Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 1
Reuters Tugþúsundir manna komu saman á fundi á Vaclav-torgi í Prag í gærkvöldi til stuðnings fréttamönnunum. FRÉTTAMENN tékkneska ríkis- sjónvarpsins og stuðningsmenn þeirra stóðu fyrir fjöldamótmælum í miðborg Prag í gærkvöldi til að krefjast þess að stjórnin viki nýráðn- um yfirmanni sjónvarpsins frá vegna meintrar pólitískrar hlutdrægni hans. Áður hafði leiðtogum stærstu flokka landsins mistekist að leysa deilu sjónvarpsstjórans, Jiris Hodac, og fréttamannanna sem hafa efnt til verkfalls til að mótmæla ráðningu hans. Fréttamennirnir hófu mótmælin 20. desember og halda því fram að tengsl sjónvarpsstjórans við Vaclav Klaus, fyrrverandi forsætisráð- herra, grafi undan hlutleysi frétta- stofunnar. Þúsundir mótmælenda hafa safnast saman undanfarin kvöld í miðborginni og rúmlega 120.000 manns hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er afsagnar sjón- varpsstjórans. Alþjóðasamband blaðamanna styður verkfallið Samtök blaðamanna í öðrum lönd- um Evrópu hafa einnig lýst yfir stuðningi við tékknesku fréttamenn- ina og málið er orðið mjög vand- ræðalegt fyrir tékknesku ríkis- stjórnina sem leggur nú mikið kapp á að greiða fyrir aðild Tékklands að Evrópusambandinu. Framkvæmdastjóri Alþjóðasam- bands blaðamanna, Aidan White, sendi frá sér bréf þar sem hann skor- aði á aðildarfélög sambandsins í rúmlega 100 löndum að styðja verk- fallið. „Baráttan fyrir fjölmiðlafrelsi og lýðræði einskorðast ekki við eitt land,“ sagði hann. Fréttamennirnir halda því fram að Hodac hafi fengið starfið vegna tengsla sinna við Klaus. Stjórn jafn- aðarmanna, sem nýtur stuðnings flokks Klaus á þinginu, kom saman í gær til að ræða breytingar á lögum um ríkissjónvarpið. Markmiðið með breytingunum er að gera útvarps- og sjónvarpsráð landsins, sem réð sjón- varpsstjórann, algerlega óháð stjórnmálaflokkunum. Deilan um ráðningu sjónvarpsstjóra í Tékklandi Mótmæli í Prag Prag. AP. 2. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. JANÚAR 2001 HILLARY Rodham Clinton sór nýlega eið sem öldungadeild- arþingmaður fyrir New York- ríki. Hefur það ekki gerst fyrr í sögu Bandaríkjanna að eiginkona forseta hafi tekið sæti í þing- deildinni. Þingmaðurinn kynnti sér nýja vinnustaðinn í gær ásamt eiginmanni sínum, Bill Clinton forseta. AP Clinton öldunga- deildarþingmaður RÍKISSTJÓRN Ehuds Baraks í Ísrael samþykkti í gær að senda að- alsamningamann sinn í friðarviðræð- unum við Palestínumenn, Gilead Sher, til Washington. Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, samþykkti í gær með ýmiss konar skilyrðum hugmyndir Bills Clintons Banda- ríkjaforseta um grundvöll að nýjum viðræðum deiluaðila. Ísraelskur embættismaður sagði að líkur væru á að friðarviðræðurnar hæfust á næstu dögum. Shlomo Ben-Ami, utanríkisráð- herra Ísraels, sem er í opinberri heimsókn í Svíþjóð, sagði í gær á fréttamannafundi að hann teldi ósennilegt að friður yrði saminn áður en Clinton léti af forsetastörfum 20. janúar. Ef það ætti að takast þyrfti ekkert minna en kraftaverk. Talsmenn Bandaríkjastjórnar voru einnig varkárir. „Við munum ekki hefja viðræður á ný, munum ekki efna til leiðtogafundar nema við séum vissir um að árangur verði af honum,“ sagði talsmaður bandaríska forsetaembættisins, P.J. Crowley, í gær. Annar embættismaður sagði að Palestínumenn myndu senda full- trúa til Washington á næstu dögum til viðræðna við bandaríska milli- göngumenn í friðarumleitunum. En einn af leiðtogum Palestínu- manna, Hassan Abdel Rahman, sagði að Arafat hefði tjáð Clinton að hann samþykkti hugmyndir Banda- ríkjamanna „með sínum eigin túlk- unum“. Þrátt fyrir að Arafat setji skilyrði þykir ljóst að hann hafi með sam- þykkt sinni knúið Ísraela til að sýna aukinn vilja til viðræðna. Á