Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkru var greint frá frumathug- unum sænskra arki- tekta á framtíðarstað- setningu Landspítala. Arkitektarnir voru beðnir um að skoða þær lóðir þar sem mögulegt er að byggja slíka stofn- un upp. Jafnframt hafa verið starfandi ráðgjaf- ar sem hafa skoðað starfsemi spítalans nú og í framtíð með það í huga hverjar þarfir verða í ljósi breytinga á aldurssamsetningu og flutningi fólks til suð- vesturhornsins. Enn- fremur að skoða leiðir til að draga úr þörf fyrir sjúkrarúm í ljósi þeirra möguleika sem breytt meðferðar- og rannsóknatækni hefur skapað á und- anförnum árum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þörf fyrir sjúkrarúm er talsvert minni en búast mætti við miðað við fyrirsjáanlegar breytingar á þjóðfélaginu. Arkitektarnir skoðuðu þrjá mögu- leika, þ.e. að byggja nýjan spítala frá grunni á Vífilsstöðum, að stækka lóð við Hringbraut og byggja yfir alla starfsemina þar og á sama hátt að byggja yfir alla starfsemina í Foss- vogi. Í þriðja lagi skoðuðu þeir þann möguleika að nýta báðar aðallóðirnar og skipta starfseminni á milli þeirra, þannig að á öðrum staðnum verði öll líkamleg bráða- og valþjónusta en á hinni ýmiss önnur þjónusta, svo sem geðdeildir, endurhæfingadeildir og rannsóknadeildir. Það er ekki vafi á að álit langflestra starfsmanna er að markmið samein- ingar spítalanna náist alls ekki nema slíkar tilfærslur eigi sér stað. Kostn- aður við ofangreindar leiðir skiptir tugum milljarða króna svo það skiptir mjög miklu máli að ákvarðanir um leiðir verði teknar fljótlega þannig að frekari uppbygging og tilflutningur á starfsemi geti tekið mið af þeim. Vífilsstaðir Hugmyndir um byggingu spítala frá grunni á Vífilsstöðum hefur í huga margra verið áhugaverðasti kostur- inn. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur jafnvel ályktað um málið og hvatt til þess að það verði skoðað nánar. Norð- menn byggðu spítala í Osló frá grunni af þeirri stærð (130-140 þús. ferm.) sem við myndum þurfa hér. Kostn- aðurinn tvöfaldaðist á byggingartím- anum og það tók 12 til 13 ár að und- irbúa og byggja spítalann þar til hann var tekinn í notkun fyrir nokkrum mánuðum. Kostnaðurinn nam um það bil 60-70 milljörðum íslenskra króna með búnaði, þannig að þótt hér sé vafalítið um mest spennandi leiðina að ræða held ég að hún sé ekki fær vegna þessa mikla kostnaðar og þess tíma sem það tekur að byrja frá grunni. Hringbraut eða Fossvogur White arkitektar töldu að mögu- leiki væri á því að koma öllu því magni bygginga sem Landspítali þyrfti á næstu árum á hvorri lóðanna sem væri. Til þess að koma þeim fyrir við Hringbraut þyrfti að sjálfsögðu að færa götuna og rífa nokkuð af þeim húsum sem þar eru nú. Samt sem áð- ur þyrfti að byggja þar nálægt 100 þús. fermetra húsnæði þannig að kostnaðurinn væri nokkru minni en ef byggt væri frá grunni. Á sama hátt væri hægt að byggja í Fossvogi og þyrfti þar aðeins færri fermetra. Við þessa aðferð er þó ljóst að töluverðar byggingar yrðu á þeirri lóð sem ekki væri notuð sem yrði þá að finna annað hlutverk. Hringbraut og Fossvogur Þriðja aðalhugmynd- in sem arkitektarnir lögðu fram var sú að skipta starfseminni á milli þessara tveggja lóða sem spítalinn hefur yfir að ráða. Á annarri lóðinni væri hægt að hafa alla slysa- og bráðaþjónustu og þær deildir sem þyrfti í kringum hana. Á hinni lóðinni væri svo ýmiss önnur starfsemi svo sem öldrunar- og endurhæfingadeild- ir, rannsóknastofur og önnur þjón- usta. Arkitektarnir vildu ekki gera upp á milli lóðanna en í mínum huga er ekki spurning að lóðin í Fossvogi hentar bráðahlutverkinu mun betur en lóðin við Hringbraut, m.a. með tilliti til staðsetningar í miðju höfuðborgar- svæðinu og góðra tengsla við umferð- aræðar. Í Fossvogi þyrfti þá að byggja ca. 35-40 þúsund fermetra sjúkradeildir fyrir sjúklinga með bráða líkamlega sjúkdóma og þá sem hafa orðið fyrir slysum. Hér er um að ræða lyflækn- ingadeildir, skurðlækningadeildir, barna- og kvennadeildir. Ennfremur þarf