Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 62

Frjáls verslun - 01.05.2000, Page 62
FYRIRTÆKIN fl NETINU Skýrar myndir Vefverslanir eru drifnar áfram af aðdáunarverðum krafti og áhuga fremur en fjármagni á Islandi í dag enda eru þær litlar og veikburða - rétt að byrja að stíga fyrstu skrefm. Yfirleitt er uppbygging veijanna í góðu lagi, þeir eru skýrir og aðgengilegir og það er hrein- lega ótrúlegt hvað hægt er að kaupa á vefnum. Vöruúrvalið nær allt frá hefðbundinni vef- vöru eins og bókum, geisladisk- um og DVD eða vídeóspólum upp í kven- og karlmannsfatnað, íþróttavörur, gjafavöru og leik- föng. Oft er hægt að gera góð kaup. En því miður virðast grundvallaratriðin gjarnan gleymast í þeim frumkvöðla- rekstri, sem vefverslanirnar óhjákvæmilega teljast, nefni- lega sjálfsögð atriði á borð við fullnægjandi vöru- og innihalds- lýsingu. Þó að vörulýsingu sé að finna þá er það oftar auglýs- ingatexti en vöru- og innihalds- lýsing. Mér er stórlega til efs að nokkur kaupi vöru sem hann veit ekki hvort er úr plasti, leir eða málmi, svo að dæmi sé nefnt. Geti „skoöað“ vöruna Um vef- verslanirnar hljóta að gilda sömu grundvallaratriðin og aðrar verslanir; fyrir utan grundvallarupplýsingar vill kaupandinn eflaust vita hvað hann er að kaupa þannig að honum finnist að hann hafi „skoðað" vöruna og viti hvern- ig hún lítur út áður en hann læt- ur slag standa og stingur vör- unni í körfuna sína. Hann þarf að geta skoðað myndir. Þá gild- ir einu hvort um bætiefni, kaffi- bolla, hjól, karlmannsjakka eða bækur, geisladiska og vídeó er að ræða - eina varan sem getur www.hagkaup.is er ein af stærri netverslunum landsins. Vöruúr- valið er takmarkað þannig að myndir eða myndaleysi trufla ekki. Netverslunin www.jmf.is sýnir myndirafþeim vörum sem eru á boðstólum. VefurMáls og menningar, www.malogmenning.is, er litríkur. Á honum má finna allnokkuð afmyndum. talist undanþegin þessari reglu er hugbúnaður og skyldar vör- ur. Fyrir hinn almenna vefgest gera myndirnar ekki bara vef- inn aðlaðandi, skemmtilegan og „viðskiptavænan" heldur hljóta skýrar og góðar myndir af vörunum að vera algjört grundvallaratriði til þess að við- skipti geti átt sér stað. Það er mín skoðun. Pottur brotinn Því miður er potturinn allt of oft brotinn hvað myndirnar varðar. Þær eru litlar og virðast gjarnan teknar af áhugamanni á litla myndavél í stað þess að fá atvinnuljósmynd- ara með næga þekkingu til verksins. Það er því hætt við að útlínur og lögun vörunnar sjáist ekki nógu vel og myndirnar séu ekki teknar frá nógu mörgum sjónarhornum til að fullnægja forvitni kaupandans. Þá er bráð- nauðsynlegt að hægt sé að tvísmella á myndirnar og stækka þær upp til að skoða vör- una betur því að litlar myndir geta haft í för með sér óþægindatilfinningu um ónóga vitneskju þegar þessi viðskipti eiga sér stað. Það er meðal ann- ars grundvöllurinn að því að vef- verslun með annað en bækur og geisladiska geti þrifist á Netinu. Það er ekki nóg að vera með vel hannaða og flotta vefversl- un. Eðlilegar upplýsingar um vöruna þurfa að liggja fýrir. Myndir af vörunum þurfa að vera stórar og skýrar og helst teknar frá mis- munandi sjónarhorn- um.ffij 60 Guðrún Helga Sigurðardóttir. ghs@talnakonnun.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.