Frjáls verslun - 01.09.1998, Síða 73
I
FÓLK
0g starfa sem aðstoðar-
framkvæmdastjóri
Hugbúnaðardeildar
Skýrr og er því staðgengill
framkvæmdastjóra Hd. í deild-
inni starfa milli 50-60 manns og
er þetta líklega stærsta hug-
búnaðardeild á landinu. Hér er
skrifaður hugbúnaður sem
landskerfi Skýrr hvíla á. Lands-
kerfi Skýrr eru ijölmörg upp-
lýsingakerfi í eigu ríkisins sem
stöðugt þarf að þróa og endur-
bæta, bæði vegna lagabreyt-
inga og nýrrar tækni. Dæmi
um landskerfi sem Skýrr sér
um eru Upplýsingakerfi Ríkis-
skattstjóra, Tollakerfi, Öku-
tækjaskrá, Bótakerfi Trygg-
ingastofnunar, Atvinnuleysis-
bótakerfi, Innheimtukerfi rík-
isins, svo fátt eitt sé nefiit, “
segir Margrét E. Arnórsdóttir,
aðstoðarframkvæmdastjóri
Hugbúnaðardeildar Skýrr.
Skýrr er elsta fyrirtæki
landsins á sínu sviði og hét
áður Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavíkurborgar og ríkið og
Reykjavíkurborg eiga enn í því
44% á móti 51% hlut Opinna
kerfa og 5% hlut starfsmanna.
I starfi Margrétar felst m.a.
að annast viðhald og þróun á
Gæðakerfi
Hugbúnaðardeildar en hug-
búnaðarframleiðsla hjá Skýrr
er vottuð skv ISO 9001. Skýrr
selur og annast þjónustu við
Agresso viðskiptahugbúnað-
inn og 9 manna hópur, sem
annast það, heyrir einnig undir
hugbúnaðardeild. Meðal not-
enda Agresso á Islandi eru
Reykjavíkurborg og Rafmagns-
veita Reykjavíkur og meðal
þeirra sem unnið er að upp-
setningu hjá eru Skógrækt rík-
isins og Kaupþing.
Eitt af nýjustu verkefhunum
hjá Skýrr var að þróa og setja
upp hugbúnað fyrir nýstofnað
Kvótaþing og annast rekstur
þess. Margrét segir að það hafi
verið skemmtilegt og kreljandi
verkefni.
Margrét varð stúdent frá
MR1969 og hélt síðan til náms
í viðskiptafræði við Stokk-
Margrét Eggrún Arnórsdóttir aðstoðardeildarstjóri hjá Skýrr er eina konan á íslandi sem ber Eggrúnar-
nafnið. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
MARGRETEGGRUN
ARNÓRSDÓTTIR, SKÝRR
hólmsháskóla. Þar kynntist
hún upplýsingatækni og tók
eina önn í tölvufræði með öðru
námi. Þetta fannst henni
spennandi fag og þegar hún
kom heim 1976 fékk hún starf
hjá Skýrr og hefur starfað þar
síðan.
„Þetta var í árdaga tölvu-
væðingar á íslandi og mér
fannst bestu tækifærin bjóðast
hér enda var varla öðru fyrir-
tæki til að dreifa á þessu sviði.
Framfarirnar hafa verið gríðar-
legar, þegar ég kom hér fyrst
voru gataspjöld enn í notkun.“
Margrét starfaði fyrst sem
kerfisfræðingur, síðar sem yfir-
kerfisfræðingur og hefur
gegnt núverandi stöðu frá
1996. Hún hefur sótt tjölda
námskeiða í hugbúnaðargerð
og verkefnastjórnun auk þess
að kenna um tíma við Háskól-
ann og Verslunarskóla Islands.
Margrét er einhleyp en á
einn son frá fyrra hjónabandi
en hann er rafinagnsverkfræð-
ingur. Margrét hefur tekið
virkan þátt í starfi Soroptimista
á Islandi um árabil og starfar
með Soroptimistaklúbbi Kjalar-
nesþings sem er einn 16 slíkra
klúbba á Islandi. Hún hefur
einnig setið í stjórn EDI-félags-
ins á Islandi sem vinnur að út-
breiðslu pappirslausra við-
skipta.
„Starfið með Soroptimist-
um er afar skemmtilegt og gef-
andi að því leyti að maður
kynnist ólíkum konum úr ólik-
um starfsgreinum en fundir
eru einu sinni í mánuði. Við
leggjum okkar af mörkum tíl
ýmissa mála og erum nýbúnar
að gefa út bækling sem dreift
er tíl yngstu skólabarna á öllu
landinu en í lionum er áróður
gegn ofbeldi.
Eg reyni að taka ekki vinn-
una með mér heim en það er
margt sem þarf að lesa. Þegar
frístundir gefast finnst mér
mjög gott að fara í gönguferðir
eða bregða mér í badminton
eða á skiði, en báðar íþróttirnar
hef ég stundað lengi. Einnig hef
ég gullað aðeins við golfið og
fer sú iðkun mín vaxandi.“ 33
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
73