nokk- urra ára samstarf skildu leiðir þegar Gunn- ar Steinn keypti félaga sinn út og átti Aug- lýsingaþjónustuna eftir það einn. Arið 1986 sameinuðu þeir Gunnar Steinn og Gísli B. Björnsson, sem þá átti með nokkrum öðr- um auglýsingastofuna GBB, stofur sínar og til varð langstærsta auglýsingastofa landsins, GBB auglýsingaþjónustan, sem síðar skipti um nafn og heitir nú Hvíta hús- ið. Aður halði Gunnar fengist við ýmsa til- raunastarfsemi í rekstri. Hann stofnaði t.d. auglýsingastofuna Tímabæ árið 1985. Þetta var lítil auglýsingastofa sem byggði á því að afgreiða auglýsingar með hraði, helst samdægurs. Tímabær auglýsti fasta verðskrá fyrir „einfaldar, flóknar eða með- alstórar" auglýsingar og gerði mikinn usla í auglýsingabransanum. Tímabær fagnaði 17

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.