Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.10.1999, Qupperneq 46
Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els. Marel er sigurvegari ársins á Verðbréfaþingi. Valur Valsson, Islandsbanka, og Halldór Jón Krist- jánsson, Landsbanka. Mikil eftirsþurn er eftir bréfum í bönkunum um þessar mundir. þykja iðnfyrirtækin ekkert sérlega spenn- andi kostur, nema auðvitað Marel - sem veg- ur raunar um helming í vísitölu iðnfyrirtækj- anna. Búist er við að Islenska útvarpsfélagið komi á hlutabréfamarkaðinn á næsta ári. Þá gera margir sér vonir um að Sjóvá-Almennar og Samskip, sem núna eru á Opna tilboðs- markaðnum, komi inn á aðallista Verðbréfa- þingsins á næsta ári. Hvar á að I járfesta tyrir jólin? rátt fyrir að gengi bréfa í Marel hafi nær þrefaldast í verði á árinu - og ávöxtunin sé lyginni líkust - mæla margir verðbréfasalar með kaupum í Marel, sem og Össuri, um þessar mundir. Gengi bréfa í þeim báðum er orðið býsna hátt en margir trúa því að það eigi eftir að hækka. Þá eru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Islandsbanki og Búnaðar- banki, mjög ofarlega á blaði i vinsældum. Allir ættu að nýta sér stórsöluna sem framundan er í Landsbankanum og Búnað- arbankanum. Flestir telja að hjá fjármála- fyrirtækjunum verði sameiningar fýrr en síðar - og að afkoma þeirra haldi áfram að batna. Margir trúa á FBA og forstjóra hans, Bjarna Ármannsson. Gengi bréfa í FBA er núna um 3,10 og telja ýmsir að það sveiflist eitthvað á næstunni en fari aldrei niður fýrir 2,80 sem var það gengi sem meirihlutinn í bankan- um var seldur á nýlega. í stuttu máli mæla flestir verðbréfasal- ar með því að kaupa í bönkunum, Marel, Össurri, Eimskip og tölvufyrirtækjunum. Ýmsar blikur eru á lofti hjá sjávarútvegs- fýrirtækjum. Frekari sameiningar þar gætu hækkað gengi bréfanna, auk þess sem þorskstofninn er að styrkjast. A móti kemur erfið staða hjá fyrirtækjum með uppsjávarfisk vegna lélegrar alkomu af loðnuvinnslu. Mikill áhugi hefur verið á ol- íufélögunum þremur á árinu og hefur gengi bréfa í þeim hækkað mikið, mest í Skeljungi. Allt í einu hafa menn fengið áhuga á olíufélögunum! Gengi bréfa í tölvufyrirtækjunum hef- ur hækkað verulega, mest í Skýrr, um 110%, og Nýherja, um 81%. Þó má geta þess að íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hefur hækkað um 118% á ári - sem auðvitað er mögnuð hækkun. Nokkur deyfð hefur verið yfir sölu bréfa í SIF og IS þótt þar sé komið á koppinn stærsta fyrirtæki Islend- inga. I pípunum gætu legið miklar hækkanir hjá SÍF-ÍS risanum kæmi til þess að hann sameinað- ist SH á næstu misserum. Ýmsir sjá þá samein- ingu fýrir sér. Hún gæfi af sér umtalsverða hag- ræðingu og þar með hækkun á gengi bréfa i fýr- irtækjunum. Það vekur á vissan hátt athygli að almennir hlutabréfasjóðir hafa ekki gefið neitt stórkostlega af sér í samanburði við mörg stór- fýrirtækjanna á markaðnum. Um þessar mundir MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Salan í ríkisbönkunum Utspil ríkis- stjórnarinnar um að selja 15% hlut í bæði Landsbanka og Búnaðarbanka núna í desember kom eins og þruma úr heið- skíru lofti! Flestir áttu von á því að af þessari sölu yrði ekki fyrr en á næsta ári. Miðað við gengi bréfa í bönkunum að undanförnu er um að ræða sölu fýrir um 6,6 milljarða króna - en til samans er markaðsverð beggja bankanna núna um 44 milljarðar króna. Þessi óvænta sala núna kemur í kjölfarið á sölu ríkisins á 51% hlut í FBA fyrir tæplega 10 millj- arða. Flestir telja að sala bréfanna í Landsbankanum og Bún- aðarbankanum reynist ríkinu auðveld. Ætla má að stofnana- fjárfestar muni kaupa fyrir um 4 milljarða og almenningur fyr- ir um 2 milljarða! Á síðasta ári seldi ríkið um 15% í þessum bönkum þannig að eftir söluna núna í desember mun það eiga um 70% í hvorum bankanna fyrir sig. Stóra spurningin er um framhaldið. Ætla stjórnmálamenn að sleppa tökunum á báð- um bönkunum að fullu og selja þá? Þeir segja það! Menn eiga hins vegar eftir að sjá það. En hvernig ætlar ríkið þá að haga sölunni á afganginum, 70%? Setur það lög um dreifða eignar- aðild á bönkum, bæði í frumsölu og á eftirmarkaði, og halda slík lög þegar til lengdar lætur? Verður útboð með sama hætti og í FBA? Markaðsverð Landsbankans er núna um 25,3 millj- arðar króna, m.v. gengið 3,90, og Búnaðarbankans um 18,7 milljarðar, m.v. gengið 4,55. Mikil eftirspurn eftir hlutabréfum í viðskiptabönkunum þremur helgast meðal ann- ars af væntingum og vangaveltum manna um að tveir þeirra verði sameinaðir á næstu misserum. Verður það Landsbanki og Islandsbanki eða Bún- aðarbanki og íslandsbanki? Landsbanka og Bún- aðarbanka verður tæplega pakkað saman í einn banka þótt allt geti svo sem gerist í þeim efnum. Þá trúa margir því að FBA og Kaupþingi verði slegið saman á næsta ári. Kaup vegna skattafsláttar; 133 þúsund Sala á hlutabréfum í Landsbankanum og Búnaðarbank- anum núna í desember fyrir um 6,6 milljarða eyk- ur verulega framboð á hlutabréfum á markaðnum. Ríkið ætlar ekki að missa af jólasölunni og gerir út Margir verðbréfasalar mæla með kaupum í Islandsbanka, Lands- banka, Búnaðarbanka, FBA, Mar- el, Össurri og Eimskip um pessar mundir. Arið hefur hins vegar ein- kennst affáheyrðri hækkun á bréf- um Marels og mikilli verðhækkun á hlutabréfum í bönkunum og olíufé- lögunum! FJÁRMÁL: Jón G. Hauksson 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.