Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 39

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 39
Starfsmenn STRÁ Starfsrábningar ehf „Þessi hópur treystir okkur til að að gæta fyllsta trúnaðar. Sama gildir að sjálfsögðu um fyrirtækin sem eru að leita að starfs- mönnum. Við veitum ekki upplýsingar um fyr- irtæki eða starfsmann nema með samþykki beggja." Starfsmaður í leit að starfi leggur inn gögn sín hjá STRÁ og ræður síðan sjálfur ferðinni í ráðningarferlinu. Ekki eru gefnar upplýsingar nema eitthvað komi inn við hæfi umsækjandans og hann veiti sjálfur leyfi til þess. Sama gildir um vinnuveitendur. „STRÁ er með tengsl við fyrirtæki allt að 14 ár aftur í tímann og við eigum því að þekkja þarfir þessara fyrirtækja. Oft látum við vinnuveit- anda vita ef inn kemur aðili sem fellur vel inn í starfsumhverfi fyrirtækisins, en að því gefnu að búið sé að ræða við umsækjandann áður." Auðveldar leitina að hæfum starfsmönnum STRÁ hefur séð um mannaráðningar fyrir ýmis leiðandi fyrirtæki í mörg ár og auð- veldað þeim leitina að hæfum starfsmönnum án þess að þau þurfi að eyða til þess miklu af eigin tíma. Sé þess óskað auglýsir STRÁ eft- ir starfsmanni en annar kostur er að hringja og leggja inn verkbeiðni símleiðis. Vinnuveit- andinn velur ævinlega á milli þriggja úr- valskandídata sem allir eiga að kunna og geta það sem til er ætlast. Vinnuveitandinn leggur línurnar og STRÁ samræmir þær kröf- um umsækjendanna. „Ef svo ótrúlega skyldi fara að ráðningin takist ekki þá berum við ábyrgð á þjónustu okkar og finnum annan að- ila í stað hins, vinnuveitanda að kostnaðar- lausu. Veitt er þriggja mánaða ábyrgð á ráðningu í almenn störf en sex mánaða ábyrgð á ráðningu í ábyrgðar- eða stjórnun- arstöður," segir Guðný. Ráðningarsamningar fylgja ævinlega í þjónustupakka STRÁ, enda er skylda að gera slíka samninga og í þeim eru einnig nákvæmar starfslýsingar. Guðný segir að STRÁ vinni að hluta til eins og lítil auglýsingastofa þar sem fyrir- tækið sjái um að auglýsa laus störf fyrir vinnuveitandann ef hann óski þess, hvort heldur í eigin nafni eða nafni Starfsráðninga, en vegna þess umfangsmikla gagnabanka, U32333EEIEinJEniSI3 sem fyrirtækið byggi á, séu 99% verkbeiðna sem berast, aldrei auglýstar. Aðeins í þeim tilvikum að kanna þurfi markhóp vegna mjög sérhæfðra starfa eða ef vinnuveitandinn vill vekja athygli á að hann hefur áhuga á að bæta nýjum starfsmönnum í hóp þeirra sem fyrir eru, eru störfin auglýst. „Með því að auglýsa ekki er hægt að spara vinnuveitand- anum auglýsingakostnaðinn um leið og við vinnum hraðar þegar nýr starfsmaður er fundinn í gagnabankanum hjá STRÁ." „Við leggjum áherslu á að við erum ekki að selja heldur erum við að veita fyrsta flokks faglega þjónustu," segir Guðný Harð- ardóttir, framkvæmdastjóri STRÁ. „Við vönd- um okkar vinnubrögð og skilum marktækum árangri viðskiptavinum og umsækjendum í hag." STRÁ’ ehf. STARFSRÁÐNINGAR GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR Murkinni 3,108 Rcykjavík, slmi: 588 3031, brcfsími 588 3044 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.