Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 53

Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 53
MARKAÐSMÁL ■■■■■■^^^^^^^H þessum markaði bókhalds- og rekstrarkerfa á íslandi hafa tvö kerfi aðallega bitist um markaðinn síðustu árin; Concorde og Navision Financials. Þar kveður mest að sex hugbúnaðarhúsum. Á Navision-vængnum eru það Navís- Landsteinar, Strengur og Tölvumyndir. Á Concorde-hlið- inni eru það Þróun, Tæknival og Hugur-forritaþróun,” seg- ir Þorsteinn Guðbrandsson. 59 OPIN KERFIA MIKLUM DAMPI að fyrirtæki, sem var með þriðju mestu veltuaukn- ingu á síðasta ári, var Opin kerfi. Heildarvelta fyrir- tækisins var rúmur 2,1 milljarður í fyrra og jókst hún um 132% á milli ára. Þessa aukningu má að nokkru leyti rekja til kaupanna á meirihlutanum í Skýrr á árinu 1997 en við það fór velta Skýrr inn í samstæðureikning Op- inna kerfa, eins og gerist um dótturfélög. Engu að síður jókst velta móðurfélagsins sjálfs, Opinna kerfa, um 37% á síðasta ári og fór úr 886 milljónum í 1.210 milljónir. For- stjóri Opinna kerfa er Frosti Bergsson en hann er jafnframt annar stærsti hluthafinn í fyrirtækinu; með um 25% hlut. „Kaupin á Skýrr hafa heppnast vel,” segir Frosti. „Þeg- ar við keyptum 51% hlut okkar í fýrirtækinu á árinu ‘97 var það nýkomið út úr miklu tapári en það tapaði um 67 millj- ónum á árinu ‘96. Með aukinni hagræðingu og skýrari markmiðum tókst að snúa dæminu við og ná um 33 millj- óna króna hagnaði í fýrra. Þetta var viðsnúningur upp á um 100 milljónir og hann náðist þrátt fýrir miklar afskriftir á ár- inu.” ÁFRAMHALDANDIVÖXTUR! Að sögn Frosta er útlit fyrir verulegan vöxt hjá Opnum kerfum á þessu ári. Fyrstu sex mánuðina var um 35% veltu- aukning hjá móðurfélaginu og búist er við að hún verði ívið meiri á öllu árinu. I áætlunum fýrir Skýrr er gert ráð fýrir að veltan fari úr 920 milljónum í um 1,1 milljarð og virðist það ætla að ganga eftir. Jafnframt að hagnaður Skýrr verði um 50 milljónir á árinu. En hver skyldi ástæðan vera fyrir svo miklum vexti Op- inna kerfa samstæðunnar? „Það er mikill vöxtur í tölvu- og upplýsingageiranum. Það á jafnt við um sölu á þjónustu og vélbúnaði. Okkur vantar fólk og við fáum raunar ekki það fólk sem við þurfum á að halda. Auk þess höfum við unnið ýmis stór útboð á árinu og við njótum þess að vera með góða vöru.” KAUPIN Á 39% í TÆKNIVALI Opin kerfi hafa ekki aðeins fjárfest í Skýrr á síðustu misserum heldur hefur fyrirtækið einnig keypt í ACO, Efnahagsumræða á traustum grunni Traustar heimildir eru nauösynlegur grunnur fyrir vandaða umræðu um efnahagsmál. I ritum Seðlabanka islands eru birtar upplýsingar, greinargerðir og álit um hina ýmsu þætti sem snerta gang efnahagsmála: I Hagtölum mánaðarins eru birtar upplýsingar í tölum. myndum og stuttum greinum um peninga- og lánamál, verðlag, gengi og vexti, viðskipti við útlönd og erlendar skuldir, fjármál hins opinbera, framleiðslu, fjárfestingu og atvinnu. Fjármálatíðindi miðla niðurstöðum rannsókna á sviði efnahagsmála og eru vettvangur fyrir faglega umræðu og skoðanaskipti um efnahagsleg úrlausnarefni. I efnahagsumræðunni er vitnað til þessara rita. Pantaðu áskrift eða kynntu þér efnið á heimasíðu þankans. Áskriftarsíminn er 569 9785 SEÐLAB ANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI I 150 REYKJAVÍK SÍMI569 9600 BRÉFASÍMI569 9605 NETFANG: sedlabanki@sedlabanki.is VEFFANG: http://www.sedlabanki.is 53

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.