þriðju- dag sagði Barak að ekki væri hægt að semja um eitt eða neitt fyrr en Palestínumenn hættu að ráðast á hermenn á sjálfstjórnarsvæðunum. Ræddi hann, að sögn The Jerusalem Post, um möguleikann á að skilja al- gerlega á milli svæða Palestínu- manna og Ísraela til að stöðva átök- in. Að sögn The Jerusalem Post í gær hefur Arafat farið fram á að Clinton tryggi að Ísraelar standi við vænt- anlega samninga jafnvel þótt harð- línumaðurinn Ariel Sharon sigri Barak í febrúar þegar kosið verður til embættis forsætisráðherra. Blað- ið segir óljóst hvað Arafat eigi við og ekki sé heldur hægt að sjá hvernig Bandaríkjamenn geti veitt slíkar tryggingar. Arafat samþykkir tillögur Clintons með fyrirvara Barak sendir full- trúa til Washington Jerúsalem, Washington. AP. Mállýskur að hverfa Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKAR mállýskur eru við það að deyja drottni sínum og munu hverfa með öllu með elstu kynslóð- inni, að mati danskra sérfræðinga. Telja þeir að fljótlega muni allir Danir tala nokkurs konar rík- isdönsku, þar sem aldur og þjóð- félagsstaða setji svip sinn á tung- una í stað búsetu. Nú tala tæplega 5% Dana mál- lýsku en alls teljast þær um 40 tals- ins. Mállýskur hafa verið á und- anhaldi síðustu 100 árin að mati dr. Prebens Meulengracht, eins þeirra sem hafa tekið þátt í umræðunni um danskt mál. Ástæða þess að mállýskurnar hverfa eru sagðar þær að ungt fólk sæki fyrirmyndir sínar ekki lengur til foreldra, afa og ömmu, heldur horfi til sjónvarps og kvikmynda. Sú mynd sem dregin sé upp af mál- lýskum í sjónvarpi sé að þær tali einkum gamalt fólk. Í kvikmyndum séu þær oft notaðar til að undir- strika heimsku persónanna. Hugtök verði þýdd Meulengracht bendir á að Nor- egur sé dæmi um land þar sem menn séu stoltir af þeirri mállýsku sem þeir tala og að ímynd Noregs á alþjóðavettvangi sé mun skýrari en Danmerkur. Þá varar hann mjög við þeirri þróun að þýða ekki ný hugtök, einkum í tengslum við tölv- ur, og nefnir Ísland og Frakkland sem dæmi um lönd sem það geri – og staða tungunnar sé fyrir vikið skýrari heima og heiman. Meulen- gracht gagnrýnir undirlægjuhátt Dana gagnvart ensku. Leggur hann til að sett verði lög er skylda fyr- irtæki til að nota dönsku á sem bestan hátt og sem víðast, t.d. á heimasíðum á Netinu. „Gerist ekkert og haldi áhuga- leysið áfram,“ segir Meulengracht, „verður ekki töluð danska hér á jörð eftir 100 ár.“ Danmörk Óvænt vaxta- lækkun Washington. Reuters, The Daily Telegraph. BANDARÍSKI seðlabankinn lækk- aði í gær mikilvæga skammtímavexti um hálft prósentustig eða úr 6,5% í 6%. Gaf bankinn ennfremur til kynna, að hann væri tilbúinn til að lækka lánakostnað enn meira til að koma í veg fyrir of harða lendingu í efnahagslífinu. Vaxtalækkunin kom verulega á óvart enda er enn tæpur mánuður í að nefndin, sem jafnaðarlega tekur ákvarðanir í vaxtamálum, komi sam- an til síns fyrsta fundar á árinu. Það gerðist síðast haustið 1998, að vaxta- breyting var ákveðin á milli funda í nefndinni en þá var mikið umrót á fjármálamörkuðum víða um heim. Gengi hlutabréfa hækkaði strax er fréttist um vaxtalækkunina. Dow Jones hækkaði um meira en 4% og Nasdaq-vísitalan um rúm 11%. Frekari lækkun spáð Í tilkynningu seðlabankans bandaríska sagði, að þrátt fyrir lækkunina í dag benti margt til, að efnahagslífið héldi áfram að veikjast, og þykir það auka líkur á, að meiri vaxtalækkanir séu á döfinni. Evran hefur undanfarna daga styrkst gagnvart Bandaríkjadollara og sterlingspundi. Hún er þó enn langt frá því að ná sama styrk og hún hafði fyrstu dagana eftir að henni var ýtt úr vör fyrir tveim árum en þá jafngilti hún 1,17 dollurum. Sérfræð- ingar spá því að evran verði komin upp fyrir dollarann við árslok. Bandaríkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.