Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 38

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 38
Guðný Harðardóttir framkvœmdastjóri. TRA Starfsráðningar ehf. í Mörkinni 3 bjóða upp á alhliða ráðgjöf í starfsmannaráðningum fyrirtækja sem og starfsmannamálum almennt. Vanti fyrir- tæki starfsmann sér STRÁ um að samræma óskir vinnu- veitanda og umsækjanda. Ráðningin er klæðskerasniðin að óskum beggja, báðir aðilar verða að vera fullkomlega ánægðir og STRÁ hefur tekist að velja réttan starfsmann fyrir rétt starf. Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri og annar tveggja eigenda STRÁ Starfsmannaráðninga, segir að STRÁ sé að renna inn á fimmta starfsárið en þekking og reynsla starfsmannanna nær þó mun lengra. Hún sjálf hefur til dæmis starfað á þessu sviði í fjórtán ár, en fjórir starfsmenn aðrir eru hjá fyrirtækinu. STRÁ er ein af þremur leiðandi ráðningarþjónustum hérlendis og sérhæfir sig í ráðningum allt frá sendlum til framkvæmdastjóra eins og Guðný kemst að orði. „Til okkar koma að meðaltali um 40 manns á dag og við byggjum þjónustu okkar á mjög góðri skrá yfir störf sem og umsækjendur og trúnaði við bæði fyrirtækin sem eru að leita eft- ir starfsfólki og umsækjendurna. Við erum með á skrá mörg þúsund manns með haldbæra menntun og marktæka reynslu í fjölbreytileg- ustu störfum, hvort sem er almennum störfum eða stjórnunar- og ábyrgðarstörfum innan hvers konar fyrirtækja. Fyllsta trúnaðar gætt Sérstaða STRÁ er meðal annars fólgin í því að enginn fyrningar- tími er á umsóknum. Þar af leiðandi er mjög stór hópur manna á skrá, sem er í störfum en vill hafa augun opin fyrir nýjum og betri störfum og er tilbúinn til að færa sig um set ef eitthvað áhugavert býðst. Veita fyrsta flokks faglega þjónustu Pálína Hinriksdóttir ritari t.v. og María Ósk Björk Bjarkadóttir ráðningarfulltrúi. Birgisdóttir aðstoðarráðningarfulltrúi. Guðrún Hjörleifsdóttir ráðningarfulltrúi. AUGLÝSINGAKYNNING , 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.