Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 72

Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 72
Kristín Kristmundsdóttir sér um auglýsinga- og kynningarmál fyrir ESSO. Hún er 29 ára gömul og útskrifaðist sem viðskiþtafræðingur frá Háskóla Islands árið 1993. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. um sínum við Ártúnshöfða og Lækjargötu í Hafnarfirði sam- kvæmt samningi við Subway í Bandaríkjunum en undir gæða- eftirliti og yfirumsjón Stjörn- unnar, einkaleyfishafa Subway hér á landi. Þetta er liður fél- agsins í að laða að nýja við- skiptavini ekki síst af yngri kynslóðinni." Olíufélagið er stærsta olíu- félag landsins og það eina alíslenska og hefur um 42% markaðshlutdeild. Félagið rek- ur um 120 bensín- og þjónustu- stöðvar um allt land. Safnkort ESSO er hlutur af markaðsstarfsemi félagsins og hefur verið í gangi frá árinu 1994 og nýtur að sögn Krist- ínar vaxandi vinsælda. Kristin hefur unnið hjá Olíufélaginu hf. ESSO ffá þvi hún var unglingur, bæði sem sendill og afgreiðslumaður á bensínstöðvum. Kristín varð stúdent frá Verslunarskóla Islands árið KRISTÍN KRISTMUN DSDÓTTIR, ESSO Dstarfi mínu hef ég umsjón með auglýs- inga- og kynningar- málum Olíufélagsins hf. Eg geri markaðsáætlanir í samráði við deildarstjóra á markaðs- sviði, skipulegg markaðsher- ferðir í samvinnu við aug- lýsingastofur og vinn náið með tveimur auglýsingastofum sem sjá um auglýsingar fyrir Olíu- félagið. Auk þess hef ég samskipti við ýmsa aðila sem selja aug- lýsingar," segir Kristín Krist- mundsdóttir hjá Olíufélaginu hf. ESSO. „Eg tek einnig þátt í að skipuleggja ýmsa viðburði sem Olíufélagið annaðhvort stend- ur að eða tekur þátt í og hef samskipti við aðila sem koma að markaðsmálum félagsins, TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 72 t.d. markaðsrannsóknarfýrir- tæki. Við höfum gert staðla um notkun og meðferð á merki Olíufélagsins og það þarf að fylgjast með því að þeim sé fylgt til að tryggt sé að svipmót Olíufélagsins sé sterkt og sjálfu sér samkvæmt” Olíufélagið er í harðri sam- keppni á markaðnum og hefur undanfarin ár haslað sér völl á fleiri sviðum í þjónustu en áður. „Hlutverk bensínstöðvanna hefúr breyst mikið hin síðari ár. Auk þess að selja bensín, olíur og slíkt hafa þær í ríkari mæli tekið við hlutverki hverfisverslananna og við selj- um mat- og hreinlætisvörur, blöð, tímarit, sælgæti og margt fleira. Þessar verslanir Olíufél- agsins nefnast Hraðbúðir ESSO og eru nú orðnar 15 tals- ins víðsvegar um landið. Hrað- búðirnar koma til móts við kröfur viðskiptavina um að geta kippt með sér helstu nauð- synjum á sem skemmstum tíma og eru yfirleitt opnar lengur en hverfisverslanirnar. Arið 1995 var öll þjónusta á bensínstöðvunum tekin til gagngerrar endurskoðunar með tilliti til hinna nýju þátta í starfsemi stöðvanna. Nám- skeið voru haldin fyrir starfs- fólk sem byggð voru á nýjum þjónustustaðli sem félagið lét útbúa í þessum tilgangi. A námskeiðunum var meðal ann- ars farið yfir reglur um um- gengni, klæðnað og hreinlæti og starfsfólki leiðbeint um framkomu við viðskiptavini. Olíufélagið á og rekur tvo Subway-staði í þjónustustöðv- 1989 og útskrifaðist síðan sem viðskiptafræðingur af markaðs- sviði ffá Háskóla íslands árið 1993. Hún kom þá til starfa hjá ESSO og starfaði fyrst í starfs- mannahaldi en fluttist í nú- verandi starf 1996. Unnusti Kristínar er Kristján Örn Sigurðsson, við- skiptafræðingur og forstöðu- maður hjá Sameinaða lífeyris- sjóðnum. Þau eiga eina dóttur, Selmu Dögg, sex ára. „Ég nýti frístundir mínar með Qölskyldunni en hef áhuga á ferðalögum og al- mennri útivist. Ég var í hesta- mennsku hér áður og á reyndar hest ennþá. Svo reyni ég að halda mér í formi með því að fara í líkamsrækt og sund af og tíl.” 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.