Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 31
VIÐTAL
Tékkar til íslands
JVÁrið 1991, nánar tiltekið þann 15.
nóvember, var Restaurant Reykjavík
opnað,” segir Þórir í viðtali við Fijálsa
verslun. I byijun átti hann staðinn í félagi
við tékkneskan mann en eftir að útlend-
ingum var leyft að eiga og reka fyrirtæki
í eigin nafni, varð Reykjavík eign þeirra
Þóris og Ingibjargar, konu hans. „Rekst-
urinn byijaði á götuhæðinni en er nú
einnig á annarri hæð og í kjallara húss-
ins númer 20 við Karlsgötu. Inni eru
sæti fyrir 147 og á sumrin eru 60-70 sæti
á veröndinni. Á síðasta ári voru gestir á
Reykjavík langt á annað hundrað þúsund
talsins.”
SJÖ ÁRA AFMÆLI
Restaurant Reykjavík var hannað írá a-ö
í samræmi við óskir eigendanna. Höfð
voru snör handtök við innréttingarnar
sem hófust 30 september 1991 og tóku
ekki nema um mánaðartíma. Nokkur
dráttur varð hins vegar á formlegri opn-
un vegna þess að skriffinnskan hvarf
ekki með kommúnistísku yfirráðunum í
Tékkóslóvakíu og 7 ára afmælis staðar-
ins verður minnst á næstunni. Staðurinn
er skemmtilegur og skreytingar óvenju-
legar. Mikið fiðlusafn og safii
blásturshljóðfæra prýðir
veggi og á einum veggnum
hangir hálft píanó, sem minn-
ir í fljótu bragði svolítið á
hálfa, ameríska kaggann á
Hard Rock í Reykjavík. Upp-
hækkaði veitingapallurinn,
eða veröndin, fyrir framan
Reykjavík er nokkuð
óvenjulegur frá sjónarhóli
Pragbúa þar sem veitinga-
hús eru iðulega með borð
utandyra en þá undantekn-
ingarlítið á gangstéttum.
Rússneskir skransalar
höfðu áður haft aðsetur
þar sem pallurinn er í dag
og selt vörur sínar úr bíl-
skottum. Mun borgaryf-
irvöldum hafa þótt gott
að losna við Rússana af
götunni og fá í þess stað
veitingapall Þóris.
Milli 30 og 40 manns vinna á Reykja-
vík og þar af eru um 95% Tékkar. Þykir
það merkilegt því yfirleitt hneigjast veit-
ingamenn, sem starfrækja erlenda staði
í Prag, til þess að velja starfsmenn frá
eigin heimalandi. Af og til koma íslensk-
ir matreiðslumenn til starfa á Reykjavík
'97
Ferða-Tékkum til Islands liefiir fjölgað mjög
á síðustu árum.
og með því móti kemur stöðugt nýr og
ferskur andi inn í fyrirtækið og kannski
líka nýjar hugmyndir um matreiðslu
þess hráefnis, sem staðurinn hefur lagt
mikla áherslu á, sem er góður fiskur. I
Tékklandi borðar fólk yfirleitt ekki fisk
nema á jólunum og þá vatnakarfa. Á
Reykjavík er mikið af fiskréttum á mat-
seðlinum og kemur hann frá Islandi, en
reyndar líka frá Hollandi, Belgíu og
Frakklandi.
Restaurant Reykjavík hefur fengið
lofasamleg ummæli í tékkneskum blöð-
um og notið góðs af þeim skrifum í formi
aukinna vinsælda meðal Tékka sjálfra.
Þeir eru um 20% af gestum staðarins,
sem annars mættí
ef til vill flokka sem túristastað. Þetta
vakti nokkra athygli blaðamanns Fijálsr-
ar verslunar, því „venjulegur Tékki” er
ekki með nema um 25 þúsund krónur á
mánuði og hefur því tæpast ráð á að
sækja mikið veitingastaði þar sem verðið
er ekki í lægsta kantí.
ÍSLANDSKYNNINGAR 0G
REYKJAVÍK EXPRESS
Þórir varð ræðismaður í Tékkó-
slóvakíu árið 1992 en aðalræðismaður Is-
lands í Tékklandi árið 1995. Þau hjón
hafa sýnt landkynningarstarfi mikinn
áhuga þann tíma sem þau hafa verið í
Prag. Þau hafa haldið Islandsdaga meðal
annars í nokkrum borgum utan Prag.
Þetta hafa verið kynningar á landi og
þjóð og má gera ráð fyrir að þær hafi bor-
ið töluverðan árangur, því samkvæmt töl-
um frá Utlendingaeftirlitínu og Ferða-
málaráði komu 220 Tékkar til Islands
árið 1992, frá því sem þá var Tékkó-
slóvakía. Þrátt fyrir klofning landsins í
tvö ríki, Tékkland og Slóvakíu, eru ferða-
mennirnir frá þeim enn taldir saman í
hérlendum ferðamannatölum og voru
þeir 996 árið 1997.
En þótt landkynningarstarfið og
rekstur Reykjavíkur taki sinn tíma er
Þórir með fleira á sinni könnu. Hann er
kominn á nýja braut í veitingarekstrinum
og hefur opnað hraðréttastað, Reykjavik
Express, í stórri verslunarkringlu í bæn-
um Pruhnice fyrir utan Prag. Staðurinn á
að byggja á heilbrigði og hollustu í fæðu-
vali og ætlunin er að leggja
áherslu ferskleika og
nýjungar í réttunum.
Meginuppistaðan
verður fiskur. Reykja-
vík Express verður
einn af ijórum veitinga-
stöðum í verslunarmið-
stöðinni og fyrirkomu-
lag líkt því sem er í
Kvikk í Kringlunni.
Þarna verður meðal ann-
ars Kentucky Fried
Chicken og einnig kín-
verskur veitingastaður.
Áætlað er að yfir 100 þús-
und manns muni koma í
„kringluna” vikulega. Hol-
lenskt fyrirtæki byggði
verslunarmiðstöðina og er
ráðgert að vera með sam-
bærilegar „kringlur” á níu
stöðum öðrum í Tékklandi.
Búast má við að gestir
Reykjavik Express verði nær eingöngu
Tékkar svo ekki er ólíklegt að tengingin
við Restaurant Reykjavík eigi eftír að
færa hinum vinsæla veitingastað við
Karlsgötu enn fleiri innlenda gestí í fram-
tíðinni en verið hefúr fram tíl þessa. 03
-
• 636
5Z4
» 1 1 l 92 H 93 f| 94 H '95 | 1 1,1
31