Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 54

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 54
MARKAÐSMÁL Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Marels. Við kauþin á danska fyrir- tœkinu Carnitech tvöfaldaðist velta Marels. Um 85% framleiðslu Marels eru flutt út. Helsti markaðurinn er í Norður-Ameríku; í Bandaríkjunum og Kanada. En mikill vöxtur er á mörkuðunum í Bretlandi og Þýskalandi. Hans Petersen og Hug-forritaþróun en þó ekki meirihluta í þeim fyrirtækjum. Nýjasta fjárfesting Opinna kerfa var svo þegar þau keyptu á dögunum tæplega 39% hlut í Tæknivali. „Við teljum að í Tæknivali sé svigrúm til að hagræða og bæta reksturinn og að sú ijárfesting skili okkur arði. Hlut- hafar í Opnum kerfum hafa frá upphafi treyst algerlega á Hewlett Pakard merkið en með íjárfestingum okkar á und- anförnum misserum má segja að hluthafarnir séu að dreifa áhættunni og draga um leið úr henni,” segir Frosti Bergs- son. 50 CARNITECH TVOFALDAÐIMAREL egar Marel tilkynnti í fyrravor að það hefði keypt danska fyrirtækið Carnitech kom fram að við kaup- in myndi velta Marels tvöfaldast. Það hefur gengið eftir. Marel jók veltu sína um 119% á síðasta ári og liggur sú aukning fyrst og fremst í kaupunum á Carnitech. Fyrirtæk- in hafa ekki verið sameinuð heldur kemur Carnitech inn í ársreikninga Marels sem dótturfyrirtæki þess. Forstjóri Marels er Geir A. Gunnlaugsson en stærsti hluthafinn er Eimskip í gegnum dótturfélag sitt Burðarás. Velta Marels-samsteypunnar var tæplega 4,2 milljarðar á síðasta ári og hagnaður fyrir skatta um 207 milljónir. Um helmingur veltunnar er velta Carnitech. Rætur Marels liggja í framleiðslu á tölvuvogum en helstu vörur fyrirtæk- isins núna eru svonefndir vigtarflokkarar og skurðarvélar. A þessu ári hefur fyrirtækið tvöfaldað sölu sína á tækjabún- aði fyrir kjúklinga- og kjötframleiðslu. Velta Marels er því enn að aukast. PAKKINN ER HUGVITOG SMIÐJA Marelsmenn eru á því að kaupin á Carnitech hafi geng- ið framar vonum. Fyrirtækin hafa ólíkan brag. Marel er í eðli sínu dæmigert háskólafyrirtæki þar sem slagkraftur- inn er hugvit og hugmyndir. Carnitech er hins vegar rót- gróið iðnfyrirtæki þar sem „smiðjan” er þungmiðjan. Fyr- irtækin hafa þegar með sér nokkra samvinnu í framleiðslu- og markaðsmálum þótt rekstur þeirra sé fyllilega aðskil- inn. ÚTLÖND ERU MARKAÐUR MARELS Marel flytur út um 85% af framleiðslu sinni. Helsti mark- aður fyrirtækisins er í Norður-Ameríku; Bandaríkjunum og Kanada. Um þriðjungur sölunnar er þangað og það sama gildir um Carnitech. Carnitech er að vísu sterkara á heimamarkaði en fyrirtækið rekur verksmiðju í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Aðrir helstu markaðir Marels eru í Evrópu. Marel selur mikið til Noregs en salan til Bret- lands og Þýskalands hefur aukist umtalsvert. Framleiðsla Marels fer eingöngu fram á Islandi. Fyrir- tækið er með stóra smiðju í húsnæði sínu við Höfðabakk- ann. Marel rekur sex sölu- og þjónustuskrifstofur erlendis; í Kanada, tvær í Bandaríkjunum, Danmörku, Frakklandi og sú nýjasta er í Bretlandi. B3 talnakonnun.is Úfgáfúfyrirtæki Frjálsrar verslunar, Talnakönnun, hefúr opnað heimasíðu á Netinu. Slóðin er www.talnakonnun.is Talnakönnun gefur út ritin Frjálsa verslun, Vísbendingu og Islenskt atvinnulíf. A heimasíðunni er að finna upplýsingar um Talnakönnun, eldri tölublöð af Vísbendingu, valdar greinar úr Frjálsri verslun og umfjallanir um íslensk fyrirtæki úr Islensku atvinnulífi. Komið í heimsókn - slóðin er www.talnakonnun.is 54

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.