Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.09.1998, Qupperneq 27
STJÓRNUN Liður í hagræðingaraðgerðum í rekstri Utgerðarfélagsins hefur verið sala á eignarhlutum í öðrum félögum. Mecklenburger Hochseefischerei hefur verið selt og eignarhlutur UA í Skag- strendingi á Skagaströnd og Tanga á Vopnafirði. Við þetta fækkar ársverkum hjá samsteypunni í heild en eftir sem áður er frystihús félagsins á Akureyri einn stærsti vinnustaður bæjarins. I kringum 350 ársverk eru hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa á Akureyri og það munu vera um 500 einstaklingar sem starfa hjá fyrirtækinu. Ef þeir allir til- heyra vísitöluíjölskyldum má segja að 1.500 — 2.000 Akureyringar séu háðir fyrirtækinu með einum eða öðrum hætti. „Fyrirtækið á talsvert undir því að starfsfólkið sé ánægt og við reynum að hugsa vel um það og skapa því góða starfsaðstöðu. Öll stór og meðalstór fyrir- tæki hafa ákveðnar félagslegar skyldur. Það eru býsna mörg hálaunuð störf hjá þessu fyrirtæki og það skiptir bæjarfélag- ið miklu máli að svo sé.“ ERUM HÆTTIR AÐ SELJA Þegar Guðbrandur tók við starfinu var ljóst að hans stærsta verkefni væri að taka landvinnsluna í gegn. Eftir úttekt sérstaks ráðgjafafyrirtækis var ráðist í verulegar breytingar sem miðuðu að því að auka framleiðni og afköst fyrirtækis- ins með aukinni áherslu á bitavinnslu og fullvinnslu. Útgerðin hefur einnig tekið miklum breytingum og sala á eignum í öðrum fyrirtækjum hefur verið stórt verkefni. „Það hefur farið mikil orka í hluti eins og reksturinn á MBHF, orka sem hefði sennilega átt að nýta í annað. Það er skýr stefna okkar að selja það sem ekki tikkar á rekstrarreikningi félagsins. Við höfum látið staðar numið enda ekki margt fleira að selja nema kannski hlutur ÚA í Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna sem er ekki til sölu. Við teljum að nóg sé að gert ef við berum okkar skuldsetningu saman við önnur svipuð stór sjávarútvegsfyrirtæki. Við stefnum að því á næstu misserum að ná svipaðri arðsemi og bestu fyrirtækin í þessari grein. Við höfum náð ákveðnum árangri og erum að mínu viti á réttri leið. Við viljum gera betur og eigum að geta gert betur." KALLINN Í BRÚNNI Fyrir utan söiu á eignarhlutum var starfsfólki fækkað í vinnslunni, launa- kerfum breytt, millistjórnendurn fækkað og nýtt skipurit tekið í notkun. Guð- brandur leggur mikla áherslu á opna stjórnun, það er opið úr skrifstofu hans og inn í annað herbergi þar sem yfir- menn allra sviða fyrirtækisins eru nánast á einni vinnustöð. Vinnusvæðið gengur undir nafninu „brúin“ og Guðbrandur segir reynsluna af þessu fyrirkomulagi vera góða. „Við reynum einnig að koma til móts við óskir starfsfólks um aukið upplýs- ingaflæði með því að gefa út vikulegt fféttabréf innanhúss. Þar eru birtar frétt- ir um landanir, aflabrögð, gæðamál, frétt- ir af heimsóknum og tölur um unnið hrá- efni. Þetta hefur mælst vel fyrir og ég held að allt auki þetta tilfinningu manna fyrir því að við séum að vinna að sameig- inlegu markmiði. Útgerdarfélag Akureyringa Sölugengi Myndin sýnir þróun gengis eftir \ / að tekið hefur verið tillit til útgáfu l jöfnunarhlutabréfa \s~\i ..,, i v , , , 1997 1998 Alkoma í milljónum kr. árin 1992 -1998 á meöalgengi 1997 -150-------------------------------------------------------------- '92 '93 '94 '95 '96 '97 6-'98 C/l öryggi Öryggisskápamir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verö- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.