Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Side 46

Frjáls verslun - 01.10.1999, Side 46
Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els. Marel er sigurvegari ársins á Verðbréfaþingi. Valur Valsson, Islandsbanka, og Halldór Jón Krist- jánsson, Landsbanka. Mikil eftirsþurn er eftir bréfum í bönkunum um þessar mundir. þykja iðnfyrirtækin ekkert sérlega spenn- andi kostur, nema auðvitað Marel - sem veg- ur raunar um helming í vísitölu iðnfyrirtækj- anna. Búist er við að Islenska útvarpsfélagið komi á hlutabréfamarkaðinn á næsta ári. Þá gera margir sér vonir um að Sjóvá-Almennar og Samskip, sem núna eru á Opna tilboðs- markaðnum, komi inn á aðallista Verðbréfa- þingsins á næsta ári. Hvar á að I járfesta tyrir jólin? rátt fyrir að gengi bréfa í Marel hafi nær þrefaldast í verði á árinu - og ávöxtunin sé lyginni líkust - mæla margir verðbréfasalar með kaupum í Marel, sem og Össuri, um þessar mundir. Gengi bréfa í þeim báðum er orðið býsna hátt en margir trúa því að það eigi eftir að hækka. Þá eru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Islandsbanki og Búnaðar- banki, mjög ofarlega á blaði i vinsældum. Allir ættu að nýta sér stórsöluna sem framundan er í Landsbankanum og Búnað- arbankanum. Flestir telja að hjá fjármála- fyrirtækjunum verði sameiningar fýrr en síðar - og að afkoma þeirra haldi áfram að batna. Margir trúa á FBA og forstjóra hans, Bjarna Ármannsson. Gengi bréfa í FBA er núna um 3,10 og telja ýmsir að það sveiflist eitthvað á næstunni en fari aldrei niður fýrir 2,80 sem var það gengi sem meirihlutinn í bankan- um var seldur á nýlega. í stuttu máli mæla flestir verðbréfasal- ar með því að kaupa í bönkunum, Marel, Össurri, Eimskip og tölvufyrirtækjunum. Ýmsar blikur eru á lofti hjá sjávarútvegs- fýrirtækjum. Frekari sameiningar þar gætu hækkað gengi bréfanna, auk þess sem þorskstofninn er að styrkjast. A móti kemur erfið staða hjá fyrirtækjum með uppsjávarfisk vegna lélegrar alkomu af loðnuvinnslu. Mikill áhugi hefur verið á ol- íufélögunum þremur á árinu og hefur gengi bréfa í þeim hækkað mikið, mest í Skeljungi. Allt í einu hafa menn fengið áhuga á olíufélögunum! Gengi bréfa í tölvufyrirtækjunum hef- ur hækkað verulega, mest í Skýrr, um 110%, og Nýherja, um 81%. Þó má geta þess að íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hefur hækkað um 118% á ári - sem auðvitað er mögnuð hækkun. Nokkur deyfð hefur verið yfir sölu bréfa í SIF og IS þótt þar sé komið á koppinn stærsta fyrirtæki Islend- inga. I pípunum gætu legið miklar hækkanir hjá SÍF-ÍS risanum kæmi til þess að hann sameinað- ist SH á næstu misserum. Ýmsir sjá þá samein- ingu fýrir sér. Hún gæfi af sér umtalsverða hag- ræðingu og þar með hækkun á gengi bréfa i fýr- irtækjunum. Það vekur á vissan hátt athygli að almennir hlutabréfasjóðir hafa ekki gefið neitt stórkostlega af sér í samanburði við mörg stór- fýrirtækjanna á markaðnum. Um þessar mundir MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Salan í ríkisbönkunum Utspil ríkis- stjórnarinnar um að selja 15% hlut í bæði Landsbanka og Búnaðarbanka núna í desember kom eins og þruma úr heið- skíru lofti! Flestir áttu von á því að af þessari sölu yrði ekki fyrr en á næsta ári. Miðað við gengi bréfa í bönkunum að undanförnu er um að ræða sölu fýrir um 6,6 milljarða króna - en til samans er markaðsverð beggja bankanna núna um 44 milljarðar króna. Þessi óvænta sala núna kemur í kjölfarið á sölu ríkisins á 51% hlut í FBA fyrir tæplega 10 millj- arða. Flestir telja að sala bréfanna í Landsbankanum og Bún- aðarbankanum reynist ríkinu auðveld. Ætla má að stofnana- fjárfestar muni kaupa fyrir um 4 milljarða og almenningur fyr- ir um 2 milljarða! Á síðasta ári seldi ríkið um 15% í þessum bönkum þannig að eftir söluna núna í desember mun það eiga um 70% í hvorum bankanna fyrir sig. Stóra spurningin er um framhaldið. Ætla stjórnmálamenn að sleppa tökunum á báð- um bönkunum að fullu og selja þá? Þeir segja það! Menn eiga hins vegar eftir að sjá það. En hvernig ætlar ríkið þá að haga sölunni á afganginum, 70%? Setur það lög um dreifða eignar- aðild á bönkum, bæði í frumsölu og á eftirmarkaði, og halda slík lög þegar til lengdar lætur? Verður útboð með sama hætti og í FBA? Markaðsverð Landsbankans er núna um 25,3 millj- arðar króna, m.v. gengið 3,90, og Búnaðarbankans um 18,7 milljarðar, m.v. gengið 4,55. Mikil eftirspurn eftir hlutabréfum í viðskiptabönkunum þremur helgast meðal ann- ars af væntingum og vangaveltum manna um að tveir þeirra verði sameinaðir á næstu misserum. Verður það Landsbanki og Islandsbanki eða Bún- aðarbanki og íslandsbanki? Landsbanka og Bún- aðarbanka verður tæplega pakkað saman í einn banka þótt allt geti svo sem gerist í þeim efnum. Þá trúa margir því að FBA og Kaupþingi verði slegið saman á næsta ári. Kaup vegna skattafsláttar; 133 þúsund Sala á hlutabréfum í Landsbankanum og Búnaðarbank- anum núna í desember fyrir um 6,6 milljarða eyk- ur verulega framboð á hlutabréfum á markaðnum. Ríkið ætlar ekki að missa af jólasölunni og gerir út Margir verðbréfasalar mæla með kaupum í Islandsbanka, Lands- banka, Búnaðarbanka, FBA, Mar- el, Össurri og Eimskip um pessar mundir. Arið hefur hins vegar ein- kennst affáheyrðri hækkun á bréf- um Marels og mikilli verðhækkun á hlutabréfum í bönkunum og olíufé- lögunum! FJÁRMÁL: Jón G. Hauksson 46

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.