Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 52

Frjáls verslun - 01.09.1999, Side 52
Hagnaður Hellisbúans gafArna Þór Vigfússyni, sjónvarþsstjóra á Skjá einum, fljúgandi byr. Hann leggur mikiö undir meö sjónvarpsstööinni og hefur hrifiö þekkta fiárfesta meö sér! ann er aðeins 23 ára, eldhugi, heitir Árni Þór Vigfússon, er sjón- varpsstjóri og prestssonur úr Grafarvogi, hefúr einstakt lag á að hrífa fólk með sér og hagnaðist, ásamt þeim TEXTI: Páll flsgeir Ásgeirsson og Jún G. Hauksson MYNDIR: Geir Olafsson 52 Hinn 23 ára eldhugi og athafnamaður, Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri Skjás eins. Það er mikið lagt undir. Heildarstofnkostnaður stöðvarinnar liggur ekki undir 200 milljón- um. Kristjáni Ra. Kristjánssyni og Bjarna Hauki Þórssyni, vel á leikritinu Hellisbúanum. Arni Þór hefur smitandi kraft, geislar af lífsgleði og er öflugur fulltrúi ungu kyn- slóðarinnar, þeirrar sem sumir lýsa sem kynslóðinni sem hafi jafnvel fullmikið sjálfstraust og sé laus við allt sem heitir minnimáttarkend. Viðhorf þessarar kyn- slóðar er einfalt: Það er allt hægt!!! Núna hefur Árni lagt verulega undir með sjón- varpsstöðinni Skjá einum sem Islenska sjónvarpsfélagið hf. rekur. Það ræðst á næstu 6 mánuðum hvort kapallinn gangi upp; hvort allt sé hægt. Margir eru vantrú- aðir á að Skjár einn hafi það af í stríðinu við Sjónvarpið og Islenska útvarpsfélagið; Stöð 2, Sýn, Fjölvarpið og Bíórásina. Árni Þór og Kristján Ra. Kristjánsson eru hins vegar sannfærðir um velgengni stöðvar- innar. Auðvitað! Hagkaupsbræður og fleiri hafa raunar einnig trú á þeim og hafa lagt fé í fýrirtækið. Ætla má að stofnkostnaður Skjás eins sé vart undir 200 milljónum króna og þarf hann meðal annars að mæta liklegum taprekstri fyrstu mánuðina. Tekj- ur stöðvarinnar verða eingöngu af auglýs- ingum og kostun þátta. Mikill sparnaður felst í því fyrir stöðina að hafa keypt kvik- myndafélagið Nýja Bíó og að nýta húsnæði þess og tæki. Megináhersla verður lögð á innlent efni fyrir ungt fólk á öllum aldri, eins og það er nefnt; fréttir og skemmti- efni. Þá er yfirbygging Skjás eins afar lítil og ekkert lagt upp úr dýrum og fínum skrifstofum. Það er annar blær yfir þessari stöð en Ríkissjónvarpinu, Stöð 2 og Stöð 3 sálugu. Það er önnur kynslóð við stýrið og önnur hugsun - en kannski reynist hún einmitt lífæð stöðvarinnar. En eins og alltaf kemur stóri dómurinn um stöðina fram þegar talið verður upp úr kössunum. Hrífur fjárfesta með sér! Hluthafahóp- ur íslenska sjónvarpsfélagsins er forvitni- legur. Áður voru þeir félagar, Árni Þór og Kristján, helstu hluthafarnir, 90%, ásamt þeim Guðmundi Kristjánssyni og Guð- bergi Davíðssyni, 10%. Núna eiga þeir sam- tals 50% hlut í félaginu því fýrir rúmum hálfum mánuði fengu þeir nýja hluthafa til liðs við sig, Hagkaupsbræður ásamt fleir- um. Nýju hluthafarnir eiga núna helming- inn í félaginu, 50%. Fjárfestíngarfélagið 3P

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.