Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 60

Frjáls verslun - 01.09.1998, Side 60
Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunar-Brauða hf, og Björn Jónsson markaðs- stjóri. Fyrirtækið hefur sett þýsku saltkringluna bretzel á markað hérlendis. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. BORÐA BRETZEL HVENÆR SEM ER Kolbeinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Myllunnar- Brauða hf, segir fyrirtœkið alla tíð hafa skipt mikið við Þjóðverja og bæði keypt afþeim tœki og hráefni. Qyrirtækið Myllan-Brauð hf. er farið að flytja inn bretzel, salt- kringlu sem upprunnin er í Suður-Þýskalandi og algeng er um allt Þýskaland og í Bandaríkjunum. Bretzel er nýjasti ávöxturinn í sam- starfi fyrirtækisins við erlenda fram- leiðendur. „Við höfum í auknum mæli farið að starfa með framleiðendum erlend- is. Við höfum látið erlenda framleið- endur framleiða fyrir okkur ákveðnar vörur, sem við getum ekki framleitt jaíhgóðar og á því verði sem markað- urinn hérna vill af því að hann er of lít- ill. Þannig höfum við farið að fást við ýmsar sérvörur og látið erlenda fram- leiðendur framleiða fyrir okkur. Þessi tiltekna vara á heima í Þýskalandi og þess vegna er eðlilegt að leita þang- að,” segir Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar-Brauða hf. FÆST JAFNVEL Á VEITINGAHÚSUM Myllan-Brauð hf. hefur alla tíð átt mikil viðskipti við Þjóðveija. Þjóðveij- ar eru ein mesta brauðaþjóð heims og því hefur fyrirtækið keypt af þeim bæði tæki og hráefni. Myllumenn hafa að undanförnu flutt inn nan brauð við miklar vinsældir og nú hafa þeir ákveðið að flytja inn bretzel í verksmiðjupakkningum og selja í bak- aríum til að byija með. Smám saman mun fyrirtækið sækja með bretzel inn á fleiri markaði þannig að neytendur geti keypt bretzel pakka í stórverslun- um og bakað sjálfir. Bretzel mun jafn- vel fást á veitingahúsum. „Þjóðveijar borða bretzel hvenær sem er dagsins, bæði í morgunmat og síðdegis. Þeir setja allt mögulegt á kringluna, til dæmis pepperoni og ost,” segir Björn Jónsson markaðs- stjóri. „Islendingar eru farnir að ferð- ast svo mikið og vita svo mikið um menningu annarra þjóða að það er með ólíkindum hvað landinn þekkir svona vörur vel og tekur á móti þeim,” segir hann og bendir á að bretzel hafi verið sérlega vel tekið á vörusýningu í Kringlunni nýverið. SÉRHÆFING EYKST Gríðarlega hörð samkeppni er á brauðamarkaðnum. Kolbeinn segir að þróunin í greininni verði í átt til auk- innar sérhæfingar, ekkert síður hér á landi en erlendis. Með sérhæfingunni náist ódýr og góð, stöðluð framleiðsla. Myllan-Brauð hf. geri sér grein fyrir því að fyrirtækið nái ekki að framleiða allar þær vörur sem það vill geta boð- ið sínum viðskiptavinum. Það leiti því í auknum mæli eftir samstarfi við sér- hæið fyrirtæki og sú þróun eigi eftir að halda áfram. Itölsk brauð hafa verið í tísku á ís- landi að undanförnu og Kolbeinn seg- ir að heimamarkaðurinn hafi lifnað mikið við á þessu ári. Eftír að Myllan keypti Samsöluna hafi líf færst í bak- aramarkaðinn og hann kveðst hafa trú á því að greinin eigi eftír að haldast blómleg á næstunni. Bjartsýni ríki hjá bökurum almennt en samkeppnin fari sífellt harðnandi. AFHVERJU EKKI ÚTFLUTNINGUR ,ýVf hveiju geta Islendingar ekki flutt út eins og inn? Ef menn ætla að sérhæfa sig hér á landi í einhverri ákveðinni línu þurfa þeir að horfa út fýrir landsteinana. Markaðurinn hér dugar ekki tíl,” segir Kolbeinn. - Stefnið þið að útflutningi? „Ekki á næsta ári,” svarar Kol- beinn. „Það er mikið í gangi hjá okkur og við viljum ná tökum á þvi en við munum lita á öll sóknarfæri sem gef- ast og horfa í kringum okkur. Með því að fara í samstarf með svona fyrir- tækjum og láta framleiða fyrir okkur opnast kannski einhveijir möguleikar fyrir okkur.” [B 60

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.