Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 27
STJÓRNUN
Liður í hagræðingaraðgerðum í
rekstri Utgerðarfélagsins hefur verið
sala á eignarhlutum í öðrum félögum.
Mecklenburger Hochseefischerei hefur
verið selt og eignarhlutur UA í Skag-
strendingi á Skagaströnd og Tanga á
Vopnafirði. Við þetta fækkar ársverkum
hjá samsteypunni í heild en eftir sem
áður er frystihús félagsins á Akureyri
einn stærsti vinnustaður bæjarins. I
kringum 350 ársverk eru hjá Útgerðarfé-
lagi Akureyringa á Akureyri og það
munu vera um 500 einstaklingar sem
starfa hjá fyrirtækinu. Ef þeir allir til-
heyra vísitöluíjölskyldum má segja að
1.500 — 2.000 Akureyringar séu háðir
fyrirtækinu með einum eða öðrum hætti.
„Fyrirtækið á talsvert undir því að
starfsfólkið sé ánægt og við reynum að
hugsa vel um það og skapa því góða
starfsaðstöðu. Öll stór og meðalstór fyrir-
tæki hafa ákveðnar félagslegar skyldur.
Það eru býsna mörg hálaunuð störf hjá
þessu fyrirtæki og það skiptir bæjarfélag-
ið miklu máli að svo sé.“
ERUM HÆTTIR AÐ SELJA
Þegar Guðbrandur tók við starfinu var
ljóst að hans stærsta verkefni væri að
taka landvinnsluna í gegn. Eftir úttekt
sérstaks ráðgjafafyrirtækis var ráðist í
verulegar breytingar sem miðuðu að því
að auka framleiðni og afköst fyrirtækis-
ins með aukinni áherslu á bitavinnslu og
fullvinnslu. Útgerðin hefur einnig tekið
miklum breytingum og sala á eignum í
öðrum fyrirtækjum hefur verið stórt
verkefni.
„Það hefur farið mikil orka í hluti eins
og reksturinn á MBHF, orka sem hefði
sennilega átt að nýta í annað. Það er skýr
stefna okkar að selja það sem ekki tikkar
á rekstrarreikningi félagsins. Við höfum
látið staðar numið enda ekki margt fleira
að selja nema kannski hlutur ÚA í Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna sem er ekki
til sölu.
Við teljum að nóg sé að gert ef við
berum okkar skuldsetningu saman við
önnur svipuð stór sjávarútvegsfyrirtæki.
Við stefnum að því á næstu misserum að
ná svipaðri arðsemi og bestu fyrirtækin í
þessari grein. Við höfum náð ákveðnum
árangri og erum að mínu viti á réttri leið.
Við viljum gera betur og eigum að geta
gert betur."
KALLINN Í BRÚNNI
Fyrir utan söiu á eignarhlutum var
starfsfólki fækkað í vinnslunni, launa-
kerfum breytt, millistjórnendurn fækkað
og nýtt skipurit tekið í notkun. Guð-
brandur leggur mikla áherslu á opna
stjórnun, það er opið úr skrifstofu hans
og inn í annað herbergi þar sem yfir-
menn allra sviða fyrirtækisins eru nánast
á einni vinnustöð. Vinnusvæðið gengur
undir nafninu „brúin“ og Guðbrandur
segir reynsluna af þessu fyrirkomulagi
vera góða.
„Við reynum einnig að koma til móts
við óskir starfsfólks um aukið upplýs-
ingaflæði með því að gefa út vikulegt
fféttabréf innanhúss. Þar eru birtar frétt-
ir um landanir, aflabrögð, gæðamál, frétt-
ir af heimsóknum og tölur um unnið hrá-
efni. Þetta hefur mælst vel fyrir og ég
held að allt auki þetta tilfinningu manna
fyrir því að við séum að vinna að sameig-
inlegu markmiði.
Útgerdarfélag Akureyringa
Sölugengi
Myndin sýnir þróun gengis eftir \ /
að tekið hefur verið tillit til útgáfu l
jöfnunarhlutabréfa \s~\i
..,, i v , , ,
1997 1998
Alkoma í milljónum kr. árin 1992 -1998 á meöalgengi 1997
-150--------------------------------------------------------------
'92 '93 '94 '95 '96 '97 6-'98
C/l
öryggi
Öryggisskápamir frá Rosengrens
eru traust geymsla fyrir peninga,
skjöl, tölvugögn og önnur verö-
mæti. Skáparnir sem eru í hæsta
gæðaflokki fást í ýmsum stærðum
og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.
Bedco & Mathiesen
Bæjarhrauni 10
Hafnarfirði
Sími 565 1000
27