að byggja yfir þjónustudeildir svo sem skurðstofur, myndgreiningu og gjörgæslu. Núverandi húsnæði í Fossvogi myndi nýtast vel með nokkrum breytingum. Við Hringbraut yrði meginstarf- semi geðsviðs áfram, auk endurhæf- ingar, öldrunar og ýmiss konar val- þjónustu. T.d. mætti nýta þær skurðstofur sem nú eru þar til að sinna dagdeildarþjónustu í stað þess að byggja nýtt húsnæði annars stað- ar. Mætti í því sambandi minna á möguleika á samstarfi við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um slíka að- stöðu. Þessi leið er langódýrust vegna þess að minna þarf að byggja og nú- verandi húsnæði nýtist betur. Mætti búast við að kostnaðurinn gæti numið 15-20 milljörðum króna, (eða sem svarar 9-12 mánaða rekstrarkostnaði) og við það væri hægt að ná verulegri hagræðingu með því að sameina rekstur dýrustu þáttanna á einum stað, þ.e. skurðstofur, rannsóknastof- ur, gjörgæsludeildir og slysamóttöku. Nútíma þarfir Þær byggingar sem spítalinn er með í notkun voru hannaðar og byggðar upp úr miðri síðustu öld. Þær þjóna því nútíma þörfum mjög misjafnlega. Bæði eru kröfur um að- búnað sjúklinga og aðstandenda mun meiri en áður og svo kalla þarfir vegna breyttrar tækni á allt öðru vísi húsnæði fyrir skurðstofur og rann- sóknastofur. Ef spítalinn fengi nýtt húsnæði í Fossvogi af þeirri stærð sem að framan getur væri hægt að gera ýmsar tilfæringar á öðru hús- næði sem spítalinn er með í notkun og spara þar með verulegar fjárhæðir. Má nefna að mest af þeirri starfsemi sem nú er á Vífilsstöðum (lungnadeild og húðdeild) þarf að sameina megin- starfseminni. Jafnframt er ljóst að mjög hefur verið þrengt að Klepps- spítala af Reykjavíkurhöfn. Lausnin gæti verið sú að flytja starfsemina á Kleppi að Vífilsstöðum. Með flutningi endurhæfingar á Hringbraut mætti losa bæði Grensás og Kópavog og hugsanlega breyta þeim verðmætum sem þar liggja í húsnæði í Fossvogi. Á meðan þessi mál eru í skoðun er nauð- synlegt að fresta byggingu barnaspít- ala við Hringbraut þar sem hann ætti að staðsetja í Fossvogi. Endurskoða þyrfti þá einnig færslu Hringbrautar sem yrði þá ekki nauðsynleg vegna spítalans þar sem hlutverk hans þar breytist verulega. Áætlað er að þess- ar tvær framkvæmdir muni kosta 2- 2,5 milljarða króna og mætti einnig nota þá fjárhæð til uppbyggingar í Fossvogi. Framtíð Landspítala – háskóla- sjúkrahúss Ólafur Örn Arnarson Sjúkrahús Þær byggingar sem spítalinn er með í notk- un, segir Ólafur Örn Arnarson, voru hann- aðar og byggðar upp úr miðri síðustu öld. Höfundur er læknir.   Hugmyndir White-arkitekta að byggingum Landspítala í Fossvogi miðað við að öll líkamleg bráðastarfsemi flytjist í Fossvog. NÚ ÞEGAR árið og veiðitímabil rjúpunnar er liðið, langar mig að senda nokkrar línur um það mál og önnur. Mik- ið var rætt og ritað um rjúpuna, svo sem litla veiði, lítið um rjúpur, ofveiði og jafnvel út- rýmingu. Alltaf verð ég jafnhissa. Eftir að hafa veitt mínar jólarjúpur í tæp fjörutíu ár kom það mér ekki á óvart að minna var um hana í haust. Það er bara eins náttúrulegt og að sólin kemur upp í austri. Þær einu breytingar sem ég merki er að rjúpan virðist vera styggari nú en áður fyrr en það gerir veiðina bara meira spennandi. Nú er búið að rannsaka þennan merkisfugl í meira en hálfa öld, með ærnum tilkostnaði, og miðað við að- gengilegar upplýsingar fyrir venju- legt fólk er enn verið að leika Einar tveir til Einar fjórir í stöðunni. Þetta sanna skrif og ummæli aftur og aft- ur. Ég hef haldið því fram að sveifl- urnar í rjúpnastofninum hafi breyst, þ.e. að þær eru minni og jafnari en á fyrri hluta tuttugustu aldar, það er aldrei mjög mikið um rjúpur og þá heldur ekki mjög lítið. Hvað veldur þessu er spurning en mikið er til af eldri heimildum sem ég hef skoðað sem benda ótvírætt til að svo sé. En hvað um það. Sá sem þetta rit- ar hefur opinberlega og ítrekað hvatt til aukinna rannsókna á rjúpunni og studdi á sínum tíma „veiðikorta“-gjaldið beinlínis vegna þess. Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar fréttir bárust um friðun svæð- is í nágrenni Reykja- víkur og veiðikorta- gjaldið hækkað sérstaklega til rann- sókna á vetrarafföllum rjúpna þar, varð mér að orði: „Er þetta fólk ekki í lagi?“ Þetta svæði er ekki mark- tækt til rannsókna. Það er vegna þeirrar um- ferðar og ónæðis sem er á þessu svæði, alltaf, þó sérstaklega á góðviðrisdögum á vorin þegar friðurinn þarf að vera mestur fyrir fuglinn. Þótt karrarnir þrjóskist á óðulum sínum forðar rjúpan sér í burt. Varp á þessu svæði verður aldrei í samræmi við karra- fjöldann sem þar sést. Þetta ástand er komið til að vera. Aðeins skánaði geðið þegar svæðin sitt hvoru megin við Eyjafjörð voru tekin undir þessar rannsóknir því þar ætti að fást mark- tæk niðurstaða ef vel er að verki staðið. Þá er það spurning. Er verið að leita að ástæðu til að „alfriða“ rjúp- una fyrir veiðum um allt land? Þrýst- ingurinn er mikill og tilfinning mín er sú að svo sé, ég vona bara að ég hafi rangt fyrir mér. Þegar öðlingur eins og Indriði bóndi á Skjaldfönn leggur slíkt til er maður allt að því af- vopnaður. Það kom fyrir mig á árum áður, þegar veiðin gekk ekki vel, að hugurinn hvarflaði að slíkum „lausn- um“. Það er búið að margreyna al- friðunaraðferðina til þess að fjölga rjúpunni en hún hefur aldrei virkað né skilað árangri, hvort sem mönn- um líkar það betur eða verr. Eitt af því góða sem veiðikorta- kerfið skilar eru veiðiskýrslurnar. Í þeim kemur fram að á milli fimm og sex þúsund Íslendingar ganga til rjúpna á ári og veiða 100 til 150 þús- und rjúpur. Um 400 veiðimenn veiða meira en 100 rjúpur hver en samtals veiða þeir um sextíu þúsund rjúpur. Eiga þessir fáu veiðimenn að ráða því hvort ég eða aðrir fáum að veiða í jólamatinn í framtíðinni? Ég held varla. Á sínum tíma átti ég þátt í því að gera athugasemdir við frumvarp til laga um „vernd, friðun og veiðar“. Í þeirri umsögn var sérstaklega tekið fram að óheft sala á villibráð væri beinlínis ávísun á ofveiði. Þetta er komið fram með grágæsina. Ef að því kemur að vernda þurfi rjúpuna vegna veiða hefði verið tilvalið að banna sölu. Þar brást lagasetningin, það er ekki hægt. Einstaka aðilar hafa skammað mig fyrir að leggja til sölubann á villibráð. Enn ein árásin á bændur er sagt. Þetta er bara ekki rétt. Tímarnir breytast og mennirnir vonandi með. Ferðaþjónusta vegna skotveiða er mjög arðvænleg at- vinnugrein erlendis. Hún yrði hér á landi að mestu utan hefðbundins ferðamannatíma og því aukning. Þar, enn og aftur, eru lögin þröngur flöskuháls. Lög um „vernd, friðun og veiðar“ bera þess glögg merki að fag- fólk var ekki fengið að samningu frumvarpsins. Góðir vísindamenn eiga að geta sagt til um hvort tiltek- inn stofn þoli veiðar eða ekki, og eftir því á að fara. Það er síðan annarra að setja leikreglurnar og þá með það að markmiði að sem flestir geti haft arð af eignum sínum og starfi ef þeir vilja. Svo einfalt er það í hinum helm- ingnum af heiminum. Þörfin á að endursemja lögin með nútímamark- mið að leiðarljósi er bæði brýn og nauðsynleg. Eitt af því sem erfitt er að sætta sig við er yfirgangur eða valdníðsla. Reglugerðin um „rannsóknarfrið- unina“ er dæmi um það. Það vantar ákvæði í lögin fyrir slíkri aðgerð. Væntanlega hefði mátt ná þeim markmiðum sem menn settu sér með samkomulagi við hlutaðeigandi aðila en þess í stað er reynt að beita valdi og það ólöglegu. Svona aðgerð er fyrst og fremst sorgleg. Til þess að veiða rjúpur á þessum tilteknu svæð- um þarf ekki annað en byssuleyfi, veiðikort og landleyfi. Margir hafa eflaust aðrar skoðanir í þessum efnum en ég, það er hið besta mál. Málefnaleg umræða um skoðanir sem skarast er nefnilega „málfrelsi“ í sinni tærustu mynd. Landsmönnum öllum óska ég far- sældar á nýju ári. Hugleiðingar um rjúpur, skotveiðar og fleira Skúli Magnússon Höfundur hefur verið leiðsögumaður með erlendum skotveiðimönnum. Veiði Þörfin á að endursemja lögin með nútíma markmið að leiðarljósi er, að mati Skúla Magn- ússonar, brýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.