Frjáls verslun - 01.09.1998, Page 51
Hlutfallsleg aukning veltu
+ ••
Röö-“ Jj— -Veltu- Velta Hagn.
á ■ —~ -=F —-c_——oreyi. í millj. í millj.
aðal- f.f. ári króna fyrir
lista Fyrirtæki í% skatta
256 Háfell ehf., verktakar 190 387 6
452 Navís - Landstelnar hf 159 66 -2
69 Opin kerfi hf. 132 2.112 55
37 Marel hf. Rvk. 119 4.156 207
Þau juku veltu sína mest á síðasta ári.
veltu sína mest. Navís-Landsteinar,
litlu lægra.
Nokkur þekkt fyrirtæki stukku litlu lægra en Háfell á
síðasta ári. Þau voru Navís, nú Navís-Landsteinar, Opin
kerfi og Marel. Fyrirtækið Sól-Víking kom næst á eftir
þessum fyrirtækjum í veltu. Rekja má mikla veltu Opinna
kerfa og Marels að nokkru til kaupa þeirra á öðrum fyrir-
tækjum. Þess má geta að Navís sameinaðist Landsteinum
um síðustu áramót. ffl
HAFELL ER HASTOKKVARI
□ innan á Grundartanga er stærsta verkefni sem
við höfum tekið að okkur,” segir Eiður Haralds-
son, aðaleigandi og framkvæmdastjóri Háfells.
Hann stofnaði fyrirtækið árið 1979 ásamt Gunnari Sig-
urbjartssyni sem seldi raunar sinn hlut í fyrirtækinu
þegar það var gert að hlutafélagi árið 1986. Gunnar
vinnur hins vegar mikið fyrir Háfell sem verktaki.
Háfell hóf framkvæmdir fyrir álverið á Grundar-
tanga hinn 1. apríl á síðasta ári og lauk þeim nýlega.
Fyrst i stað var unnið á vöktum allan sólarhringinn og
komu að því verki um 40 til 50 manns þegar mest var.
Fyrirtækið er einnig með þriggja ára verkefni fyrir
Vegagerðina við Fljótsheiðina - en hún er á milli Goða-
foss og Reykjadals í Þingeyjarsýslu.
Helstu verkefni Háfells núna er breikkun Gullinbrúar
í Grafarvogi; um 130 milljóna króna verk, gatnagerð í
Lindahverfi í Kópavogi, undirvinna fyrir nokkra olíu-
tanka sem Olíudreifing er að flytja úr Laugarnesi út í
Örfirisey; 30 milljóna króna verk, gatnagerð í Mosfells-
bæ og loks er það vinna fyrir Hafnarfjarðarbæ vegna
nýrrar byggðar þar í bæ.
NÝTASÉR UNDIRVERKTAKA
Eiður segir að þótt Háfell sé ekki stórt fyrirtæki í
sjálfu sér kjósi það frekar að kaupa vinnu smárra undir-
verktaka við einstaka framkvæmdir í stað þess að fara
út í dýrar fjárfestingar á tækjum vegna nýrra, tíma-
bundinna verkefna. Þannig sé reynt að draga úr áhætt-
unni við að eiga of stóran tækjaflota.
Eiður er rafvirki að mennt en sneri sér fljótlega að
jarðvegsvinnu hjá fyrirtækinu Ytutækni en það var
nokkuð þekkt fyrirtæki fyrir 25 árum. Síðan stofiiaði
hann Háfell. Ytutækni er raunar eitt fárra fyrirtækja í
þessari áhættusömu grein sem hætt hefur starfsemi án
þess að hafa verið komið í þrot. ffl
V J- ‘ ; ; *
A meðal verkefna Háfells er undirvinna í Örfirisey fyrir þá olíu-
tanka sem Olíudreifing er að flytja úr Laugarnesinu - sem og að
koma tönkunum uþp á þurrt land.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.