Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 68

Frjáls verslun - 01.10.1999, Page 68
Yngsti framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtœkis á íslandi, Sœvar Helgason hjá Kaupþingi Norðurlands, 26 ára að aldri. Sá yngsti Sœvar Helgason hjá Kauþþingi Nordurlands er yngsti framkvæmáastjóri verðbréfafyrirtœkis á ís- landi. Raunar mun Kauþþing Nordurlands fá nýtt nafn um áramótin; Islensk Veröbréfhf ann er 26 ára, heitir Sævar Helgason, og var ráðinn fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norð- urlands í febrúar sl. Hann tók við starf- inu af Þorvaldi Lúðvíki Sigurjónssyni. Sævar hefur unnið hjá fyrirtækinu frá því í júlí i fyrra og annaðist í upphafi starf sjóðsstjóra og forstöðumanns eignastýringarsviðs. Aður en hann réðst til Kaupþings Norðurlands var hann ráðgjafi hjá Landsbréfum á Akur- eyri og hjá Viðskiptastofu Landsbank- ans á Akureyri. Runar fær Kaupþing Norðurlands nýtt nafn um áramótin og mun á nýju ári heita Islensk Verðbréf hf. Þess má geta að fyrirtækið hefur gert athyglisverðan samstarfssamning við skoska sjóðavörslufýrirtækið Aber- deen. Fyrstu sex mánuði þessa árs var velta Kaupþings Norðurlands meiri en allt árið í fyrra. Áhugaverð tímamót Þessi ungi fram- kvæmdastjóri er fæddur 2. júlí árið 1973 og er frá Akureyri. Hann er stúdent úr Menntaskólanum á Akureyri og mál- arasveinn frá Verkmenntaskólanum á Akureyri en við þá starfsgrein vann hann öll sumur hjá föður sínum meðan VIÐTAL: Halla Bára Gestsdóttir MYNDIR: Gunnar Sverrisson hann var i námi. Eftir árshlé frá bók- námi að loknu stúdentsprófi fór Sævar í rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri og lauk þaðan BS gráðu í rekstrarhag- fræði að þremur árum liðnum. Einnig hefur hann fengið löggildingu í verð- bréfamiðlun frá Háskóla íslands. Sam- býliskona Sævars er Sara Dögg Péturs- dóttir og eiga þau soninn Andra Snæ sem er eins árs. Annað barn er væntan- legt. Þótt Sævar hefði ekki unnið lengi hjá Kaupþingi Norðurlands var honum í febrúar síðastliðnum boðin staða fram- kvæmdastjóra fýrirtækisins. Það kom til vegna breytinga á eignaraðild fýrir- tækisins en þá keyptu sparisjóðirnir á landsbyggðinni meirihlutann í félaginu af Kaupþingi hf. Fram að því hafði fýrir- tækið í raun haft takmarkaða mögu- leika til að vaxa þar sem ekki var ætlast til þess að það myndi sækja inn á höfuð- borgarsvæðið vegna stöðu Kaupþings þar. Núna á Sparisjóður Norðlendinga rúm 50% í Kaupþingi Norðurlands, þ.e. meirihluta, en hinn helminginn eiga ýmsir sparisjóðir og lífeyrissjóðir á landsbyggðinni. Margir hafa sýnt áhuga á kaupum á hlut í fýrirtækinu undanfarið og því má búast við að hlut- höfum í félaginu fjölgi enn frekar á næstu misserum. 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.